Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 15
NORÐURSLÓÐ —15
Myndatextar:
Til vinstri: Tíminn drepinn í matsal
Dalborgarinnar, frá vinstri: Auður
Kimberg, Svanfríður Jónasdóttir
höfundur frásagnarinnar og Sigrún
Friðriksdóttir.
Til hægri: Antonio málar nafnið á
kinnung Dalborgarinnar.
Að neðan til hægri: íslenski fáninn
loksins dreginn að hún á Dalborgu.
Svanfríður Jónasdóttir:
Þegar við sóttum
Dalborgina
- Kafli úr bókinni Ævintýri alþingismanna
Ein af jólabókunum í ár
er Ævintýri alþingis-
manna. í bókinni sem
gefin er út til styrktar
krabbameinssjúkum börnum
segja 13 alþingismenn frá at-
burðum sem á daga þeirra hafa
drifið. Meðal annarra segir
Svanfríður Jónasdóttir alþing-
ismaður frá því þegar Daiborg
EA 317 var sótt til Ítalíu árið
1977. Norðurslóð hefur fengið
heimild til að birta kafla úr
þessari frásögn. Svanfríður gerði
grein fyrir aðdraganda ferðar-
innar í upphafi:
Forsaga málsins var sú að Snorri
Snorrason, sem var frumkvöðull í
úthafsrækjuveiði á Islandi, hafði
verið að finna mið, þróa þessar
veiðar og veiðarfæri á bátum, svona
60-70 brt að stærð. Frá árinu 1975
hafði verið starfrækt rækjuverk-
smiðja og var veiði rækjubátanna,
sem ísuðu aflann um borð og lönd-
uðu á fárra daga fresti, unnin í verk-
smiðjunni. Það hafði lengi verið
draumur þeirra sem að þessu stóðu
að reyna að fá stærra skip sem gæti
sótt lengra og verið lengur að veið-
um og þá helst skip sem gæti líka
unnið aflann um borð. Það var vitað
að lengra úti voru möguleikar á
veiðum á mjög stórri rækju sem gat
átt allt aðra möguleika á mörkuðum
en minni rækjan sem kölluð er iðn-
aðarrækja í dag.
Því hafði verið unnið nokkuð
lengi í því að fá leyfi til að kaupa
almennilegt skip og niðurstaðan
varð sú að það var ákveðið að
kaupa skip frá Italíu, nánar tiltekið
frá Sardiníu, frá borg sem hét
Cagliari. Þetta skip hafði verið
notað við rækjuveiðar við strendur
Afrfku og var á söluskrá og hét þá
Lucia Garau en seljandinn bar eft-
imafnið Garau. Þetta skip var 39
m langt og á góðu verði svo það
var samþykkt hér heima að við
fengjum að kaupa þetta skip og
flytja það inn.
Lagt af stað
Þann 22. febrúar 1977 lagði hópur
frá Dalvík síðan af stað til að sækja
skipið. Þeir höfðu farið maðurinn
minn, Jóhann Antonsson sem var
framkvæmdastjóri Söltunarfélags
Dalvíkur sem rak rækjuvinnsluna,
og Snorri Snorrason skipstjóri,
ásamt tæknimönnum og skoðað
skipið nokkru áður, en nú var loks
komið að því að sækja það.
I hópnum sem fór til að sækja
skipið vom þessir: Snorri Snorra-
son aðaleigandi fyrirtækisins og
skipstjóri, eiginkona hans Anna
Bjömsdóttir, Helgi Jakobsson skip-
stjórnarmaður og eiginkona hans
Birna Kristjánsdóttir, Sveinn Jóns-
son vélstjóri og eiginkona hans
Auður Kimberg og Valur Harð-
arson vélstjóri og eiginkona hans
Sigrún Friðriksdóttir og svo mað-
urinn minn Jóhann Antonsson og
ég fékk að fljóta þama með.
Síðar í frásögninni segir Svan-
frfður:
Umhverfið í Cagliari var auð-
vitað nokkuð framandi fyrir okkur.
Borgin var samt ekki stór, svona á
stærð við Reykjavík og var byggð í
hæðum sem voru aflíðandi niður
að höfninni. Miðjarðarhafsborg
með höfnina sem hjarta og breið-
götu þar niðurfrá. Blómakonurnar
í hópnum höfðu orð á því að skrít-
ið væri að sjá, úti við götu, blóm í
risastærð sem þær höfðu kannski
verið að reyna með harmkvælum
að koma til heima í stofu. Það voru
ýmiss konar kaktusar, þykkblöð-
ungar og fleira sem ég kann ekki
að nefna. Ég hef ekki komið til
Cagliari síðan en þá var þetta borg
þar sem fólkið talaði fyrst og
fremst ítölsku og það var aðeins
hægt að bjarga sér á þýsku. Enska
var ekki mál þessarar borgar og
túrisminn hafði ekki hafið innreið
sína þar. Við þekktum heldur ekki
mikið til þeirrar menningar og
þeirra hefða sem þarna réðu ríkj-
um. Maturinn var auðvitað alveg
sérstök upplifun. Og það var skrít-
ið, jafnvel þreytandi, að fá aldrei
mat sem maður þekkti bragðið af
en ég kem betur að því seinna.
