Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 48
Aðalfundur Haga hf. 7. júní 2017 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn miðvikudaginn 7. júní 2017 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2016/17. 4. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um kr. 91.831.651 að nafnvirði með eftirfarandi viðbót við gr. 2.1 í samÞykktum félagsins: „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um kr. 91.831.651 að nafnvirði. Forgangsréttur hluthafa skv. gr. 2.3 í samÞykktum félagsins gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórnin skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni til greiðslu fyrir hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. í samræmi við kaupsamning Þar að lútandi á genginu 47,5 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Hlutafé félagsins eftir hækkun verður kr. 1.263.333.841. Framangreind heimild stjórnar Haga hf. rennur út á aðalfundi félagsins árið 2018 sem áætlaður er Þann 6. júní. Heimild Þessi skal felld úr samÞykktum Þegar hún hefur verið nýtt.“ 5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 8. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 9. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. Leikhús RVkDTR HHHHH Höfundar og flytjendur: Kolfinna Nikulásdóttir, Jóhanna Rakel, Sigur- laug Sara Gunnarsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Þura Stína, Solveig Pálsdóttir, Steiney Skúladóttir, Salka Valsdóttir og Þuríður Blær Jóhanns- dóttir Leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir Leikmynd og búningar: Jóhanna Rakel Hljóðmynd og tónlistarstjórar: Salka Valsdóttir og Baldvin Magnus- son Sviðshreyfingar: Kolfinna Nikulás- dóttir, Steinunn Jónsdóttir, Sigur- laug Sara Gunnarsdóttir, Jóhanna Rakel Ljósahönnun: Julietta Louste Myndbandsgerð: Elmar Þórarins- son Reykjavíkurdætur geystust inn á íslensku tónlistarsenuna árið 2013 með miklum látum, nýjum áherslum og skýrum skilaboðum um kvenfrelsi. Styrkur þeirra liggur í fjöldanum og hópurinn hikar ekki við að gera tilraunir með uppröðun tónlistarkvennanna enda hafa Reykjavíkurdætur breyst og þróast með árunum. Núna eru þær mættar galvaskar á Litla svið Borgarleik­ hússins í síðustu frumsýningu húss­ ins á þessu leikári. Fagurfræði sýningarinnar er kannski einföld og örlítið ófrumleg en styður ágætlega við framvind­ una. Reykjavíkurdóttirin Jóhanna Rakel hannar bæði leikmynd og búninga sem samanstanda af hvít­ um sófum, trommusetti og drapp­ eringu sem bakgrunni en hópurinn er klæddur í hvíta íþróttagalla með mellubönd um hálsinn, orð sem þær nota viljandi í sýningunni. Juli­ ette Louste hagar ljósahönnuninni á svipaðan máta en hikar ekki við að hrista allsvakalega í ljósaborð­ inu þegar kraftmeiri lögin eru sungin. Leiksýning er kannski ekki rétta orðið yfir þennan rúma klukkutíma sem við eyðum með hópnum. Í grunninn eru RVKDTR tónleikar með gjörningayfirbragði en Kolfinna Nikulásardóttir situr í leikstjórnarstólnum og stýrir sýningunni skynsamlega. Áhuga­ vert verður að fylgjast með hennar listrænu þróun á næstu misserum en byrjunin lofar góðu. Sviðshreyf­ ingarnar skapar hún í samvinnu við Steinunni Jónsdóttur, Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur og Jóhönnu Rakel en þær eru oft á tíðum sér­ lega vel heppnaðar þó stundum aðeins of uppstilltar og orkulitlar. Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Kolfinna bera af í sviðsframkomu kvennanna en hver og ein kona fær tækifæri til að koma sínum hugsunum á framfæri. Stundum eru játningarnar áhugaverðar og snarpar en of oft er daðrið við sjálf­ hverfuna þreytandi. Bestu og eftirminnilegustu senur sýningarinnar eru án efa þegar kon­ urnar bregða sér í líki þjóðþekktra karlmanna í eins konar viðtalsþætti sem er stjórnað af Steineyju. Sumir karlmenn virðast nefnilega hafa þann einstaka hæfileika að láta hvaða umræðuefni sem er snúast um sig sjálfa og sína mörgu kosti, þeir eru líka sérfræðingar í flestu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þarna birtist áhorfendum hárbeitt og grótesk ádeila um samfélagið okkar, þann karllæga talanda og þær dylgjur sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga alltof lengi. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og skilaboð Reykjavíkurdætranna eru ekki bara mikilvæg samtím­ anum heldur líka bráðnauðsynleg. Konur eiga hvorki að vera minni­ hlutahópur né upplifa sig sjálfar sem minna virði en karlmenn. Þó á ofbeldi gegn konum sér alltof margar daglegar birtingarmyndir. Þess væri þó óskandi að Reykja­ víkurdætur kæmu með eitthvað nýtt að borðinu. Þeirra heróp er hátt og þeirra skilaboð hvetja konur til þess að taka sér pláss í samfélaginu án þess að biðja um leyfi. Aftur á móti er sýningin frekar eins og samansafn af skiss­ um frekar en heildstæð afurð með upphaf, miðju og endi. Mögulega er það akkúrat tilætlunin. Reykja­ víkurdætur eru ekki að reyna að vera fyrirmyndir heldur einfaldlega metnaðarfullar konur í nútíma­ samfélagi og það er allt annað en auðvelt. Sigríður Jónsdóttir NiðuRsTaða: Harðkjarnakonur skapa ringulreið í Borgarleikhúsinu. Heróp gegn feðraveldinu Reykjavíkurdætur á Litla sviði Borgarleikhússins með mikilvæg skilaboð til samtímans. Mynd/JoRRi Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykja­vík er alltaf að verða fjölþjóð­ legri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breyt­ ingum. Í kvöld fer fram skemmti­ legur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefna­ stjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um marg­ tyngda listamenn, skáld og rithöf­ unda, sem yrkja ýmist ekki á móð­ urmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæð­ ur. Markmið verkefnisins er þann­ ig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verk­ efnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marc­ inek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er uppruna­ lega frá Perú en býr í Finnlandi. Við erum að fagna orðlistinni alla daga Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg. 1 7 . m a í 2 0 1 7 m i ð V i k u D a G u R20 m e N N i N G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 0 -8 9 7 0 1 C E 0 -8 8 3 4 1 C E 0 -8 6 F 8 1 C E 0 -8 5 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.