Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 41
Tölvuleikir skáka tónlistinni Ósk Heiða Sveinsdóttir var ráðin markaðsstjóri Krónunnar og Kjar- vals fyrir rúmu ári síðan en hún sinnti áður sambærilegu starfi í markaðs- deild Íslandshótela. Hún segir það hafa reynst sér vel að eiga bakgrunn í hótelbransanum og nefnir einnig starf sitt sem markaðsstjóri hugbúnaðar- fyrirtækisins HugarAx. Ósk er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands, og tók hluta námsins við Copenhagen Business School, er gift með tvö börn, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. . Hvað hefur komið þér mest á óvart á undanförnum mánuðum? Úrslit for- setakosninganna í Bandaríkjunum komu töluvert á óvart. Einnig kom það mér ánægjulega á óvart hvað ég lærði mikið á því að fara í markþjálfum. Það er alltaf gott að læra eitthvað nýtt og rýna í hlutina. Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóst- inn nota ég langmest Facebook. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Af því að vikan hjá mér er alltaf þétt- bókuð og mjög mikið að gera, þá reyni ég að hafa frístundir eins lítið skipu- lagðar og hægt er. Finnst mjög nota- legt að vakna um helgar með ekkert planað og láta daginn bara ráðast með fjölskyldunni. Annars elska ég ferða- lög og reyni að ferðast mjög reglulega. Hvernig heldur þú þér í formi? Það hefur verið tekið í skorpum hjá mér en núna er ég mest í því að hlaupa á eftir börnunum mínum. Huganum held ég í formi með því að grúska á bókasöfnum og sökkva mér í eitthvað sem ég veit lítið um, það er alveg nauð- synlegt. Hvernig tónlist hlustar þú á? Það fer algjörlega eftir skapi hverju sinni, en það vill svo skemmtilega til að ég er á leiðinni á Rammstein tónleika þannig að það er svoldið verið að hlusta á þá þessa dagana. Ertu í þínu draumastarfi? Að vinna við markaðsmál, koma hlutunum í framkvæmd og geta unnið að verkefn- um sem geta haft áhrif til góðs skiptir mig miklu máli. Þetta er allt eitthvað sem ég hef færi á í dag. Þegar ég byrj- aði hjá Krónunni var sagt við mig: „Við réðum þig ekki til að segja þér hvað þú átt að gera, þú átt að segja okkur hvað við eigum að gera.“ Það hentar mér vel og er algjör draumur. Starfið verður að styðja við þína ástríðu og eldmóð, þá gerast hlutirnir. Býr sig undir tónleika Rammstein Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á ein- ungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V. Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tón- listar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir? Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðli- lega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjan- legt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættan- legar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvu- leikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgef- enda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambæri- legum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á fram- færi í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan. Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega. Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri VÍB Ósk Heiða Sveinsdóttir er markaðsstjóri Krónunnar og Kjarvals. FréTTaBlaðið/anTon BrinK Í 7. grein reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð eru tilgreindar heimildir sjóðsins til að veita sérstaka styrki: A) Styrkir til verkefna sem stuðla að samdrætti í olíunotkun til húshitunar eða rafmagnsframleiðslu utan veitna. B) Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis eða mannvirkja í eigu sveitarfélaga. C) Styrkir til verkefna sem leiða til orkusparnaðar. Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2017 verði til verkefna samkvæmt B) lið ofangreindra heimilda. Eingöngu er um fjárfestingarstyrki að ræða þ.e. styrki til kaupa á tækjum og búnaði. Styrkur nemur 50% af kaupverði, þó að hámarki 2,5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega horft til: • Að fyrir liggi raunhæf áætlun um olíusparnað. • Áætlaðs olíusparnaðar í hlutfalli við kostnað. • Að verkefnið sé vel undirbúið og að fyrir liggi ítarleg verk- og kostnaðaráætlun. Umsóknarfrestur er til 20. júní 2017 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 20. ágúst 2017 Orkustofnun fylgir stefnu stjórnvalda um rafræna stjórnsýslu og skal senda rafrænar umsóknir af vef Orkustofnunar www.os.is Nánari upplýsingar hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri í síma 569 6083 – Netgang Orkusjóðs er jbj@os.is - Orkusjóður á www.os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2017 Svipmynd Ósk Heiða Sveinsdóttir 7M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . M A í 2 0 1 7 markaðurinn 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 0 -5 8 1 0 1 C E 0 -5 6 D 4 1 C E 0 -5 5 9 8 1 C E 0 -5 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.