Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Danskur teiknari í Eyjafírði Teiknaði lands- lag íslendinga- sagnanna Myndir þessar af Stólnum í Svarfaðardal og Hraundröngum í Öxnadal eru pennateikningar eftir danska málarann Johannes Larsen frá árinu 1930. Á þessar slóðir var málarinn kominn vegna myndskreytinga hans á úrvali ís- lendingasagna sem kom út í Dan- mörku á árunum 1930-32. Tvö sumur, 1927 og 1930, ferðaðist hann um ísland, að nokkru á bíl en þó meira ríðandi. Hann teiknaði ekki persónur Islend- ingasagna heldur það landslag sem var sögusvið þeirra og stóð þarna óbreytt. Þar á meðal var 9 fi - iy ífmKf-...... ' L ^ 4 í\ / £aá erw efefe/ 6ar« rithöfundar sem meera hesta í verkum sínum eins ogþessi myndLouisu Matthíasdóttur er til vitnis um. Bókmenntagetraun Norðurslóðar Hestur er nefndur En hver er knapinn? Bókmenntagetraun Norðurslóðar tengist að þessu sinni hestamennsku. Hestar hafa jafnan skipað veigamikinn sess í bókmenntum heimsins. íslenskum skáldum er hesturinn einstaklega hugleikið yrkisefni enda hafa mörg þjóðskáld ort fallega um reiðskjóta sína. Getraunin felst að þessu sinni í því að nefndur er til skjalanna hestur og er þá ykkar, lesendur góðir, að þekkja við hvaða hest er átt og nefna til skjalanna knapann (sem í mörgum tilvikum er skáldið sjálft) og hvert bókmenntaverkið (sagan eða kvæðið) er sem vitnað er til. Tökum dæmi. Hestur er nefndur Sleipnir - knapinn er að sjálfsögðu Óðinn og bókmenntaverkið væri þá e.t.v. Gylfaginning Snorra Sturlusonar. 1. Kópur 2. Léttir 3. Grani 4. Baldur 5. Löpp Og botnið þið nú! 6. Vakri-Skjóni 7. Sörli 8. Freyfaxi 9. Gamli sorrí Gráni 10. Skjóna Fyrri partar Eftir jólin oftast nær Aramótin verða Víst er úti veður blítt Varla snjór á fjöllum. myndin úr Svarfaðardal en ekki kom hún í verkinu þar sem ekki varð af útgáfu neinnar svarf- dælskrar sögu. Johannes Larsen (1867-1961) var með þekktustu listamönnum Dana um sína daga, sem málari, teiknari og grafíker. Heimabær hans var Kerteminde á Fjóni, hann sótti myndefni sitt í þann bæ og næsta nágrenni, alveg sér- staklega ströndina með sitt ríka fuglalíf. Auk annars fékkst hann við skreytingar stássbygginga og einnig myndskreytingar bóka. Árið 1999 kom sonarsonur málarans, Jens S. Larsen, í heim- sókn. Hann setti upp sýningar á myndum afa síns, í Reykjavík og á Akureyri. Þá kom hann einnig út í Svarfaðardal. Með í för voru vinafólk hans, Hans og Vibeke N0rgárd Nielsen frá smábænum Nim á Jótlandi. Vibeke var þá þegar kunnug hér, upphaflega gegnum Einar Petersen á Kleif í Þorvaldsdal, en kynntist síðan Eddu Jensen frá Rauðuvík og fleiri Árskógsstrendingum. Sá vinskapur þróaðist m.a. upp í gagnkvæmar heimsóknir kirkju- kóranna af Nim og Árskógs- strönd. Síðan hafa þau Vibeke og Hans í Nim kynnst Kristjáni og Kristjönu frá Tjörn sem nú búa í Árósum. Þau Vibeke og Hans sendu Norðurslóð þessar teikningar eftir Johannes Larsen, og með þeim brot úr dagbók hans úr ís- landsförinni 1930. Þar segir hann frá gistingu sinni á Völlum í Svarfaðardal, en þaðan teiknaði hann Stólinn. Þar kemur fram að bílfær vegur er hálfnaður frá Ak- ureyri um þetta leyti. Ennfremur er ljóst að listamaðurinn hefur verið mjög vakandi fyrir fuglalífi og séð m.a.s. mjög fáséðan fugl hér um slóðir, krossnef. Lítum að endingu á þessa glefsu úr dagbók Johannes Larsen. 