Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 13

Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 13
NORÐURSLÓÐ —13 Unglingaskólinn á Bakka 1936-37. Fremri röð f.v. Jóhanna María Daníels- dóttir, Syðra Garðshorni, Kristín Þórsdóttir og Ósk Þórsdóttir frá Bakka, Lilja Gunniaugsdóttir Brekku- koti og Petrína Þórarins- dóttir Eldjárn frá Tjörn. Aftari röð: Jón Marvin Guðmundsson Gullbringu, Þorsteinn Jakob Halldórs- son Brekku, Björn Gests- son Bakkagerði, Pétur Finnbogason frá Hítardal kennari, Halldór Kristinn Haraldsson Ytra Garðshorni og Axel Tryggvason Bakka. Unglingaskóli Svarfdæla, skólaspjald frá árunum 1937-38. við skólann Ásgeir P. Sigurjónsson og Stein- grímur Þorsteinsson. Kennt var í eldri og yngri deild og kom sinn daginn hvor hópur. Pétur þótti góður kennari, einkum í íslensku. Hann kenndi aðeins einn vetur á Dalvík, varð svo skólastjóri í Glerárþorpi, en varð skammlífur og lést úr berklum 1939. Haustið 1937 komu nýir menn til starfa. Ráðinn var nýr skólastjóri unglingaskólans, Stefán Bjarman. Steingrímur Þorsteinsson minnist þess að hann fór fyrir skólanefndina til Akureyrar að reyna að útvega kennara sem þurfti helst að vera músíkalskur því það sárvantaði kórstjóra í hreppinn. Utkoman var Stefán Bjarman. Stefán var Akureyring- ur en hafði dvalið alllengi í Ameriku. Hann er nú kunnastur fyrir frábærar bókaþýðingar, svo sem á Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck og Hverjum klukkan glymur eftir Heming- way sem við heyrðum í Víðsjá í sumar og haust. Stefán var skólastjóri unglingaskólans þrjú næstu árin, og starfaði svo aftur við kennslu á Dalvík árin 1949-1956. Hann var frábær kennari, segir Friðjón Kristinsson, og kröfuharður. Sérstaklega er Friðjóni minnis- stæð kennsla hans í ensku, stærðfræði og bókfærslu. Stefán stjómaði kómm allan þann tíma, bæði í þorpinu og sveitinni, og var þar sunginn bæði Schubert og Sibelius. Með Stefáni hóf einnig kennslu Ingimar Óskarsson hinn náttúrufróði frá Klængshóli. Hann kenndi til 1945 og bjó í Árgerði. Hann hafði reyndar kennt við bamaskólann á Dal- vík litla hríð um 1920. Auk þeirra tveggja kenndi Ásgeir P. Sigurjónsson áfram við unglingaskólann. Ingimar Óskarsson var skólastjóri unglingaskólans 1940-41 og með honum kenndi þá Ragnar Stefánsson frá Brimnesi. Kennt var í tveimur hópum, eldri og yngri deild. Árið 1941 tók Haraldur Magnússon, Reyk- víkingur, við skólastjóm unglingaskólans og hélt því til ársins 1944 og var annar aðal- kennarinn. Hinn var Ingimar Óskarsson. Veturinn 1944-45 var Ingimar skólastjóri unglingaskólans en um vorið hætti hann kennslu á Dalvík . Þá um haustið, 1945, var Helgi Símonarson ráðinn skólastjóri ung- lingaskólans, en hann hafði hætt skólastjórn barnaskólans tveimur árum áður. Með Ingi- mar og síðan Helga á Dalvík kenndi Harald- ur Magnússon sem tekið hafði við skóla- stjóm bamaskólans af Helga (einn vetur stjómaði Haraldur báðum skólunum). Árið 1946 gerðist a.m.k. tvennt sem kem- ur við þetta mál. Þá var Svarfaðardalshreppi skipt í tvennt, í þorp og sveit, og þá varð umbylting á unglingakennslunni í kjölfar nýrrar fræðslulöggjafar. Þá var lokaprófi úr barnaskóla flýtt um eitt ár, og nefnt bama- próf, en tvö ár í unglingaskóla urðu nú að skólaskyldu (í þéttbýli) sem lauk með ung- lingaprófi. Á Dalvík var strax bætt við þriðja árinu sem lauk með miðskólaprófi eða þá landsprófi. Þar með kom ríki og sveitarfélag með fullum þunga inn í unglingafræðsluna. Þetta er kerfi sem flestir lesendur muna eftir og verður unglingakennslu á Dalvík ekki fylgt lengra. Dalbúar Þróun skólanna, ekki síst unglingaskóla, gekk jafnan mun hægar í íslenskum sveitum og þar