Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 14

Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 14
14 - Norðurslóð Minningarbrot frá eftir- minnilegum jólum í Nepal Astæða þess að við hjónin eyddum jólum og ára- mótum í Nepal var sú að við höfðum verið á löngu ferða- lagi með enskri ferðaskrifstofu sem heitir Encounter Overland. Ferð þessi byrjaði í Afríku, nán- ar tiltekið í Zimbabwe, fyrrum Ródesíu, í ágústmánuði 1993. Þaðan lá svo leið okkar til Bots- wana, Zambíu, Malawi og Tanz- aníu hvaðan við flugum til Kenýa en gistum þar aðeins eina nótt og héldum síðan áfram upp til Egyptalands hvar við hittum annan hóp frá sömu ferðaskrif- stofu. Farkostur okkar í Afríku var opinn Bedford árgerð ‘61 og sátum við á bekkjum á pallinum, einungis 98 hestöfl en 8 tonn á þyngd svo ekki var alltaf farið hratt yfir. Gist var í tjöldum eða undir berum himni með ekkert nema flugnanet yfir og allt um kring, þegar það var óhætt fyrir villidýrum. Mat þurftum við að sjá sjálf um til skiptis. Farþegarn- ir voru 20 af 10 þjóðernum og við einu íslendingarnir sem bet- ur fór. Hópurinn sem við hittum svo í Egyptalandi var heldur minni, aðeins 11 manns, og farkostur- inn bæði nýrri og aflmeiri og þar að auki lokaður Bens kálfur. Áfram var haldið með til- heyrandi skoðunum á mönnum, mannvistum, mannvistarleifum og menningu viðkomandi landa sem voru þessi: Frá Kaíró var haldið í austur og undir Suez- skurðinn, með ferju yfir Rauða- hafið til Jórdaníu og áfram til Sýrlands og upp til Tyrklands. Þar eyddum við meðal annars 3 dögum á stéttinni framan við ír- anska sendiráðið í Ankara til að fá framhaldsáritun til írans þar sem sú sem við höfðum þegar fengið var útrunnin. Þetta tókst að lokum og var því haldið af stað á ný og var nú ekið við ræt- ur Ararat þar sem örkin og Nói strönduðu forðum, þó eigi sæj- um við neinar skipaleifar enda skyggni ekki gott, farið að snjóa. Yfir til írans komumst við samt og slógum upp tjöldum. Morg- uninn eftir þegar komið var útúr tjöldunum var 30 cm snjólag yfir öllu. „Og þetta borguðum við fyrir.“ Við sem látum okkur varla detta í hug, hvað þá meira, að tjalda heima á íslandi þegar farið er að hausta. Var nú kálfurinn járnaður og keyrt samfleytt í sólarhring eða þar til komið var á svæði sem var snjólaust og hitinn ofan við frostmark. Afram var svo haldið og nú yfir til Pakistan upp til Indlands og að lokum á endastöð þessa hluta ferðarinnar, Kath- mandu í Nepal. Lækniskúnst í Nepal Til Kathmandu komum við 23. desember 1993. Var það orðið langþráð af ýmsum, bæði vegna þess að við höfðum frétt að í Kathmandu væri hægt að fá kraftfóður, steikur stórar og smáar með lilheyrandi meðlæti, sem var orðið meir en lítið aðkallandi eftir allt grænfóðrið og hrísgrjónin sem við vorum búin að láta ofaní okkur á Indlandi undanfarið, því eins og allir vita er ekki hægt að lifa á slíku nema um mjög skamman tíma, en ekki síður til að láta lappa upp á heilsufarið sem var að verða ansi bágborið sérstak- lega á Stebba sem hafði fyrir stanslaust rennsli og aðra óáran frá orgelgaulinu heima. Ekki fannst okkur þetta kannski jafn hátíðlegt og við erum vön enda hafði ekki verið um neinn undir- búning að ræða, tilheyrandi stress og geðvonskuköst en sem- sagt vel þess virði þó ýmislegt færi svo sem fyrir ofan garð og neðan. Taka nú samtíma tíðindi við úr dagbók Stebba. 