Fréttablaðið - 17.05.2017, Side 39

Fréttablaðið - 17.05.2017, Side 39
„Það er mikilvægt að stjórnarmenn, hluthafar eða aðrir séu ekki með afskipti af eignum VÍS, og enn síður að þeir skipti sér af mínum fjárfestingum.“ Fréttablaðið/anton brink selt eða hyggjast selja hluti í félag- inu hafa ekki sett sig í samband við okkur til að ræða þessi mál eða önnur sem tengjast félaginu. Von- andi verður breyting þar á svo hlut- irnir skýrist og við þurfum auðvitað að huga vel að upplýsingamiðlun til okkar hagsmunaaðila. Hins vegar hafa allir rétt á því að kaupa og selja bréf í félaginu en mér finnst það hljóma eins og tylliástæða að vísa til ávirðinga um óeðlilega stjórnar- hætti sem byggja ekki á haldbærum rökum eða gögnum. Í því samhengi er rétt að nefna að fyrrverandi stjórnarformaður sat engan fund í félaginu eftir að stjórn skipti með sér verkum eftir aðalfund í mars.“ Hræðist ekki þessa umfjöllun Hefur Fjármálaeftirlitið (FME) séð ástæðu til að skoða þessi eigna- tengsl sem eru á milli VÍS og Kviku og banka? „Við fengum fyrirspurn frá FME um fyrirætlanir okkar með þessa eign í Kviku en svör okkar til eftir- litsins voru þau að þetta væri aðeins eign í fjárfestingabók, og að svo yrði áfram, og að við ætluðum að einbeita okkur að uppbyggingu tryggingarekstursins. Samstarf milli þessara félaga kemur til greina í framtíðinni en það er einhver tími þangað til slíkt getur orðið að veru- leika.“ Sumir stórir einkafjárfestar í hlut- hafahópi VÍS telja að eignarhald ykkar hjónanna í Kviku sé óheppilegt og hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri við þig að það færi best á því að þið mynduð losa um hlutinn í bankanum til að friður skapist um störf stjórnar VÍS. Kemur til greina að selja hlut ykkar í Kviku? „Í stjórnum allra tryggingafélaga eru aðilar sem hafa fjárfest í félögum sem einnig er að finna í fjárfestinga- bókum tryggingafyrirtækjanna. Það er ekki óeðlilegt og nokkuð sem fylgir því að vera fjárfestir á mark- aði. Eins og áður sagði kom fjár- festing mín í Kviku banka til áður en fyrri stjórn VÍS, undir forystu Herdísar, ákvað að kaupa í Kviku og er því alls ótengd mér. Ég hef komið að fleiri fjárfestingum sem ég og yfir- maður eignastýringar VÍS virðast deila trú á, meðal annars í Icelandair og Högum. Það sem er mikilvægast í þessum efnum er að hvorki stjórnar- menn, hluthafar eða aðrir séu með afskipti af þessum eignum VÍS, og enn síður að þeir séu að skipta sér af mínum eigin fjárfestingum.“ Sérðu fyrir þér að það komist á starfsfriður um störf stjórnar félags- ins við þessar aðstæður? „Það var ljóst frá upphafi að það yrði ósætti við breytta verkaskipt- ingu stjórnar. Það sem við vissum ekki var hvaða mynd slíkt ósætti ætti eftir að taka á sig eins og við höfum orðið vitni á síðustu dögum og vikum. Ég hræðist ekki þessa umfjöllun eða rakalausar ásakanir. Ég trúði lengi vel á að maður ætti einungis að láta verkin tala og að það yrði á endanum ofan á. Mér var hins vegar nýlega bent á að það eru ekki verk sem tala, heldur fólk. Ég er mjög bjartsýn á framtíð VÍS og tel við séum komin langt á veg með að ýta úr vegi stærstu hindrunum. Ég hef mikla trú á starfsmönnum og stjórnendum VÍS og veit að þau stýra félaginu í gegnum þessa umfjöllun.“ kom framboð Herdísar á óvart Kom þér á óvart þegar Herdís ákvað að segja sig úr stjórninni aðeins tveimur vikum eftir aðalfund? „Já, en hitt kom mér meira á óvart að hún hefði ákveðið að bjóða sig fram, ef formannssætið skipti svona miklu máli, því öllum mátti vera ljóst að við vildum sjá breytingar á stjórninni sem á endanum myndu skila betri afkomu félagsins. Það á enginn tilkall til formannsemb- ættisins en það reyndi aldrei á sam- starf okkar í stjórninni og því komu ávirðingarnar á óvart.