23. ágúst. Skýjað, sólskin. Ek með Ágústi í Fagraskóg og fæ þaðan hesta út í Velli í Svarfaðardal. Svartbakur og æðarfuglar í þyrpingum á firðinum. Teikna þúfutittling, maríuerlu, smyril. Teikna fjallið Stólinn, borða kvöldverð og gisti á prestsetrinu að Völlum. Fagur dalur. Falleg trékirkja frá fimmta áratugnum, vel viðhaldin eins og íbúðarhúsið. Hlaðið stórt. Skýj- að er á leið daginn. 24. ágúst. Sunnudagur. Teikna frá kl. 6 og fram að morg- unmat. Þegar við leggjum af stað með prófastinum sem á að messa í Hrísey kemur krossnef- ur, rauður L. curvirostra, og sest í runna og birkitré við kirkjuna, flýgur burt en snýr stax aftur á sama stað. Við borðum súpu, nautakjöt og rófur í hádegismat og ríðum svo til Þorvaldsdals þar sem ég teikna, þá í Fagraskóg og drekkum þar kaffi en keyrum síðan í Bægisá þar sem ég teikna Öxnadal. Þ. Hj. Tveir nýir diskar Komin er út ný geislaplata með upptökum af söng Gests Guðmundssonar frá Gull- bringu og síðar Karlsá. Upptök- urnar eru flestar frá árunum 1963 til 1970. Þá eru á plötunni nýlegar upptökur á lögum eftir Gest sungnum af Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps sem Gestur stjórnaði um árabil, einnig af Svönu B. Karlsdóttur og af Gesti sjálfum. Diskurinn verður til sölu í Úrvali á Dalvík og hjá Friðriki Friðrikssyni, í Reykja- vík hjá Kára Gestssyni og Brynju Grétarsdóttur og hjá Gesti sjálf- um á Blönduósi. Og meira af plötuútgáfu. Hljómsveitin Hundur í óskilum hefur sent frá fér nýja hljómplötu. Hljómsveitina skipa þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson og hafa þeir til margra ára haldið uppi allsérstæðum tónlistarflutningi víða um lönd. Platan er öll tekin upp á einum tónleikum sem hljómsveitin hélt í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit í júní í sumar. Hún er til sölu í öllum betri hljómplötuverslunum en einnig má nálgast hana í Úrvali og svo heima hjá hljómsveitarmeðlim- um. Um síðustu helgi opnaði Stefán Björnsson myndlist- arsýningun í Ráðhúsinu á Dal- vík. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni á mörkum skúlptúrs og málverks. Stefán hefur um árabil gælt við mynd- listina en ekki fengist mikið um að sýna verk sín. Sýningin mun standa út árið í það minnsta og eru myndirnar allar til sölu. Tónleikar Karlakórs Dalvíkur Karlakór Dalvíkur heldur ár- lega jólatónleika sína föstu- dagskvöldio 27. desember. kl 20:30. Ásamt kórnum koma fram tréblásararnir Vigdís Klara Aradóttir og Guido Böumer og harmónikkuleik- arinn Kristof Olczek. Stiórn- andi Kqrlakórsins er Óuð- mundur Óli Gunnarsson. Sendum viðskiptavinum okkar og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári Happdrætti Háskóla íslands vænlegast til vinnings! Umboðið á Dalvík: Röðull - Kristján Ólafsson - Hafnarbraut 5 - S. 466 1434

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.