Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi: Rimar ehf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini. Sími 466-3370.
Netfang: hjhj@ismennt.is
Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: joant@centrum.is
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 466-1555
Tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Reykjavík. Netfang: throsth @ isholf.is
Prentun: NORÐAN TVEIR Akureyri • S. 461 4522
María
Móðir Guðs eg mœni á þig
mitt er sollið hjarta.
Bið eg þig að blessa mig
benda mér áfæran stig.
I Ijóma þínum leyfðu mér að skarta
í Ijómanum þínum lát mitt hjarta skarta.
Syni þínum, sem mér gaf
siðareglu hreina.
Honum sem sínu holdi af
heiminum kœrleiksfórnir gaf
Segðu honum óskina mína eina
segðu hjartans óskina mína eina.
Vil eg, þar sem gullblóm grœr
götuna mínafinna
Hjálpa mér til þess helga mœr
hjartað meðan í mér slœr
í kærleikanum kunni eg að vinna,
í hreinum kœrleik kunni eg að vinna.
Ingibjörg Bjarnadóttir
Gert á aðventu 1998
TímamóT
Brúðkaup og skírn
Gefin voru saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju þann 27. nóvember
Helga Rún Traustadóttir (Þorsteinssonar) og Jóhann Gunnar
Jóhannsson, til heimilis að Snægili 28 Akureyri. I þeirri sömu at-
höfn var skírð dóttir þeirrra, Kristín Aðalheiður.
Þann 13. desem-
ber varð sjötugur
Jóhannes
Arskóg,
Smáravegi 9,
Dalvík.
Afmæli
Þann 14. desem-
ber varð sjötugur
Stefán K.
Arnþórsson,
Karlsbraut 21,
Dalvík.
Þann 24. desem-
ber verður 100
ára Guðrún
Björnsdóttir, nú
til heimilis að
Dalbæ, Dalvfk.
Jólahug-
leiðing
„Verið óhrœdd því sjá eg boða yður mikinn fögnuð
sem veitast mun öllum lýðum, þvíyður er í dagfrelsari
fœddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. “
Lúk. 2:10-12
Fæðing þessa bams var tímamótaviðburður í sögu
mannkyns. Barn fæðist inn á jörðina, lítil yndis-
leg vera, svo fögur svo hrein, svo fullkomin, eins
og nýfædd börn eru. Þessi sonur Guðs Alföður, átti
eftir, með lífi sínu og kenningu, að gjörbreyta viðhorfi
milljóna manna, ekki aðeins til lífs og dauða heldur
líka til grunnþátta mannlegra samskifta. Og þessi gjöf,
þessi kenning munhalda gildi sínu um aldir alda.
Okkur tekst misvel að feta þann veg sem Meistar-
inn benti á, svo margbreytileg sem við erum að allri
innri gerð. „Leitið og þér munuð finna,“ sagði hann.
Finna, hvað átti hann við, átti hann við að við ættum
að ganga á heimsenda til að finna ljós og frið, eða
svokölluð lífsgæði? eða átti hann við að menn skyldu
skoða í eigin barm? Mannssálin er svo víðfeðm, þar
eru margar vistarverur, sem okkur er holt að skoða
með íhygli. Sú skoðun á að geta fært okkur hamingju
og innri frið, ef við gætum látið okkur skiljast, hversu
stórkostleg gjöf lífið er. Þó enginn viti með vissu hvað
Jesú sagði - nákvæmlega - og hvað hefur breyst í
meðförum manna í aldanna rás, er það staðreynd að
við sem segjumst vera kristin, eigum engan dýrmætari
sjóð, en kenningar hans sem geymdar eru í Bíblíunni.
„Það sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér
og þeim gjöra“, er þetta ekki stórkostlegur vegvísir,
væri ekki himnaríki á jörð ef fólki tækist að fara eftir
þessu? Og hvílík náðargjöf þessi fæðing.