“ Afsögn Herdísar heldur áfram að draga dilk á eftir sér og í síðustu viku bárust fréttir af því að Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti hluthafi VÍS og sá sem hafði stutt Herdísi, hafi í hyggju að fylgja í fótspor Gildis og selja verulegan hluta af eign sinni í félaginu. Hlutabréfaverð VÍS, eins og fyrirsjáanlegt var, lækkaði mikið í kjölfarið. Er þetta ekki áhyggjuefni? „Gengi hlutabréfa sveiflast upp og niður en aðalatriðið er að línan sé upp á við til lengri tíma litið. Sjálf er ég langtímafjárfestir í félaginu og er sannfærð um að mínu fé sé þar vel varið. Þrátt fyrir lækkunina undan- farna daga er gengið talsvert hærra nú en það var fyrir aðalfundinn í mars. Hitt skal ósagt látið hvort það sé almennt skynsamlegt fyrir fjár- festa að láta fyrirætlanir sínar um að minnka eignarhlut í skráðu félagi spyrjast út því seljandi hlýtur alltaf að vilja hámarka verðið sem hann Við fengum fyrir- spurn frá FME um fyrirætlanir okkar með þessa eign í Kviku. Námskeið í LEAN HAGNÝT NÁLGUN VIÐ AÐ SETJA UPP FYRSTU TÖFLUNA Þetta námskeið í sýnilegri stjórnun er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér VMS töflur vel eða eru að hefja innleiðingu á töflu. Námskeiðið nýtist einnig þeim sem eru að nota töflu en vilja þróa hana áfram. Farið er yfir tilgang sýnilegrar stjórnunar og hugmynda- og aðferðafræði kynnt. Áhersla er lögð á hagnýta nálgun og lausnir við töfluinnleiðingu og þátttakend ur því hvattir til að mæta með hugmyndir til þess að fá sem mest út úr námskeiðinu. Námskeiðið dreifist á tvo daga til þess að þátttakendur geti spreytt sig áfram með töflur milli kennsludaga og dregið lærdóm af notkun á eigin töflu. Fyrri dagur : Fim. 18. maí kl. 9-12 Seinni dagur : Mið. 24. maí kl. 9-11 Verð : 29.900 kr. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Lárus G. Lúðvígsson, sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG. Námskeiðið verður haldið á skrifstofu KPMG, Borgartúni 27. Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar er að finna á kpmg.is Þrír forstjórar á einu ári Tilkynnt var um það á dögunum að Helgi Bjarnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn forstjóri VÍS og tæki við starfinu af Jakobi Sigurðssyn, en hafði gegnt því í aðeins átta mánuði, og sagði því lausu þann 19. apríl síðastliðinn. Svanhildur segir aðspurð að það hafi vissulega komið nokkuð óvænt upp þegar Jakob tilkynnti um ákvörðun sína en hún hafi gefið stjórninni færi á því að vanda til verka þegar leitað var að eftirmanni Jakobs. „Ráðningin á Helga var afrakstur mikillar yfirlegu þar sem áherslan var lögð á faglega nálgun frá upphafi til enda með utanaðkomandi ráðgjöf frá Capacent. Við erum afar ánægð með niðurstöðuna og ráðningin hefur mælst vel fyrir enda hefur Helgi fjölbreytta reynslu sem nýtist vel í starfi forstjóra tryggingafélags og nýtur augljóslega mikils traust á markaði. Hann verður þriðji forstjóri félagsins á einu ári, en ég trúi því að með honum verði ákveðin vatnaskil og festa komist á stjórnun fyrir- tækisins. Ég vænti þess að það sama eigi við stjórnina sjálfa.“ fær fyrir hlut sinn. Á hinn bóginn skapast kauptækifæri fyrir aðra, sérstaklega ef einhverjir hluthafar eru að selja bréfin á útsölu. Ég tel að það séu mikil tækifæri fólgin í félag- inu og fagna öllum nýjum fjárfestum sem sjá þessi sömu tækifæri og við.“ Ákvörðun lífeyrissjóðanna um að selja virðist vera gagnrýni á þig per- sónulega, ekki satt? „Það er erfitt fyrir mig að svara því en ef svo er þá vona ég að það sé vegna þess að fólk þekki mig ekki eða fyrir hvað ég stend. VÍS þarf á breytingum að halda. Hlutverk stjórnarinnar er skýrt – að tryggja góðan rekstur og hag hluthafa sem ég vil að fái sanngjarnan arð af sinni fjárfestingu. Við erum lögð af stað í þá átt og stjórnarmenn eru samstíga í sínum fyrirætlunum eins og sást meðal annars í ráðningu á nýjum forstjóra sem einhugur var um í stjórninni og staðfestir áherslur stjórnarinnar á að hlúa að innviðum tryggingafélagsins. Við höfum mikl- ar væntingar til hans og munum styðja við hann með ráðum og dáð.“ markaðurinn 5M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . M A í 2 0 1 7 M K 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 0 -6 B D 0 1 C E 0 -6 A 9 4 1 C E 0 -6 9 5 8 1 C E 0 -6 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.