Við komumst sem sagt þama
niðureftir á einum degi og tékkuð-
um okkur inn á hótel sem hafði
verið pantað áður. Fljótlega flutt-
um við hinsvegar á ódýrara hótel
sem var í endurbyggingu við aðal-
götuna í borginni og nánast niðri
við höfnina. Hótelið hét því ágæta
nafni Hotel Moderno og þar vorum
við þangað til áhöfnin gat flutt um
borð í skipið sem við vorum að
kaupa. Hotel Moderno var í endur-
byggingu allan tímann sem við
vorum þar, með tilheyrandi ryki og
látum. Okkur leið samt vel þar
enda okkar annað heimili lengur
en okkur grunaði þegar við kom-
um okkur þar fyrir upphaflega.
Við Jóhann urðum eftir á hótel-
inu þegar áhöfnin flutti sig í
skipið, meðal annars vegna þess að
hann varð að vera einhvers staðar
þar sem hægt var að ná
símasambandi við hann og svo var
hann með alla þá peninga og
ferðatékka á sér sem þurfti fyrir
áhöfnina og til að kaupa það sem
þurfti til að losa skipið og koma
því til Danmerkur. Það voru ekki
kort eða önnur nútíma
þægilegheita bankaviðskipti árið
1977 og allan gjaldeyri þurfti að
bera á sér fyrir kost og annað sem
þurfti að kaupa og greiða fyrir.
Ráðnerra deyr
Tíminn sem það tók að losa skipið
reyndist þegar upp var staðið verða
sex vikur. Þeir voru reglulega í
beinu sambandi við Jóhann ítalski
skipasalinn og íslenski ræðismað-
urinn í Genúa. Þeir hringdu bæði
til að upplýsa okkur um gang mála
og eins til að fylgjast með okkur.
Mál þróuðust nefnilega þannig að
það varð ekki aðeins talsverður
dráttur á að afhenda skipið heldur
varð sá atburður einnig á þessu
tímabili að sjávarútvegsráðherra
Ítalíu dó.
Sardinía bjó við töluverða sjálf-
stjórn svo þarna var tvöfalt kerfi að
takast á við og það þurfti einnig að
fá uppáskrift ráðherra ítalska alls-
herjamkisins til að samþykkja
flutning á skipinu úr landi. Þegar
ráðherra dó, þá kom ný töf í okkur
mál því hann var ekki búinn að
ganga frá pappírunum fyrir okkur
og við það lengdist dvölin enn eða
í þessar sex vikur í stað tveggja að
hámarki eins og þetta var upphaf-
lega lagt upp.
Það reynir dálítið á hóp sem er
með ákveðnum hætti einangraður
þegar svona stendur á. I fyrsta lagi
var það tungumálið sem einangr-
aði okkur, því það var rétt hægt að
bjarga sér smávegis á þýsku en
enskan var varla töluð. Og síðan
var það þessi þrúgandi óvissa. Við
vissum aldrei hvað myndi gerast
eða hvenær og það liðu dagar og
vikur án þess að nokkur skapaður
hlutur gerðist, ekki neitt. Þetta var
bara ein allsherjar bið og það bætti
ekki úr að allir voru með skuld-
bindingar heima við og höfðu
reiknað með því að koma til Dan-
merkur innan þriggja vikna og
þaðan heim. Páll Ragnarsson frá
Siglingastofnun kom upphaflega
með okkur út til að sinna þeim
verkum sem Siglingastofnun sinn-
ir þegar skip eru tekin á íslenska
skipaskrá. Þegar vika var liðin fór
hann heim en var þá búinn að for-
vinna það sem hann gat og lét öðr-
um verkið eftir því hann gat ekki
verið lengur.
Erfitt að ná heim
Við vorum þarna fjórar af konun-
um með ung börn heima og þurft-
um að koma þeim í fóstur en feng-
um litlar sem engar fréttir af þeim.
Við urðum að venjast því að vera
bamalaus og lfka fréttalaus. Við
reyndum auðvitað að hringja heim
til að athuga með þau en síma-
samband var erfitt. Við urðum að
að bíða marga klukkutíma á sím-
stöð til að fá samband við Island
og ég man að í eitt skipti vildi ekki
betur til en svo að loks þegar það
kom þá vildi ekki betur til en svo
að við fengum vitlaust númer. Við
lentum á barnaheimilinu Steina-
hlíð hérna í Reykjavík en ekki
norður á Dalvík eins og við ætl-
uðum og við vorum lengi með
eitthvert bam í símanum sem
skildi ekkert hvað við vildum.