var unglingaskólum óvíða komið á í kjölfar laganna frá 1946. Hvernig var þetta inni í Svarfaðardalnum? Veturinn 1933-34 hafði Dagbjört Ás- grímsdóttir á Gmnd unglinganámskeið á Þinghúsinu, meðan Þórarinn bamakennari var að kenna frammi á Auðnum. Hreppurinn mun hafa staðið fyrir námskeiðinu, nemendur voru 18, á ýmsum aldri, og þetta var líklega fyrsti formlegi unglingaskólinn í sveitinni. Eins og áður segir komst Unglingaskóli Svarfdæla á fastari grunn frá árinu 1936 með nokkurs konar móðurstöð á Dalvík og útibú í sveitinni. Tvo fyrstu vetuma var sveitar- skólinn haldinn á Bakka. Ástæðan fyrir stað- setningu skólans þar var m.a. að Grundar- skólanum var um þetta leyti breytt úr far- skóla í fastan með auknum kennslutíma en húsið þar hafði enn ekki verið stækkað. Fyrsta veturinn á Bakka var kennari og skólastjóri Pétur Finnbogason. Hann kenndi á Dalvík fram að jólum en flutti sig fram í Bakka í janúar og bjó þar meðan hann kenndi. Næsta vetur kom Stefán Bjarman og kenndi á Bakka. Þá var nemendum skipt í eldri og yngri deild sem komu sinn daginn hvor, líkt og á Dalvík. Kennt var í dagstof- unni, fjósið var undir. Þór hélt naut að vanda sínum og öskraði það allmikið í sumum kennslustundum, segir Júlíus Daníelsson. Þá man hann að Stefán kennari rakaði sig stundum í fyrstu kennslustund, drakk þar kaffi og tók vel í nefið. Þama komu ungling- ar úr öllum dalnum, handan yfir á og framan úr Atlastöðum sá sem fór lengst. Kennarinn dvaldi hálfan mánuð á Bakka og Dalvík til skiptis. Veturinn 1938-39 fluttist unglingaskól- inn niður að Grund og var í kjallaranum í ný- byggða suðurhluta Þinghússins. Þar kenndi, auk Stefáns, Dagbjört húsfreyja á Grund. Lilja Kristjánsdóttir á Brautarhóli var einn nemenda og segir að kennararnir hafi báðir verið góðir, Dagbjört frábær íslenskukenn- ari. Þetta vor fóm fjórir af nemendunum í inntökupróf upp í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri og náðu allir, m.a.s. upp í A-bekk, og er það til marks um að skóli Stefáns var góður, segir Lilja. Fyrsta stríðsveturinn, 1939-40, var engin formleg unglingakennsla í sveitinni og, hvað Grund snerti, líklega ekki tvo næstu vetur þar á eftir. Veturinn 1943-44 kenndi Ingimar Oskarsson unglingum á Grund og kom skálmandi neðan frá Dalvík hvern kennslu- dag. Veturinn 1944-45 kenndi þar Júlíus Daníelsson, nýstúdent frá Syðra-Garðshorni. Iðkaðar voru þar m.a. íþróttir, einkum lang- stökk án atrennu, í kennslustofunni og var Hjörleifur í Gullbringu snarpastur. Þann vet- ur voru tvær unglingadeildirdeildir á Grund. Sem áður segir varð Helgi Símonarson skólastjóri Unglingaskóla Svarfdæla haustið 1945. Hann kenndi bæði á Dalvík og að Grund. Á móti honum á Grund kenndi nú Jón Jónsson, bróðir hans. Unglingarnir voru þar í góðum höndum því þeir bræður voru báðir virtir og vinsælir kennarar. Nú var að- eins einn unglingabekkur á Grund. Bjöm Daníelsson var einn nemandinn og hjólaði í veg fyrir Helga sem kom hlaupandi sunnan frá Þverá á morgnana, og Björn hjólaði með honum síðasta sprettinn. Nemendur settust í hring um eitt langborð í kjallara Þinghúss- ins. Þar var illa upphitað og þegar kalt var rauk upp af höfði kennarans eftir hlaupin. Á hádegi tölti Helgi oft áfram til kennslu á Dal- vík en Jón kom gangandi handan úr Gröf, yfir ána og bakkana. Þeir Helgi og Jón héldu þessum skóla út í tvo vetur, en á fardögum 1947 flutti Jón og fjölskylda í Böggvisstaði. Næstu ár var unglingum ekki kennt á Grund og ekki, svo mér sé kunnugt, fyrr en veturinn 1950-51. Þá hét unglingakennarinn í kjallaranum á Þinghúsinu Hjörtur E. Þórar- Eldri deild Unglingaskóla Svarfdæla á Grund 1944-1945. Fremri röð: Sigurjón