Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ íslendingar við messu í Nígeríu líins <>}> fram kom í grein Jó- hanns Antonssonar í síóasta blaði ætlaði liann að gera Ní}>- eríuferð á vegum l iskmiðlun- ar Norðurlands hetri skil. Ve)>na plássleysis bíðiir það hetri tíma en hér eru tvær inyndir af þátttiiku lslendin}>- anna í messuhaldi í Aba í Níg- eríu. A stærri myndinni eru |>eir meðal harna í sunnudaga- skóla en á þeirri minni í kirk.ju sem þarna er verið að reisa. Barnamessan fór fram í ný- hyggingunni en hin athiifnin undir hárujárnsþaki. Áætlun Ferðafélags Svarfdæla árið 2000 1. janúar Stekkjarhús - árleg gönguskíðaferð frá Kóngsstöðum í Stekkjarhús. 5. febrúar Hrísahöfði-Hálshorn 4. mars Hamar -Hofsá 1. apríl Reistará-Árskógur 29. apríl Tungnahryggur - vélsleðar og skfði 6.-7. maí Greni vík-Gi 1-Greni vík 23. júní Jónsmessuganga í Lokugarnir l.júlí Fjölskylduferð í Hrísey 29. júlí Dýjafjallshnjúkur 12.-13. ágúst Tungnahryggur 2. september Karlsárdalur-Sauðdalur, um Vikið 7. október Haustlitaferð um Kóngsstaðaháls Dalvíkurbyggð Húsaleigubætur Samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/ 1997 eru húsaleigubætur ætlaðar til lækkunar húsnæðiskostnaðar tekjulágra leigjenda og til að draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði. Sækja skal um húsaleigubætur fyrir hvert alman- aksár og gildir umsóknin til áramóta. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist eigi síðar en 15. dag umsóknarmánaðar og eru bæturnar greidd- ar út eftirá. Skilyrði fyrir því að fólk njóti húsaleigubóta eru m.a. eftirfarandi: Að umsækjandi hafi lögheimili í Dalvíkurbyggð. Að umsækjandi hafi þinglýstan húsaleigusamn- ing til a.m.k. sex mánaða. Að umsækjandi leigi íbúð, en ekki einstaklings- herbergi. Þeir sem leigja húsnæði eru því hvattir til að afla sér upplýsinga um rétt sinn til húsaleigubóta. Núverandi móttakendur húsaleigubóta eru minntir á að umsóknir um húsaleigubætur eru fyrir hvert almanaksár og gilda til áramóta. Hygg- ist umsækenndur njóta bóta á árinu 2000 ber að endurnýja umsóknir fyrir 20.01.2000. Upplýsingar og umsóknarblöð er hægt að fá á skrifstofu sveitarfélagsins og hjá undirrituðum. Dalvíkurbyggð í desember 1999 Félagsmálastjóri Dalvíkurbyggðar Ferðafélag Svarfdæla hefur sent frá sér áætlun sína og er hún birt hér til hliðar. Nánari upplýsingar um ferðirn- ar veita Osk Jórunn í síma 466- 3273, Dóra í síma 466-1575, Hjör- leifur í síma 466-3370, Gunnhildur í síma 466-1030 og Brynjólfur í síma 466-1663. Geta má þess í framhjáhlaupi að stofnaður hefur verið Samstarfs- hópur um merkingar gönguleiða á Tröllaskaga sem í eiga sæti fulltrú- ar ferðafélaga og sveitarfélaga í grenndinni, bæði úr Eyjafirði og Skagafirði. Hlutverk hans og ætlun er að samræma merkingu göngu- leiða og kortagerð á svæðinu og beita sér fyrir átaki á því sviði. Ásetningur 12% fækkun mjólkurkúa Asetningur í Svarfaðardalshreppi hinum forna nú í haust var sem hér segir: 1999 1998 fjölgun/fækkun Mjólkurkýr 723 821 -98 Kvígur 1 árs og eldri 352 336 +16 Geldneyti 1 árs og eldri 99 70 +19 Kvígukálfar 1 árs og yngri 285 290 -5 Nautkálfar 1 árs og yngri 2 120 -58 Ær 1.210 1.156 +54 Hrútar 58 54 +4 Lambgimbrar 188 301 -103 Lambhrútar og geldingar 36 34 +2 Geitur og lífkið 9 16 +3 Hestar 93 96 +3 Trippi 49 63 -14 Folöld 17 21 -4 Varphænsni 3.630 3.420 +210 Aliminkar, læður 1.050 800 +250 Aliminkar, högnar 150 100 +50 Alirefir, læður 100 100 0 Alirefir, steggir 20 25 -5 Kanínur 10 10 0 Heyforði 3.051.979 fóðureiningar (Þaraf: 163.958 f.e. hey frá fyrra ári) Heyþörf 3.031.950 fóðureiningar Mismunur 20.029 fóðureiningar Síðastliðið sumar var afleitt til heyskapar eins og alþjóð veit, lítil hey og einstaklega