Islendingar réðu engu um það hvenær árs fæðingar-
hátíðin skyldi haldin, en er það ekki merkilegt að þessi
hátíðskuli hafa verið tímasett einmitt þegar dagurinn
er stystur og myrkrið mest hjá okkur. Öll ljósin, gleðin
og velvildin sem jólunum fylgir styttir okkur svo
skammdegið. Hafið þið hugleitt hvemig jólahátíðin
yrði, ef hún væri haldin um Jónsmessuleytið og hvem-
ig skammdegið yrði ef engin jól væru. Fólk talar um
gjafaflóð, vissulega er það gengið út í öfgar sumstaðar
og of lítið á öðrum stöðum. Menn verða sjálfir að
ákveða hvernig það er haft, og svo ræðst það af ytri að-
stæðum. En er ekki bros, hlýleg orð, heimsóknir
kveðjur og óskir um gleðileg jól líka gjafir, þær geta
allir gefið. Stærsta gjöfin verður alltaf fæðing bams-
ins okkar. Þetta líf sem er eilíft kraftaverk.
Gefum okkur tíma til að taka við og njóta þessarar
gjafar, skoða hana frá eins mörgum hliðum og okkur
er unnt. Finna lífsspekina, kærleikann og friðinn sem
hún færir okkur. Það er enginn staddur á svo skugga-
legum stað í tilverunni, að ljós kærleikans komist ekki
inn, ef fólk vill bara opna og hleypa því að.
Gleðileg jól.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Gnúpufelli, Eyjafirði
Fiðlarinn afDalvík
William Butler Yeats
Þýðing: Karl ísfeld
Ég er fiðlarinn frœgi afDalvík,
sem fleka kristninnar börn.
Minnfaðir er prestur í Fljótum,
frœndi messar á Tjörn.
Minn geistlegifaðir ogfrœndi
flytja sín bænamál.
En samtímis svellandi danslög
syng ég í Hvanneyrarskál.
Loksförum viðfrœndi til herrans
aðfala þar sœluvist.
Þá brosir hann að okkur öllum,
en afgreiðir mig samtfyrst.
Því gleðin er göfugs aðal
og gœfan fylgimey hans.
Og fiðlan er ungs manns yndi,
og unaður hans er dans.
Og englar og útvaldir hrópa
í uppsölum himnaranns.
„Þarna erfiðlarinnfrœgi afDalvík
ogfimlega stíga þeir dans.
Þýðing þessi á ljóði Yeats er úr ljóðabók sem Karl
ísfeld sendi frá sér 1946. Nefnist hún „Svartar morg-
unfrúr“ og hefur að geyma bæði þýðingar og frumort
ljóð. Karl ísfeld fæddist árið 1906 að Sandi í
Aðaldal, systursonur Guðmundar Friðjónsson-
ar skálds. Hann gaf út nokkrar ljóðabækur og
smásögur en þekktastur er hann fyrir þýðingar
sínar. Hann var einn afkastamesti bókmennta-
þýðandi landsins fyrr og síðar og liggja eftir
hann þýðingar á stórmennum á borð við Hem-
ingway, Steinbeck, Dumas, Dickens, Somerset
Maugham og þannig mætti lengi telja. Þýðing
hans á ævintýrium góða dátans Svejk er mörg-
um hugstæð og þessa dagana er verið að lesa
upp í ríkisútvarpinu eitt af stórvirkjum hans;
þýðinguna á finnska þjóðkvæðinu Kalevala.
Ástæða þess að Karl staðfærir kvæði Yeats til
Dalvíkur er sjálfsagt ekki önnur en sú að á frummál-
inu heitir kvæðið „The fiddler of Dooney" og Dalvík
er altént tveggja atkvæða bæjarheiti sem byrjar á d. I
það minnsta mun enginn afburða fiðluleikari hafa
komið frá Dalvík á fimmta áratugnum. í frumtextan-
um heita Fljótin hins vegar Kilvamet og Tjörn heitir
hvorki meira né minna en Mocharabuiee.
... My cousin is priest in Kilvarnet,
My brother in Mocharabuiee...
Þó vitum við til þess að Karl ísfeld muni hafa ver-
ið einn af kostgöngurum Sesselju Eldjám meðan
hann gekk í Menntaskólann á Akureyri. Þær systur
Imba og Sella leigði menntaskólapiltum löngum
herbergi og höfðu þá í fæði. Héldu piltar þessir
mikilli tryggð við þær systur jafnan upp frá því. Vera
má að þau kynni að hafa haft þessi áhrif á þýðing-
una.
Karl ísfeld.
Norðurslóð árnar heilla.