Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 54
STUÐ Í ÚTILEGUNNI MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir ýmsar gerðir af ferðatækjum, s.s. hjólhýsi, fellihýsi o.fl. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 72 19 4 Exide fæst hjá útibúum Olís um land allt. Sími 515 1100 • pontun@olis.is • olis.is Kronik Live tónlistar-hátíðin verður haldin í sumar í Laugar-dalshöllinni. Síðan tilkynnt var um við-burðinn í vetur, sem bandaríski rapparinn Young Thug kórónar, hefur verið bætt við ein- valaliði íslenskra rappara og plötu- snúða. Þar má nefna Úlfur Úlfur, Gísla Pálma, Sturlu Atlas, Herra Hnetusmjör, Birni, Alexander Jarl, B-Ruff, Egil Spegil og Karitas. „Þetta er svona mini-festival, það er kannski ekki alveg rétt að kalla þetta tónlistarhátíð því að þetta er bara í einn dag. En þetta er svo sannarlega rapp- veisla. Þannig að allir þessir listamenn spila sama kvöldið. Húsið verður o p n a ð m j ö g snemma og það verður margt sem er hægt að gera og borða á svæðinu svo fólk getur verið þarna allt kvöldið án þess að svelta og kafna úr leiðindum,“ segir Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, sem er einn af for- s v a r s m ö n n u m þessarar miklu rapphátíðar. „Það er náttúru- lega sturlað „line-up“ á landinu í sumar; það eru rosalega margir rapp- arar að koma til landins, en Young Thug er efstur á óskalistanum hjá svo mörgum, þannig að þetta er alveg einstakt. Svo má ekki gleyma Krept and Konan en þeir eru alveg „huge“ í Bret- landi og ég mæli með að fólk sem ekki þekkir til þeirra skoði þá betur.“ Gauti segir að þó að þessi listi sé orðinn ansi lang- ur þá sé stefnt að því að bæta fleiri listamönnum við. Hann vill þó ekki fullyrða neitt um hverjir það verði en ef útilokunarað- ferðinni er beitt á íslensku rappsen- una ætti kannski ekki að vera neitt svo erfitt að koma með ágætis ágiskanir. Krept and Konan London grime rappar- arnir Krept og Konan eru ungstirni í grime senunni bresku. Senan sjálf er nú ekkert sérstaklega gömul en það er ekki langt síðan hún fór að dreifast víðar en um Bretland. Nöfn eins og Stormzy og Novelist eru oft nefnd í sömu andrá og Krept og Konan enda er um upprennandi stjörnur að ræða sem ættu að eiga greiða leið á toppinn nú, þegar vinsældir grime stefnunnar eru í algleymingi. Gæti orðið góður tími til að sjá Thugga Young Thug ættu allir betri rapp- aðdáendur að þekkja en hann hefur vakið mikla athygli á síðustu árum fyrir frumlega nálgun sína að, tja, nánast bara öllu. Hann hefur bæði gefið út ógrynnin öll af lögum á stuttum tíma og síðan skipt yfir í að vera þögull sem gröfin í langan tíma. Fyrir örfáum vikum sagðist hann vera í þann mund að gefa út eitthvað sem hann kallaði „söng- plötu“ en ekkert gerðist. Einnig hefur hann ítrekað talað um að gefa út sína fyrstu breiðskífu, Hy!£UN35 (eða HiTunes, og já, stafað svona) en lítið hefur borið á henni. Sitt sýnist hverjum um Young Thug, en eitt er víst að hann vekur mikil viðbrögð með tilvist sinni einni saman – hann hefur verið kallaður Prince rappsins (skírskotun í sérstaka hegðun popp- goðsins sáluga) og gagnrýndur af helstu menningarvitum Íslands (Egill Helgason er ekki aðdáandi). Young Thug, eða Thugga eins og hann er oft kallaður, gæti verið á ákveðnum krossgötum á ferlinum þegar hann mætir til landsins – mögulega nýbúinn að gefa út þessa „söngplötu“ eða jafnvel farinn að kynna HiTunes fyrir heims- byggðinni. stefanthor@frettabladid.isÞað besta beggja vegna Atlantshafsins Útvarpsþátturinn Kronik leggur nafn sitt við hátíðina Kronik Live sem verður haldin í júlí. Rapparinn Young Thug mun verða aðal- númerið en nánast öll íslenska rappsenan mun koma við sögu.  Stór sneið íslensku rappsenunnar er hér saman komin í hring. Mynd/EyGló GíSla Emmsjé Gauti rappari young Thug hefur verið kallaður Prince rappsins. 1 7 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U R26 l í f I Ð ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 0 -5 D 0 0 1 C E 0 -5 B C 4 1 C E 0 -5 A 8 8 1 C E 0 -5 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.