Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 24
Þorsteinn Skaftason
Hvað heita
hnjúkarnir?
Tjarnholahnjukar
Ytri Syðri Hreiðarstaðafjall
Kerling
Stóll
Lainbqrhnjukur
Lágafjall
Rimat
Hamrahnjukur
Gloppuhnjúkur
Krosshólshn'júkur
Stapar
Hestur
Skipahnjúkur
Hvarfshnjúkur
Holárdalsfjall
Holárhnjúkur
Te,gartja" Háuskálarhnjúkur
Kistutjall
Hadegishnjúkur
I Hnúta
Burfellshyrna
Grjótárdalshnjúkur
Rauöuhnjukai
Almenningsfjall
Heioinnamannafjall
Biekkili
Ljósmy4síí: Mlts. 28. apríl 1989
á er komið að enn einni örnefnamyndinni en þó
með nokkuð öðrum hætti en áður. Að þessu sinni
hefur verið valið að skrá aðeins nöfn hæstu fjalla
og tinda í Svarfaðardal og Skíðadal, frá því sjónar-
homi sem blasir við þeim sem staddir eru á Dal-
vík. Langflest þessi fjöll sjást af veginum skammt norðan við
Dalvík. Myndin er hinsvegar tekin af Mats Wibe Lund úr
flugvél yfir túninu á Karlsá. Eins og áður er á minnst er hérna
oftast aðeins getið nafna hæstu hnjúka og sem dæmi má
nefna Holárhnjúk sem er samkvæmt ömefnaskráningu að-
eins nafnið á hæsta tindi fjallsins næst Holárkoti en nafn
fjallsins alls og það sem mest er notað daglega, Holárfjall.
Örnefni breytast í tímans rás og ekki eru menn alltaf sam-
mála um nöfnin eins og dæmin sanna og svo mun kannski
einnig vera í þessu tilfelli. í Örnefnalýsingu fyrir Gljúfur-
árkot er ekkert minnst á Heiðinnamannafjall en nafn fjalls-
ins er þar Litlafjall og heimildir mínar úr Skíðadal segja mér
að það nafn hafi verið meira notað og sé áreiðanlega eldra.
Nafnið Kóngur hefur verið notað um Gloppuhjúk, eða
Kóngurinn í Gloppunni og Gloppuhnjúkar hafa þá hnjúk-
amir verið nefndir sem eru í suðvestur frá Kónginum
(Gloppuhnjúk). Hamrahnjúkur hefur oft verið nefndur
Þverárhnjúkur af þeim sem fjær bjuggu fjallinu en Hamra-
hnjúkur af heimamönnum.
Háuskálarhnjúkur hefur líka verið kallaður Presta-
hnjúkur. Einnig má nefna Búrfellshyrnu sem líka er nefnd
Hæringstaðahyrna þó Búrfellshyrna virðist meira notað og
alltaf notað í þeim rituðu heimildum sem ég hef séð. Ég ætla
ekki að hafa þessi orð fleiri að sinni þó margt fleira mætti
segja um þessi fjallanöfn, en gaman væri að heyra frá þeim
sem hafa einhverju við þetta að bæta eða þá einhverjar at-
hugasemdir.
Þorsteinn Skaftason
ALDARREIÐ
er saga hestamennsku og hesta-
manna í Svarfaðardal og á Dalvík á
20. öld, prýdd fjölda ljósmynda.
Höfundinum, Þórarni Hjartarsyni,
tekst listavel að segja þessa sögu.
Um það eru gagnrýnendur
sammála.
„Þórarinn er feikna góður sögumaður
... Þó umfjöllunarefnið séu menn og
hross í Svarfaðardal ættu allir hesta-
menn að hafa gagn og gaman af
þessari bók.“
Hjalti Jón Sveinsson, DV
17. nóvember 1999
i*ókaki\\ ii.i\ia\Kso\
AfDARREio
".SÍÍ&
„...oft bráðskemmtilegur lestur ... aldrei
verður frásögn þurr eða leiðigjörn."
Sigurjón Björnsson, Morgunblaðinu
25. nóvember 1999.
..... góð heimild um gróskumikinn
hrossabúskap og hrossarækt Svarfdælinga...
Þórður Ingimarsson, Vikudegi,
28. október 1999.
Bókaútgáfan
Hólar
Pöntunarsímar 462-2515, 557-9215
Óskurn viðskiptavinum okkaroj landsmönnum öllum cjleðilejra jóla oj jarsceldar á nýju ári.
Mlnet
Pósthólf 50 • 620 Dalvík • Sími 460 5000 • Fax 460 5001 • Heimasíða www.saeplast.is