Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3
FréttahorN
Jólaútvarp
„unga fólksins“
Líkt og undanfarin tvö ár verður
starfrækt jólaútvarp á vegum
félagsmiðstöðvar unga fólksins í
Dalvíkurbyggð. Að sögn Bjarna
Gunnarssonar, íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúa, er gert ráð fyrir að út-
sendingar hefjist 16. des. og standi
til 22. des. n.k. Utsendingartími
verður frá kl. 10-22 virka daga og
eitthvað lengur um helgar.
Utvarpið verður í umsjón ungs
fólks á aldrinum 13-18 ára og er
ráðgert að leitað verði til einstak-
linga, fyrirtækja og stofnana um
auglýsingar og jólakveðjur, til að
standa straum af kostnaði við
reksturinn.
Assi ehf. kaupir
hús og byrjar
framleiðslu í
febrúar
Fyrirtækið Assi ehf., sem er í
eigu Valdimars Snorrasonar og
Agústínu Jónsdóttur, hefur keypt
húseign Sæstáls í Grundargötu 9 á
Dalvík. Keypt hafa verið tæki og
vélar til sprautusteypuframleiðslu
og er áformað að hefja framleiðslu
í febrúar á næsta ári.
Að sögn Valdimars, sem láta
mun af starfi þjónustustjóra hjá
Eimskip um mánaðamótin janúar/
febrúar, mun fyrirtækið framleiða
ýmsa smáhluti úr plasti s.s. tappa í
plastker fyrir Sæplast og fleiri að-
ila. Gert er ráð fyrir einu stöðugildi
við framleiðsluna til að byrja með.
Nýir eigendur
að Sogni
Laugadaginn 27. nóv. sl. opnaði
Sogn undir nafni eigendanna
Kristins Sigurjónssonar og Jónínu
Baldursdóttur. Verslunin mun bjóða
upp á bækur, ritföng og bamafatnað
auk smávöru. Áformað er að taka
inn fleiri vömr í framtíðinni.
Sameining
heilsugæslu-
stöðva á Ólafs-
fírði og Dalvík
Heilbrigðisráðuneytið hefur
leitað álits sveitarstjórna á
áformum um sameiningu heilsu-
gæslustöðvanna. Af þessu tilefni
m. a. var sameiginlegur fundur
bæjarráða Olafsfjarðar og Dalvík-
urbyggðar og rætt um mögulegan
ávinning af sameiningu. Ákveðið
var að fá fulltrúa heilbrigðisráðu-
neytisins til að gera úttekt og grein-
argerð um starfsemi heilsugæslu-
stöðvanna og er málið því enn til
skoðunar.
Óviss framtíð
framhaldsnáms
við utanverðan
Eyjafjörð
Bæjaryfirvöld á Olafsfirði og
Dalvíkurbyggð hafa samþykkt
að mynda starfshóp til að vinna að
úttekt og stefnumótun á rekstri
framhaldsskóladeildar á svæðinu.
Bakgrunnur þessa eru áform Verk-
menntaskólans á Akureyri um að
leggja niður starfsemi útvegssviðs-
ins á Dalvrk og dræm aðsókn í
skóladeildirnar. Starfshópurinn er
skipaður einum bæjarfulltrúa úr
hvoru sveitarfélaginu auk fulltrúa
frá hvorri framhaldsskóladeild.
Lögð er áhersla á að hópurinn skili
niðurstöðum sem fyrst.
Viðbót í
smábátaflotann
Nýlega keyptu feðgamir Kristj-
án Þórhallsson og Sigurður
Kristjánsson tæplega 6 tonna
plastbát til Dalvíkur. Báturinn mun
hljóta heitið Ósk EA 17 en fyrir
átti Kristján bát með sama nafni og
mun kvóti gamla bátsins verða
fluttur á þann nýja.
Minningargjöf
um Arnþór
Angantýsson
Nemendur Árskógsskóla frá
1960-1982 hafa fært skólan-
um að gjöf fána og fánastöng sem
fest er á stóran stein á lóð skólans.
Gjöfin er til minningar um Amþór
Angantýsson, fyrrv. skólastjóra.
Ljósniynd: Rúnar Þór
Heimamenn sla í gegn
með Sinfóníunni
Húsfyllir var á báðum jólatón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands í Akureyrarkirkju
og Dalvíkurkirkju nú um helg-
ina. Efnisskrá tónleikanna var
með miklum jólabrag, fyrst voru
þættir úr Hnotubrjótnum eftir
Tsjækovskí en síðan spilaði
hljómsveitin Sleðaferðina eftir
breska tónskáldið Delíus.
Þá komu inn á sviðið börn úr
bamakór Akureyrarkirkju og Húsa-
bakkakómum „Góðir hálsar“. Þau
fluttu ásamt hljómsveitinni íslensk
og erlend jólalög sem öll utan eitt
voru útsett af hljómsveitarstjóran-
um Guðmundi Ola Gunnarssyni á
Bakka. Er óhætt að segja að flytj-
endur hafi skilað sínu með miklum
glæsibrag og hlutu að launum mik-
ið lófatak.
Eftir hlé var eitt verk á efnis-
skránni. Það var hljómsveitarverk-
ið Snjókallinn eftir breska tón-
skáldið Howard Blake. í því verki
er sögumaður og var Sigurður
Kristnitökuverkefni Húsbekkinga verðlaunað
Nemendur í 5. og 6. bekk Húsabakkaskóla unnu til fyrstu verðlauna í verkefnasamkeppni í tilefni kristnitökuafmælis-
ins sem Minjasafnið á Akureyrin stóð fyrir í samvinnu við kristnitökunefnd. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega at-
höfn í Min jasafninu þann 1. desember sl. að viðstöddu útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Verkefni krakkanna er marg-
þætt, þau sömdu leikrit um kristnitökuna sem þau síðan tóku upp á myndband. Búningar voru margir glæsilegir en
sérstaka athygli vöktu vopnin sem söguð voru út í krossvið og voru afar raunverulega að sjá. Þá gerðu þau líkan af Al-
mannagjá og komu þar fyrir fjölda manns hlýðandi á boðskap Þorgeirs Ljósvetningagoða. Munir þessir verða til sýnis
í Landsbankanum á Akureyri nú á jólafóstunni.
