Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 32
Steina Jónsdótir, markaðsstjóri Íslandsmarkaðs hjá Medland. Hjá fasteignasölunni Med­land Spáni starfar hópur fasteignasala með áralanga reynslu af fasteignamarkaðinum. Starfsmenn fasteignasölunnar koma frá ólíkum löndum en mark­ mið þeirra allra er það sama; að aðstoða viðskiptavini frá ólíkum löndum við að finna fallegt heimili á Spáni segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsmarkaðs hjá Medland, en Steina hefur búið á Spáni í þrettán ár. Medland býður viðskiptavinum að skoða glæsilegt úrval af nýjum eignum við Costa Blanca og Costa Calida strandlengjuna. „Við erum einungis með nýbyggingar til sölu. Um er að ræða einbýlishús, raðhús og íbúðir sem allar standa við sólríka strandlengjuna. Nú er góður tími til að kaupa fasteignir á Spáni enda nokkur stöðugleiki í verðlagi þótt eftirspurnin sé vissulega að aukast og merkja megi dálitla hækkun á verði með hverjum nýjum fasa sem byggður er. Starfsmenn fasteignasölunnar veita faglega og góða þjónustu við ferlið í heild sinni, ásamt því að bjóða aðstoð við allt mögulegt sem tengist nýju heimili, viðskipta­ vinum að kostnaðarlausu.“ Nýjar eignir eru í dag byggðar eftir evrópskum stöðlum og betur einangraðar en áður tíðkaðist hér segir Steina. ,,Meira er lagt upp úr opnum rýmum, stórum gluggum og góðu útisvæði sem skiptir töluverðu máli fyrir sunnan, enda veðurfarið til að njóta þess.“ Á sýningunni Amazing Home Show, sem verður haldin í Laugar­ dalshöll dagana 19.­21. maí, ætlar Medland að kynna úrvalið betur fyrir áhugasömum Íslendingum. „Við verðum til spjalls og ráða­ gerða fyrir gesti og gangandi en að auki mun ég bjóða upp á fræðslu um kaupferlið á Spáni sem er í mörgu ólíkt því sem við á hér á landi. Fyrirlestrarnir verða á dag­ skrá í fundarsal í höllinni kl. 13 á laugardag og sunnudag. Fólki gefst tækifæri til að hitta okkur í eigin persónu og fá hjá okkur veglega bæklinga um eignir og svæðin í kring, ásamt öðrum nytsömum upplýsingum.“ Nánari upplýsingar má finna á www.medlandspann.is Heimili í sólinni Nú er góður tími til að kaupa heimili í sól- inni á Spáni. Medland Spánn býður upp á gott úrval fasteigna við strandlengjuna. Á útisvæði sýningarinnar Amazing Home Show verður ýmislegt skemmti­ legt að sjá. Útisvæðið er austan megin við Laugardalshöllina en þar er gert ráð fyrir smáhýsum, sól­ skálum, garðskálum og geymslu­ húsum. Hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum. Útigrillum, skraut­ munum fyrir garða og sambæri­ legum vörum. Þeir sýnendur sem verða á úti­ svæðinu eru: Spennandi/Caretta hjólhýsi, Himintjöld, Normx, Rúmfatalagerinn, Betribilakaup.is, Öryggisgirðingar, Reisum / Stefán Einarsson ehf., Jötunn og Sprell leiktæki. Áhugavert útisvæði Seimei er heildverslun og netverslun með húsgögn og smávöru fyrir heimilið. Seimei.is Okkur hlakkar til að taka á móti ykkur í bás H2 á Amazing Home Show 19.-21. maí. TILBOÐ Á öllum speglum! Gildir aðeins á Amazing Home Show dagana 19.-21.maí! Endilega kíkið á úrvalið okkar! Bás: D4 www.esjadekor.is Mörkin 6 // S:5460044 12 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . M a í 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 0 -7 F 9 0 1 C E 0 -7 E 5 4 1 C E 0 -7 D 1 8 1 C E 0 -7 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.