25.12.1993 Nú hófst martröðin og það á sjálfan jóladag. Vaknaði snemma í nótt með ægihvalir innvortis en varð að bíða þar til kl. 7 til að hægt væri að hringja í dr. Mud- vari sem við og gerðum. Sagði hann okkur að koma í Om Nurs- ing Home en svo heitir klínikkið þar sem hann og einir 15 aðrir doksar hafa aðstöðu. Við kom- una þangað var ég svo innritað- ur á stofu 19 delux eins og hún heitir. Sjúkrastofa þessi á aðeins eitt sameiginlegt með samskon- ar stofum heima, sæmilega hreint á rúminu. Allt annað var hálf sóðalegt, t.d. var náttborðið með förum eftir allskonar glös og ílát. Þó sló klósettið sem var við hliðina á delux 19 allt út. Þar var allt á floti enda vaskurinn stíflaður og þar að auki fullur af einhverju gumsi. En þrátt fyrir þetta allt var ég nauðbeygður að láta lappa upp á mig og af tvennu illu væri betra að haska þessu af hér og nú frekar en að reyna að komast upp til Evrópu í skurð sem ég er búinn að velta töluvert fyrir mér. En ekki lægi ég hér deginum lengur en bráð- nauðsynlegt væri og lét ég þessa skoðun mína í ljós ýmist á ensku eða kjarnyrtri íslensku, fyrst við hjúkkur sem komu til að gefa mér grútdrulluga stólpípu sem þær fóru með til baka ónotaða af minni hálfu. Á eftir hjúkkunum kom svo læknir, ungur strákur og sagðist hann svo sem skilja umkvörtun mína og var nú allt sett á fullt við að þrífa ekki bara klósettið og delux 19 heldur og alla hæðina. Að lokum kom svo dr. Mudvari og var nú sest niður til samninga og var niðurstaðan sú að hann fengi að brúka hníf- inn á mig en ég fengi að fara heim á hótel ef mögulegt væri strax í kvöld. Var svo kappinn undirbúinn fyrir skurð. Fyrst með því að tvær pínulitlar fliss- andi hjúkkur létu mig hátta og troða mér í slopp sem var allt of lítill. Síðan var ég leiddur sem lamb til slátrunar inná skurð- stofuna hvar mín beið hópur af grímuklæddu liði er aðstoða skyldi við skurðinn. Fyrst var ég disteleraður með skammti af kæruleysissprautu og skömmu seinna með extra skammti og þar að auki mænustungu með hrossanál. í fyrstu vildu þeir svæfa mig en eftir áköf mótmæli undirritaðs var farin þessi leið. Var ég nú lagður til á borð sem var það lítið að ég stóð útaf á alla kanta. Loksins birtist dr. Mudvari með hnífinn ný hvesst- an og gljáandi. Þurrar samlokur í jólamat Minni mitt er ekki neitt til að treysta á eftir þetta enda skýjum ofar en meinsemdin var í burtu skorin. Var ég nú fluttur á vökn- unarstofu þar sem spúsa mín beið. Óskemmtileg jól fyrir hana, fyrst að bíða meðan á skurði stóð og síðan að sitja yfir mér í lendingu. Þegar ég var svo sæmi- Fáíœkleg jólamáltíö á nepölskum spítala: tvœr skorpnaðar samlokur og eimað klórvatn. ræða eftir rennsli undanfarinna mánaða. Var nú bætt við slatta af pillurusli sem skyldu takast inn eftir uppgefnu ritúali og í réttri röð. Á aðfangadagskvöld fórum við hjónin ásamt fleirum í kaþ- ólska messu sem haldin var í tjaldi og var hún flutt á nepölsku og ensku í bland. Hljóðfæraleik- ur var allur með nepölskum brag og var það ágætasta tilbreyting Götulífsmynd frá Nepal. Förunautar hjá bláa Bensinum við landamœri Nepals. er hér var komið sögu misst 18 kg en mátti þó vart við að missa. Ekki hafði Sigga farið alveg var- hluta af þessum ferðasjúkdóm- um þó að í minna mæli væri. Var nú skundað við fyrsta tækifæri á nærliggjandi klínik sem sérhæfði sig í vestrænum ferðalöngum sem ekki þoldu asíska matar- og hreinlætiskúltúrinn. Vorum við nú tekin og skoðuð í bak og fyrir og þótti Ijóst að hægt væri að koma Siggu til heilsu með pillu- áti en eitthvað leist þeim verr á ástandið á hennar betri helmingi. Var hann meira að segja tekinn í lungnamyndatöku með tilheyr- andi brasi þar sem röntgengræj- urnar voru allt annað en nægi- lega stórar fyrir íslensk lungu svo að taka þurfti myndirnar í tvennu lagi. Ekkert vildu þeir þó sjúk- dómsgreina né segja neitt fyrr en eftir samráð við spesíalista. Vor- um við því leyst út með vænum skammti af lyfseðlum og slíku. Daginn eftir mætti Stebbi svo aftur til doksans og hafði sá nú ráðfært sig við sérfræðinginn. Kváðu þeir upp þann dóm að þetta væri ekkert sem ekki mætti laga með pilluáti. Rann nú upp aðfangadagur með heljarkvölum í frárennslis- lögnum Stebba og var því arkað af stað þriðja daginn í röð. Var nú neðri partur búksins tekinn til gagngerðrar skoðunar og síð- an sendur í test hjá frárennslis- fræðingi sem úrskurðaði að um ofnotkun á systeminu væri að

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.