Nýtt áskriftarár er hafið w
Vertu með núna ”
af því að þú veist aldrei _Q
... hvenær röðin kemur að þér||||HyB|^HSfflMMHÍ^MMHHMÍIÍIIIII t/5
óskiptar á einn miða
Tryggðu þér áskrift í eina
stórhappdrættinu þarsem hæsti
vinningur allra mánaða gengur
örugglega út, stundum uppsafnaður.
Hundruð milljóna dreifast um landið.
'B1
Róberta Gunnþórsdóttir
Lækjargötu 6, sími 451-2468
Blönduós
Kaupfélag Húnvetninga
Blönduósi, sími 452-4200
Skagaströnd
Guðrún Pálsdóttir
Bogabraut 27, sími 452-2772
Sauðárkrókur
Friðrik A. Jónsson
Háuhlíð 14, sími 453-5115
Hofsós
Ásdís Garðarsdóttir
Kirkjugötu 19, sími 453-7305
Siglufjörður
Guðrún Ólöf Pálsdóttir
Aðalgötu 14, sími 467-1228
Ólafsfjörður
Valberg hf.
Aðalgötu 16, sími 466-2208
Hrísey
Erla Sigurðardóttir,
sími 466-1733
Dalvík
Sólveig Antonsdóttir
Hafnarbraut 5, sími 466-1300
eyi
Björg Kristjánsdóttir
Strandgötu 17, sími 462-3265
Sigríður Guðmundsdóttir
Svalbarði, sími 462-3964
Grenivík
Brynhildur Friðbjörnsdóttir
Túngötu 13B, sími 463-3227
Grímsey
Steinunn Stefánsdóttir
Hátúni, sími 467-3125
Laugar
Rannveig H. Ólafsdóttir
Laugum, Reykdælahreppi
S.-Þing., sími 464-3181
Mývatn
Hólmfríður Pétursdóttir
Víðihlíð, Mývatnssveit
sími 464-4145
Húsavík
Kristín Linda Jónsdóttir
Miðhvammi, Aðaldal
sími 464-3521
Skóbúð Húsavíkur
Garðarsbraut 13
sími 464-1337 HAP
Kópasker
Óli Gunnarsson, Klifagötu 10
sími465-2118
Raufarhöfn
Stella Þorláksdóttir, Nónási 4
sími 465-1170
Kjörvogur
Sveindís Guðfinnsdóttir
sími451-4041
Drangsnes
Guðmundur Magnússon
Kvíabala3, sími 451-3220
Hólmavík
Jóhann Björn Arngrímsson
Höfðagötu 1, sími 451 -3443
Brú
Agla Ögmundsdóttir
Bræðrabrekku.Bitrufirði
sími 451-3354
Pálmi Sæmundsson
Borðeyri, sími 451-1123
Miðaverð 800 kr.
Eitt símtal til umboðsmanns eða 552 2150 nægir og á netinu sibs.is
...fyrir lífið sjáift
Karlsson leikari í hlutverki hans en
einsöngvari var Baldur Hjörleifs-
son frá Laugasteini og er óhætt að
segja að hann hafi brætt hjörtu
áheyrenda með tærum og fallegum
söng sínum.
Þetta er í fyrsta skipti sem sin-
fóníuhljómsveit spilar á Dalvík en
sem kunnugt er voru tónleikar
þessir kostaðir að hluta til af Dal-
víkurbyggð og Sparisjóði Svarf-
dæla. Eiga þessir aðilar miklar
þakkir skildar fyrir ríkulegt fram-
lag sitt til eflingar menningar hér á
svæðinu. Þáttur heimamanna var
þá hreint ekki lítill við tónlist-
arflutninginn þar sem var ein-
söngvarinn Baldur, annar barna-
kórinn undir stjóm Rósu Kristínar
Baldursdóttur og svo sjálfur
hljómsveitarstjórinn, Guðmundur
Óli. Hefur þessi viðburður og ekki
síður hið mikla úrval á hágæða
tónlist og tónlistarfólki sem hér er
að finna vakið verðskuldaða at-
hygli. Er óhætt að segja að tónleik-
arnir hafi fengið mikla umfjöllun í
fjölmiðlum og borið hróður
byggðarinnar víða um land.
Frá Tjarnarkirkjugarði
Þeir sem hafa hug á að vera með Ijósa-
krossa á leiðum í garðinum yfir jólin, eða
fá þá leigða, hafi samband við Sigríði f
síma 466-1555, en hún gefur nánari
upplýsingar.
Sóknarnefnd
Kæru vinir á Daivík og í Svarfaðardai
Guð gefi ykkur gleði og frið
á helgri jólahátíð.
Megi komandi ár verða ykkur farsælt.
Hjartans þakkir fyrir allar
samverustundir liðinna ára.
Jón Helgi, Margrét, Hilmar,
Friðjón og Pétur Örn
Sendi vinum og ættingjum á Dalvík og í
Svarfaðardal sem muna eftir mér
innilegar jóla- og nýárskveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Frímann Sigurösson
Hrafnistu, Hafnarfirði
Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti
Ibúar Dalvíkurprestakalls
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól
og farsælt komandi ár!
Magnús G. Gunnarsson
og fjölskylda