Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 kaupmaður, afi Friðþjófs, hafði byggt. Tóti byggði síðan fjós ofan við Bjarnarhól. Síðar fékk Steingrímur í Grímsnesi að byggja við hlöðuna sem Þor- steinn hafði byggt og þar við fjós og reyndar smíðahús sem Jón faðir Steingríms hafði afnot af. Þeir Bjarnarhólsmenn fluttu síð- ar fjárhúsið og hlöðuna upp á tún sem var talsvert sunnar en fjárhúsahverfið. Fjölgar við fjárskiptin Haustið 1949 var allt sauðfé skorið niður í Svarfaðardal og fjárskipti áttu sér stað. Eftir fjár- skiptin jókst fjárbúskapur tals- vert í hverfinu. Bongi og Guji Loftssynir höfðu skömmu fyrir fjárskiptin flutt úr Böggvisstöð- um og niður á Dalvík og byggðu fljótlega fjárhús norðan við Sig- urjón í neðstu línunni. Þeir voru alla tíð býsna umsvifamiklir í sínum búrekstri. Páll Friðfinns- son byggði myndarleg fjárhús sunnan við Sigurjón og það voru án efa veglegustu byggingarnar í hverfinu. Eftir að Páll dó var Gunnar sonur hans með kindur í húsinu. Síðar átti svo Sævaldur í Runni þessi fjárhús og var þar bæði með kindur og hesta. Um tíma var Jói í Arnarhóli með hænsni í kofa við þessi hús. Páll í Laxamýri átti fjárhúsin með Sig- urjóni tengdaföður sínum og var með kindur eftir daga Sigurjóns. Toni Bald keypti síðan þessi fjár- hús og átti þegar þau þurftu að víkja fyrir skipulagi. Af keyrurum Eins og áður er komið fram byggði Jói leikari hesthús sem var fyrsta húsið í efstu línunni. Jói var í mörg ár keyrari með dráttarklára og tók að sér ýmis viðvik með þeim. Hann var með hestasláttuvél og sló fyrir aðra. Eins var hann með hestakerrur og sleða sem hann notaði til flutninga yfir veturinn. Þetta var heilmikil útgerð hjá Jóa. Addi í Hvoli var lfka með svona útgerð á hestum, í það minnsta var hann með Brúnku föður síns, Stebba í Hvoli. Friðþjófur rifjar einnig upp að faðir hans,Tóti í Bjarnar- hóli, hafi verið keyrari með hesta áður en hann fór að stunda vöru- bílaakstur. Jói leikari byggði bragga sunnan við hesthúsið þar Loftmynd af Dalvík 1954. (Mynd: Landmœlingar Islands) sem hann hafði aðallega kindur. Jói í Arnarhóli eignaðist síðar þennan bragga og var þar með kindur. En fleiri Jóar koma við sögu í efstu röðinni í fjárhúsa- hverfinu. Jói í Bergþórshvoli byggði fjárhús á ská neðan við efstu röðina, norðan við hesthús Jóa leikara. Sigtryggur tengdafaðir Jóa byggði þetta með honum. Hann hlóð alla veggi úr torfi. Jói var með kindur í þessum húsum alla tíð og síðar var Massi sonur hans með hesta þarna líka. Baðkar í fjárhúsi Sunnan við þá og aðeins neðar byggði síðan Rósmundur Stef- áns fjárhús. Jói leikari seldi gamla hesthúsið til Jóns Guð- munds sem síðar var á Hámund- arstöðum. Jón reif kofan og byggði þar myndarlegar bygg- ingar, fjárhús og hlöðu. Jón seldi húsin þegar hann fór að búa á Hamri. Palli í Bergþórshvoli keypti byggingarnar og hafði kindur þar. Palli var áður með kindur í Pallakofanum sem var sunnan og ofan við Berþórshvol. Pallakofinn stóð lengi eftir það og spilaði stóra rullu í leikjum krakkanna í hverfinu. En ofan við efstu röðina í fjárhúsahverf- inu byggði Toni Sigurjóns fjár- hús þegar hann flutti í Goða- brautina og var hann þar lengi með kindur. Enn er ótalið að á túni sunn- an við fjárhúsahverfið var Veiga í Sægrund með fjárhús í bragga sem hún og Viddi sonur hennar keyptu af Júlíusi Björnssyni þeg- ar Júlíus og Bommi sonur hans keyptu Karlsá. í þessu fjárhúsi var steypt ker þar sem kindurnar í hverfinu voru baðaðar til að verjast fjárkláðanum. Með þessari yfirferð höfum við Friðþjófur f arið í gegum bygg- ingar- og nýtingarsögu fjárhúsa- hverfisins eins og við munum hana frekast. Okkur kann að hafa yfirsést eitt og annað og blaðið stendur opið öllum sem vilja koma leiðréttingum á fram- færi. En það er af endalokum þessa hverfis að segja að það fór saman að Dalvíkin óx og dafnaði og meira land þurfti fyrir íbúð- arhús. Velmegun jókst þannig að fjölskyldunum var ekki jafn nauðsynlegt að létta lífsbarátt- una með búfjárhaldi. Þá var sam- þykkt að flytja það sem þá var kallað tómstundabúskapur í sér- skipulögð hverfi, annað upp við Stórhól og hitt út við Brimnesá. Hjarðarslóðin var síðan byggð á svæðinu þar sem fjárhúsahverfið stóð. Jóhann Antonsson Starfsfólki okkar og viðskiptavinum sendum við bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári Þókkum samstarfið á árinu SAMHERJI HF Dalvík _________

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.