erfið tíð. Það skyldi því engan undra að ekki er sett- ur á vetur sami fjöldi búfjár og þegar betur hefur árað. Bændur fækka geldneytum og trippum og setja færri lömb á vetur. Ánum hefur að vísu fjölgað en það eru jú væntanlega lömbin frá því í fyrra sem keypt voru hingað. Stóru tíðindin við þennan ásetning er fækkun kúa í hreppnum um 12%. Frá því Norðurslóð hóf göngu sína fyrir 22 árum hafa kýr í hreppnum verið um og yfir 800 og upp undir 900 þegar mest var 1985. Aldrei hefur þeim fækkað niður fyrir 800 fyrr en nú. Hversu illa sem árað hefur hafa bændur haldið í kýmar og þess vegna hefur fjöldi þeirra verið stöðugur hvað sem á hefur gengið. Fækkun búa hefur hingað til ekki haft í för með sér fækkun kúa í dalnum því jafnhliða fækkun hafa þau kúabú sem eftir standa stækkað. Nú ber hins vegar nýrra við. Að einhverju leyti skýrist þetta bakslag af litlum heyfeng, því þrátt fyrir mikinn niðurskurð gerir heyfengur ekki meira en svo að mæta þörfinni. Þá hefur kúafjöldi undanfarin ár e.t.v. verið meiri en þörf var á því stórir mjólkurframleiðendur hafa verið að fjölga kúm verulega. En fyrst og fremst liggur skýringin í því að tvö kúabú, Hofsárkot og Syðra-Hvarf, lögðu upp laupana á síðasta ári. Síðasti bæjarstjórnarfundur á öldinni Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar kemur saman til síðasta fundar á þessari öld þriðjudaginn 14. desember nk. Á fundinum verður til fyrri um- ræðu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2000. Að sögn Rögnvaldar Skíða Friðbjömssonar bæjarstjóra hefur undirbúningur fjárhagsáætlunarinnar gengið vel og var í upphafi lagt af stað með það markmið að rekstur sveit- arfélagsins yrði ekki meiri en 83% af tekjum. Sagði hann að áætlunin bæri merki þess að bæjarfélagið hefði staðið í miklum framkvæmdum og að ráðgert væri að greiða niður skuldir á næsta ári. Horft til baka -Annó 1999 Hér skal hefja hugarflug og horft til baka afrek hennar engin skilur yfir löngu liðna daga œðstu gildin þögnin hylur. Hfsform sem er hoifin saga. Vandamálm viku þegar vorsins gróður Gamalreyndir grannt nú þrœða grónar slóðir teygði sig til allra átta eyðibýlin aftur heita óðalsbú hér upp til sveita. enn við komu bjartra nátta. Líkt var þá sem lífið vekti lofsöngstóna Þar á bœ var búskapurinn basl ífyrstu vetur þegar vék að nýju Þó var ágætt þar að vera Þar var alltafnóg að gera. og vorið kom með sól og hlýju. Ljúft er hér að leiða hug til liðins tíma Sífrjó var þá sveitamennt og sómi löngum oft þó vœri fœðuforðinn menn þá vildu sitja að sínu sjálfráðir án lánsfjárpínu. frekar rýr að vori orðinn. A veturna í vefstól skyldu vaðmál ofin Að afla heyja afrek var má óhœtt telja rœktað land var rýrt tilfanga UII í heild var heimaunnin regnsöm sumur þrautaganga. úr hrosshári var þráður spunnin. Þeir sem liartnœr heila öld nú hafa lifað Annasamt var allajafna alla daga lifað hafa tvenna tíma amboð þurfti að endurnýja títt viðfátœkt hörð var glíma. engin mátti afhólmi flýja. Heill sé þeim sem halda tryggð við heiðarbýlin Otfog hrífa ennþá voru óskatœkin byggðu að nýju hagar hendur Hátt ber enn í hugskotsmyndum húsakost sem hér nú stendur. hrífuhaus með brúnbrístindum. Vormenn Islands viku ei afvarðstöð sinni Flestum leiddust fjósverkin ogfyrirlitu óðalssetur upp til sveita mjólka kýr og mokaflórinn milt þó syngi útvarpskórinn. eru tákn sem metnað veita. Öldin sem í örbirgð reis í auðlegð kveður. Byrðar allar búandhjónin báru saman Því skal Guði þakkir gjalda liúsfrúin stóð honum nœrri hennar hlutur oft var stœrri. það skal lífœð allra alda Otilh’ödd varfús að fœra fórnir stórar Jóhann Sigurðsson Fæddur árið 1910 á Göngustöðum í Svarfaðardal.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.