Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 30
 Við erum að fara leið sem þekkist erlendis og létum hanna og smíða fyrir okkur heilan bás á Ítalíu sem síðan var fluttur til lands- ins í fjörutíu feta gámi. Það má treysta því að vera ánægður með það sem fæst í Rúm- fatalagernum. Gæðin eru einstök og við erum ávallt með góð verð.” Arnar Gauti Sverrisson, listrænn stjórnandi hjá Húsgagnahöllinni, lét hanna heilan bás á Ítalíu og flytja í 40 feta gámi til landsins. mynd/GvA Húsgagnahöllinn leggur mikinn metnað í kynn-ingarbás sinn á Amazing Home Show. „Við erum að fara leið sem þekkist erlendis og létum hanna og smíða fyrir okkur heilan bás á Ítalíu sem síðan var fluttur til landsins í fjörutíu feta gámi,“ segir Arnar Gauti Sverrisson hjá Húsgagnahöllinni. Í básnum verða kynntar vörur frá ítalska merkinu Dialma Brown. „Dialma Brown er stór og breið lína með yfir tvö þúsund vörunúmerum. Þar er að finna allt frá borðstofuhúsgögnum og niður í smáhluti. Mikið er unnið með endurunninn við sem gerir útlit húsgagnanna rústík og vintage,“ lýsir Arnar Gauti. Dialma Brown hefur mikla reynslu af sýningahaldi enda er merkið oft sýnt á húsgagnasýning- um í París og Mílanó. „Þar eru þeir yfirleitt með flottustu standa sem maður sér á þessum sýningum. Því fengum við þá hugmynd að hafa þetta í sama standard hér heima eins og úti,“ segir Arnar Gauti. Básinn var unninn í samstarfi við Dialma Brown sem sérsmíðaði bás fyrir Húsgagnahöllina. „Þeir eru vanir að vera með 800 fm bása en okkar bás verður aðeins 80 fm,“ segir Arnar glettinn og bendir á að básinn sé í raun eins og heilt hús með veggjum, ljósum og hús- gögnum. Allt sem þurfti í básinn kom í einum gámi auk þess sem ítalskir smiðir flugu til landsins til að setja básinn upp. „Þá fáum við líka sölustjóra Dialma Brown til að vera með okkur á sýningunni,“ segir Arnar Gauti sem er mjög spenntur að sjá hvernig básinn kemur út í Laugar- dalshöllinni. Flytja heilan bás frá Ítalíu Pro300 Vitamix Pro300 er stórkostlegur. Auðveldar alla matreiðslu í eldhúsinu. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Nýtt útlit og öfl ugri mótor. Stiglaus hraðastilling og pulse rofi . Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is 10.000 kr. Viðbótarafsláttur á sýningunni Velkomin á bás okkar B-4 á sýningunni Amazing Home Show Með hverjum blandara keyptum á sýningunni fylgir einnig Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta á meðan birgðir endast Ívar Ívarsson er verslunarstjóri í Rúmfatalagernum sem sýnir bæði inni- og útihúsgögn á sýningunni Amazing Home Show. Hann segir gæði, fallega hönnun og gott verð einkenna húsgagnaflóruna í Rúmfatalagernum. myndIR/AnTOn bRInk Aðalsmerki Rúmfatalagersins eru rúm sem sameina gæði og gott verð. Það sem einkennir stílinn í Rúmfatalagernum er skand-inavísk hönnun. Yfirbragðið er þægilegt, fallegt og notalegt og stílfærð húsgögn og smávara af gæðum sem falla inn í og prýða öll heimili,“ segir Ívar Ívarsson, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum, um helstu ástæðu velgengni Jysk- verslanakeðjunnar sem nú rekur yfir 2.300 verslanir um allan heim. „Hjá okkur fær fólk ávallt gott fyrir peninginn. Við erum alltaf með eitthvað nýtt og ferskt í búð- unum og tollum alltaf í tískunni,“ segir Ívar í óðaönn við að gera fínt á svæði Rúmfatalagersins á sýningunni Amazing Home Show. „Við verðum á besta stað inni og úti þar sem við sýnum nýjustu úti- sófasettin, garðstóla og borð sem ganga vel á pallinn og gera hann að dásamlegum griðastað í sumarblíð- unni. Sófasettin eru úr plastbasti, upplitast ekki í sólinni, halda sér endalaust vel og hægt að spúla með vatni til að hreinsa og þá verða þau aftur eins og ný,“ útskýrir Ívar. Á innisvæði Rúmfatalagersins hafa verið útbúin tvö skemmtileg herbergi með fallegri og heimilis- legri stemningu. „Þar sýnum við borð, stóla og vinsælustu rúmin, allt frá þeim góðu upp í þau langbestu, en einn- ig U-sófasett sem nú njóta mikilla vinsælda og eru með tveimur tungum. Um helgina verður líka hjá okkur Soffía frá Skreytum hús og puntar herbergin með fallegri smávöru úr Rúmfatalagernum,“ segir Ívar og bætir við að þau Soffía muni njóta helgarinnar saman eins og íbúar í rými Rúmfatalagersins og taka á móti gestunum saman. „Rúmfatalagerinn selur hús- gögn í allar vistarverur heimilisins þótt rúm séu enn aðalsmerki verslunarinnar. Rúmin okkar hafa komið einstaklega vel út og fólk Fagurt, heimilislegt yfirbragð Rúmfatalagerinn sýnir brot af því besta á Amazing Home Show. Verslunin hefur séð landsmönnum fyrir heillandi húsgögnum og smávöru í 30 ár. getur treyst því sem við erum með. Þannig erum við með 100 daga skilafrest á Gold-rúmunum og hægt að skila rúmi og fá annað ef viðskiptavinum líst ekki á það eftir 100 nótta svefn. Það sýnir gæðin og öryggið sem Rúmfatalagerinn stendur fyrir; það má treysta því að vera ánægður með það sem maður fær í Rúmfatalagernum. Gæðin eru enda einstök og við erum ávallt með góð verð,“ upplýsir Ívar. Rúmfatalagerinn fagnar nú 30 ára afmæli sínu á Íslandi og munu viðskiptavinir njóta gleðinnar með afslætti á vörum sem sýndar verða á Amazing Home Show. „Með sýningunni viljum við sýna okkar góðu vörur og erum virki- lega spennt að taka á móti gestum,“ segir Ívar fullur tilhlökkunar. 10 kynnInGARbLAÐ 1 7 . m A í 2 0 1 7 m I Ðv I kU dAG U R 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 0 -6 B D 0 1 C E 0 -6 A 9 4 1 C E 0 -6 9 5 8 1 C E 0 -6 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.