Þetta er eitt dæmi um það
hversu mikil einangrun þetta var
og hversu erfið. Samband okkar
við umheiminn var í gegnum ræð-
ismanninn og skipasalann. Þetta
var endalaus, tíðindalítil bið og þar
af leiðandi dálítið sérkennilegur
tími. Ef við hefðum vitað fyrirfram
hversu langur tíminn yrði, hefðum
við áræðanlega undirbúið okkur
og hegðað okkur öðruvísi. Tíminn
nýtist líka sérkennilega, eða
kannski má segja að hann nýtist
ekki, þegar beðið er eftir fréttum
dag eftir dag og oftast eru þær eng-
ar. Við gátum ekki keypt bækur
eða blöð á ensku þarna en ég var
svo heppin að vera með þykka bók
eftir John Steinbeck með mér, East
ofEden. Þá var hvorki búið að gera
myndaflokkinn um hana né heldur
búið að þýða hana á íslensku. Ég
held að ég hafi enga bók lesið jafn
nákvæmlega eða spáð jafn mikið í
og þessa og mér fannst alveg ótrú-
lega mikill og djúpur boðskapur í
henni. Ég hafði nægan tíma til að
velta mér upp úr henni og segja frá
henni því ég sagði Jóhanni alltaf
frá reglulega frá því hvað bókin og
söguhetjur hennar voru að fást við
og reyndi að skilja hvers vegna.
Vegna þessa hefur mér líklega
ekki fundist íslenska þýðingin vera
nógu góð, en ég las hana af forvitni
þegar hún kom út. Mér fannst
vanta alla dýpti í hana, en það var
auðvitað vegna þess hve ég hafði
haft gott næði til að velta mér upp
úr bókinn og spá í hana.
Maturinn var ævintýri
Það var ævintýri að kynnast ítalska
matnum, eða öllu heldur þeim ít-
alsk/sardiníska. Páll Ragnarsson
kenndi okkur hjónunum að drekka
Cappucino fyrsta kvöldið en þá
hafði orðspor þess drykkjar ekki
enn borist til íslands, hvað þá að
menn gætu farið út í búð og keypt
sér Cappucino. Við nutum þess að
það var búið að leiða okkur í þann
sannleik hvað Cappucino var gott,
kannski ofurlítið öðruvísi en við
eigum að venjast. Mér finnst eins
og kaffið hafi verið sterkara og í
því mikill sykur og svo heit mjólk
auðvitað.
Pizzur voru ekki til á íslandi á
þessum tíma og þær voru heldur
ekki mjög algengar þarna. Ég sá
þær þó í aðalgötunni en það var
eini staðurinn sem virtist hægt var
að kaupa þær.
Við Islendingarnir þekktum
ekkert pasta nema spaghetti og svo
makkarónur sem við þekktum að-
allega úr mjólkurgrautum. Að öðru
leyti var þessi matur okkur full-
komlega framandi og það tók okk-
ur langan tíma bara að átta okkur á
því hvað var í boði því allir mat-
seðlar voru á ítölsku. Hvorki þýska
né enska. Aður en við fórum út
hafði ég keypt einu ítölsku orða-
bókina sem ég fann en það var
pínulítil orðabók á ensku og ít-
ölsku. Hún kom að nokkru gagni
þegar við vorum að bjarga okkur í
sambandi við matinn en að öðru
leyti lærðum við smám saman
hvað var hvað. Við lærðum að
Antipasti di mare, var eitthvað úr
sjávarríkinu en það var forréttur
sem var mjög vinsæll og í voru
kolkrabbar og ýmislegt fleira úr
hafinu. Þetta var marinerað og lag-
aði sig ekki beint að okkar íslenska
smekk, jafnvel þó við værum vön
ýmsum hlutum kindarinnar uppúr
súr. Okkur fannst þetta ekki mjög
gott. Ég hugsa að mér þætti þetta
ljúffengt í dag en þá var þetta svo
framandi. Það var ýmislegt sem
við vorum að smakka og leggja
okkur til munns sem við höfðum
aldrei séð eða vissum hvað var því
ítalska eldhúsið var ekki búið að
leggja^ ísland að fótum sér í þá
daga. í dag væri þetta gourmet æv-
intýri en þess í stað vorum við á
þessum tíma gjarnan að leita að
einhverju sem við könnuðumst við
en lentum gjarnan bara á einhverju
sem var algerlega ókunnugt. Það
átti við bæði um grænmetið og
kjötið, allt var þetta jafn framandi
því þó þeir rækti t.d. sauðfé er það
meðhöndlað og eldað öðruvísi.
Þegar áhöfnin var flutt um borð
fórum við að kaupa í matinn og
elda um borð og þá var þetta held-
ur aðgengilegra því við vissum þó
oftast hvaða hráefni voru í matnum
þó okkar ágætu kokkum tækist
ekki endilega að ná hinu sérís-
lenska bragði eða áferð. Ég man
eftir því að við Jóhann gengum á
hverjum morgni frá hótelinu og
niður á höfn, niður að skipi og
uppgötvuðum þá einhvern tíma á
leiðinni kaffihús í hliðargötu. Það
seldi te, venjulegt English break-
fast te og berlínarbollur sem maður
þekkti þá frá Norður-Evrópu.