Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 24
Þetta er fyrst og fremst skemmtileg leið fyrir fyrirtæki að koma sínum vörum á framfæri.Samtök iðnaðarins eru sam-starfsaðilar Amazing Home Show ásamt Nýsköpunar- miðstöð Íslands. Að sögn Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, viðskipta- stjóra á framleiðslusviði hjá Sam- tökum iðnaðarins, er það hlutverk samtakanna að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. „Við reynum að gera það með eins fjöl- breyttum leiðum og hægt er. Það er því hluti af starfsemi okkar að koma að hinum ýmsu sýningum á einn eða annan hátt og undan- farið höfum við verið þátttakendur í þeim fjölmörgum. Má þar nefna Verk og vit, UT messuna og Matur- INN á Akureyri. Fyrir skömmu vorum við einnig með tvær stórar sýningar á HönnunarMars.“ Jóhanna segist þekkja það í sínu starfi hversu öflug fyrirtæki finnast hér á landi. „Í heimsóknum mínum til þeirra tekst þeim oftar en ekki að koma mér verulega á óvart. Við viljum gjarnan vera með mismun- andi farvegi til að gera atvinnulífið sýnilegt og aðgengilegt almenningi. Sýningar sem þessar eru ákveðin leið til að kynna starfsemi fyrir- tækjanna og öll þau fjölbreyttu störf sem þar eru unnin. Jóhanna segir fjölmörg fyrirtæki koma að Amazing Home Show og er spennt að sjá hvað þau ætla að kynna. „Eins verðum við hjá Samtökum iðnaðarins og fjögur fagfélög innan okkar raða með á sýningunni. Það eru Meistarafélag bólstrara, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra snyrtifræðinga og Klæðskera- og kjólameistarafélagið. Gestir geta komið við hjá okkur og spjallað við þetta flotta fagfólk og kynnt sér starfsemina. Eins ætla gullsmiðir að aðstoða gesti við hreinsun á skarti og snyrti- stofur ætla að vera með kynningar á nýjum meðferðum sem eru að koma á markað.“ Jóhanna segir virkilega skemmtilegt að kynnast þessum iðngreinum enda sé mikil vöruþróun í gangi og fagmennska í fyrirrúmi. En hvaða þýðingu hefur sýning sem þessi fyrir markaðinn? „Þetta er fyrst og fremst skemmti- leg leið fyrir fyrirtæki að koma sínum vörum á framfæri. Það er líka ákveðin uppsöfnuð þörf fyrir sýningar á borð við þessa þar sem fyrirtæki hafa haft aukin tækifæri og fjármagn til að þróa vörulínur sínar og rekstur undanfarin ár. Auk þess eru ný fyrirtæki að koma inn á markaðinn sem vilja taka þátt og vera sýnileg. Fyrir vanafasta neyt- endur eins og mig þá verður mjög áhugavert að kynna sér það sem er í boði. Það er ávinningur fyrir alla því fyrirtækin fá einstakt tækifæri til að ná til landsmanna og við sem leggjum leið okkar í Laugardalshöll- ina um helgina fáum á einum stað yfirgripsmikla sýn á það nýjasta á markaðnum.“ Allt það nýjasta á einum stað Amazing Home Show gefur fyrirtækjum tækifæri til að koma vörum sínum á framfæri. Að sögn Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur hjá Samtökum iðnaðarins gefur hún líka neytendum yfirgripsmikla yfirsýn yfir allt það nýjasta. Við bjóðum upp á einkaviðtöl við viðskiptavini til að fara yfir möguleikana, skipuleggjum skoðunarferðir og aðstoð- um við allt kaupferlið frá upphafi til enda. Þú ert í öruggum höndum hjá íslenskum löggiltum fasteignasölum með áralanga reynslu af sölu fasteigna á Spáni. Af hverju að kaupa? Fyrir fjárfesta Af hverju Spánn? Einkaviðtöl Viltu vita meira? Miðjarðarhafssvæðið á sér langa sögu og í gegnum aldirnar hafa íbúar svæðisins fullkomnað listina að lifa. Hvort sem það er í mat eða drykk, útiveru eða afslöpp- un kunna íbúar Costa Blanca að njóta lífsins. Þeir eru vingjarnlegir og taka vel á móti gestum. Verðlagið er hagstætt og þar hægt er að lifa góðu lífi, þótt tekjurnar séu takmarkaðar. Menningin og loftslagið gera þetta svæði einstakt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur loftslagið vera eitt það besta í heimi og möguleikarnir til útiveru eru fjölmargir; hjólreiðar, tennis, golf, vínsmökkun, líkamsrækt... Eða bara njóta lífsins á ströndinni. Langar þig að fjárfesta? Nú er góður tími til að kaupa fasteign á Spáni, verðið gott, gjaldeyrishöftin farin og gengi íslensku krónurnnar hagstætt. Spánareignir bjóða upp á mikið úrval góðra eigna á Costa Blanca svæðinu, hannaðar og byggðar af traustum aðilum. Við seljum bæði nýjar eignir og endursölueignir.Ýmsar fjármögnunarleiðir eru í boði. Hægt er að velja um íbúðir, raðhús eða einbýlishús í góðum hverfum stutt frá alþjóðlegum flugvöllum og þar sem stutt er á strönd, í golf, verslanir, veitingastaði og alla helstu þjónustu. Við bjóðum upp á ýmsar hagstæðar lausnir vegna kaupa og reksturs á orlofs- húsnæði fyrir fyrirtæki, starfsmannafélög og félagasamtök. Einnig erum við með spennandi fasteignaþróunarverkefni og fjárfestingaverkefni á Spáni fyrir stærri fjárfesta. Skoðaðu úrvalið á heimasíðunni okkar: WWW.SPANAREIGNIR.IS Allar upplýsingar veitir Aðalheiður Karls- dóttir, löggiltur fasteignasali. info@spanareignir.is eða GSM 893 2495. „Fyrir vanafasta neytendur eins og mig verður mjög áhugavert að kynna sér það sem í boði er,“ segir Jóhanna. MYND/ANTONBRINK Vera Einarsdóttir vera@365.is 4 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . m A í 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 0 -8 E 6 0 1 C E 0 -8 D 2 4 1 C E 0 -8 B E 8 1 C E 0 -8 A A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.