Oskarsson, Hjörleifur Guðmundsson og Rögnvaldur Þor- leifsson. Aftari röð: Halldóra Helgadóttir, Ásdís Björnsdóttir og Kristín Gestsdóttir. Ljósm. JJD insson. Hann kenndi þar tvo eða þrjá vetur en síðan kom nokkurt hlé í unglingakennsl- una í sveitinni. Barnakennsla hófst í nýjum skóla á Húsabakka 1955 en unglingakennsla hófst þar ekki fyrr en haustið 1959. Þá kenndi Hjörtur aftur unglingunum, og nú var komið á fót tveimur deildum unglinga, sem haldist hefur fram á þennan dag. Farkennsla unglinga Fyrir utan formlegt skólahald sem hreppur- inn á einhveren hátt stóð fyrir var unglingum kennt víða í sveitinni á styttri eða lengri námskeiðum af og til. Líklega var það mest fyrir frumkvæði, og á kostnað, foreldra. Um það eru heimildir gloppóttar, en eitthvað skal nefnt. Veturinn 1918-19 kenndi Þórarinn á Tjöm unglingum heima hjá sér og e.t.v. á Völlum líka. Og á Völlum kenndi Stefán Hallgríms- son frá Hrafnsstöðum unglingum veturinn 1919-20 og var meirihluti unglinganna frá Hofi og Völlum, m.a. Jón Jónsson, síðar unglingakennari. Seinni part vetrar 1931 var Júlíus Bogason frá Akureyri fenginn til að kenna unglingum í miðsveitinni. Hjónin á Völlum og Tjörn höfðu frumkvæði að því, til að undirbúa börn sín undir Menntaskólann á Akureyri, og var kennt á báðum bæjunum. Nokkrir unglingar úr nágrenni þeirra bæja nutu góðs af. Dagbjört á Grund mun eitthvað hafa kennt unglingum á Auðnum um 1936, Pálmi Jóhannsson sömuleiðis. Hallur Jó- hannesson kenndi unglingum, á Bakka, Hofi og e.t.v. víðar fyrir 1940. Á Hofi var ung- lingaskóli veturinn 1940-41 og var smalað saman unglingum af nálægum bæjum. Ingi- mar Oskarsson kenndi fyrri hluta vetrar og Ragnar Stefánsson frá Brimnesi seinni hlut- ann (ekki er ljóst hvort þetta var hluti af Unglingaskóla Svarfdæla sem þá starfaði ekki á Grund). Þetta var afskaplega fjörugur, skóli segir Gísli Jónsson. Ragnar kennari tók fullan þátt í leikjum unglinganna. Niðurstaða Nú væri gott að geta dregið einhverja heild- amiðurstöðu um frammistöðu Svarfdælinga á sviði unglingafræðslunnar, en raunar vant- ar mig þekkingu til að bera saman Við íandið í heild. Hér höfum við nefnt merka braut- ryðjendur meðal svarfdælskra skólamanna sem mörkuðu spor og vöktu áhuga sem lifði áfram. Segja má að unglingaskóli hafi starf- að reglulega í gamla Svarfaðardalshreppi frá 1934, á Dalvík yfirleitt í tveimur deildum (aldursflokkum). Á Dalvík kom fullgildur miðskóli strax með lögum um miðskóla 1946. í sveitinni var framan af öld allmikið um óreglulega farkennslu fyrir unglinga, síð- an starfaði unglingaskóli þar nokkuð reglu- lega (ein til tvær deildir) á tímabilinu 1936- 47, þ.e. áður en lög komu um skólaskyldu unglinga. Síðan reistu dalbúarnir heimavist- arskóla sem fljótlega hóf reglulega tveggja ára unglingakennslu, þ.e. frá 1959. Eg hygg að Svarfdælingar verði að teljast framarlega í unglingafræðslu miðað við al- menna þróun á landsbyggðinni. Og það er alveg víst að sem sveitahreppur stóð Svarf- aðardalshreppur (eftir skiptingu 1946) dug- lega að kennslumálum unglinga. Til saman- burðar er mér ekki kunnugt um neinn fastan unglingaskóla í öðrum sveitahreppum í Eyjafirði fyrr en komið var fram undir eða fram yfir 1970. Á 20. öld hafa margir Svarfdælingar geng- ið menntaveg, margs konar og mislangan. Þar hafa þeir notið nábýlis við Hólaskóla, Gagnfræðaskólann og seinna Menntaskól- ann á Akureyri, Laugaskóla og fleiri skóla. Öll hefur þessi skólaganga verið háð því að kostur hafi verið á undirstöðumenntun heima fyrir, ekki aðeins barnafræðslu heldur unglingafræðslu líka. Svarfdælingum virðist hafa verið það ljóst.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.