Fréttablaðið - 17.05.2017, Page 1

Fréttablaðið - 17.05.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 1 5 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 7 . M a Í 2 0 1 7 FrÍtt Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT FYRIR GÆSA/STEGGJA PARTÝ www.lyfja.is Barnadagar Tilboð til 28. maí 15–30% afsláttur af völdum barnavörum Fréttablaðið í dag sKOðun Verndum Seljalands- foss, skrifar Guðrún Hálfdanar- dóttir. 11 lÍFið Kronik Live verður „svo sannarlega rappveisla“ að sögn Emmsjé Gauta. 26 plús 2 sérblöð l FólK l  aMazing hOMe shOw *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 stjórnsýsla Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhald- andi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætl- anir á hverju ári. Heimildir Frétta- blaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á fram- lagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórð- ungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, for- stjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eig- enda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt hús- inu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna. jonhakon@frettabladid.is Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. Tap af rekstri nemur millj- ÍHUGULL Donald Trump sést hér ganga í þungum þönkum í Hvíta húsið eftir að hafa kvatt Recep Tayyip Erdogan. Starfsbræðurnir funduðu í gær í skugga háværra kalla bandarískra þingmanna þess efnis að rannsókn fari fram á samskiptum Bandaríkjaforseta við Rússa. Nú síðast þykir afar umdeild- ur sá verknaður hans að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum. Þá hefur einnig verið kallað eftir rannsókn á samskiptum hans og James Comey, fyrr- verandi forstjóra FBI, en upplýst var í gær að Trump hefði beðið Comey um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn. – sjá síðu 8 / FRÉTTABLAÐIÐ/EPA En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að rekstur- inn hefur ekki verið sjálfbær. Svanhildur Konráðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hörpu neytendur Verðmerkingar á H&M fatnaði í Noregi benda til þess að Íslendingar muni greiða hærra verð fyrir flíkur en Norðmenn. Verð- merkingar sýna verð í norskum krónum og íslenskum og er saman- burðurinn íslenskum neytendum í óhag. – sg / sjá síðu 2 stjórnMál Búist er við átakafundi hjá Framsóknarmönnum um helg- ina þegar miðstjórn flokksins hittist í fyrsta sinn eftir aðalfundinn sem felldi Sigmund Davíð. – snæ / sjá síðu 4 ViðsKipti Svanhildur Nanna Vig- fúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, gagnrýnir þá hluthafa sem hafa staðið gegn breytingum í stjórn félagsins og segir þá gæta „valdahags- muna á kostnað arðsemissjónar- miða“. sjá Markaðinn H&M dýrari hér en í Noregi Átakafundur hjá Framsókn Gagnrýnir varðhunda í VÍS 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 0 -4 9 4 0 1 C E 0 -4 8 0 4 1 C E 0 -4 6 C 8 1 C E 0 -4 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.