Fréttablaðið - 17.05.2017, Page 42

Fréttablaðið - 17.05.2017, Page 42
Markaðurinn @stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 17. maí 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Róbert Marshall og Guðmundur Steingríms- son, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíð- ar, hafa stofnað útgáfufélagið Vertu úti utan um nýtt tímarit sem hefur fengið nafnið Úti. Samkvæmt skrán- ingu félagsins hjá fyrirtækja- skrá Ríkisskattstjóra mun það gefa tímaritið út á íslensku og ensku en einnig framleiða annað fjölmiðlaefni og skipuleggja viðburði og fræðslu sem tengist útivist. Félagarnir tveir sitja í stjórn útgáfufélags- ins ásamt Brynhildi Ólafsdóttur, fyrrverandi fréttakonu og eiginkonu Róberts, og Alexíu Björg Jóhannesdóttur, fyrr- verandi kynningarstjóra Borgar- leikhússins og eiginkonu Guð- mundar. Útgáfufélagið hét áður Reykjavík Casting  ehf.  og var stofnað 2006 af Alexíu Björgu. – hg Fyrrverandi þingmenn skrifa um útivist Róbert Marshall Guðmundur Steingrímsson Það er það sem ég er ofboðslega ósátt við að ekki lágu fyrir nægilegar upplýsingar, en þrátt fyrir það var hæstv. fjármála- og efnahagsráð- herra Íslands tilbúinn að segja að það væri jákvætt að vogunarsjóðir væru að veðja á Ísland. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins 15.5.2017 Skrifstofuhúsnæði til leigu á besta stað í miðbænum. • Komið er inn í rýmið í gegnum sameiginlegt stigahús í miðju húsinu. • Björt skrifstofa með stórum gluggum og fallegu útsýni. • VSK húsnæði. • Stærð 209,8 m2. • Húsnæði er laust strax og þarf að innrétta það. Skrifstofuhúsnæði til leigu á 1. hæð á Hverfisgötu 4, 101 Reykjavík. Óskum eftir tilboðum, áhugasamir hafi samband við svava@ipstudium.is Sú umræða er ekki séríslensk að ómögulegt sé fyrir ungt fólk að eign- ast húsnæði. Hins vegar hefur slík umræða verið áberandi hér á landi undanfarið, en skemmst er að minn- ast þess írafárs sem varð á dögunum vegna auglýsingar Íslandsbanka þar sem bankinn reyndi að fullvissa ungt fólk um að raunhæft væri að leggja skipulega til hliðar fyrir afborgun að fyrstu fasteign. Bankinn hlaut slíka gagnrýni fyrir að auglýsingastofunni sem bar ábyrgð á auglýsingunni var snarlega skipt út. Auðvitað skal ekki gert lítið úr því að það er heljarinnar átak fyrir venjulegt fólk að safna sér fyrir fyrstu fasteign. Þannig á það líka að vera. Varla eru sjálfsögð mann- réttindi að fá afhenta lykla að þriggja herbergja íbúð á besta stað í miðborginni á tuttugu og fimm ára afmælisdaginn. Staðreyndin er líka sú að fasteignaverð í Reykjavík er ekki sérlega hátt í alþjóðlegu sam- hengi, og það jafnvel þótt krónan hafi sennilega aldrei verið sterkari og helstu samanburðarmyntir veikst til samræmis. Fjörutíu milljónir myndu til dæmis varla duga fyrir bærilegri fasteign, á bærilegum stað í neinni af höfuðborgum Norðurlandanna. Hvað þá þegar litið er enn lengra, eins og t.d. til Bretlands, þar sem gjaldmiðillinn er þó í sögulegri krísu. Við þetta má svo bæta að aðgengi að lánsfé er auðveldara á Íslandi en víðast hvar annars staðar. Vissulega eru kjörin á lánunum slæm. Það kemur þó ekki í veg fyrir að fólk geti eignast húsnæði og er raunar önnur og flóknari umræða um framtíðar gjaldmiðilsskipan þjóðarinnar. Hinum megin á hnettinum, í Ástr- alíu, hefur víst verið hávær umræða um sama mál – ungt fólk á húsnæðis- markaði. Ástralski auðkýfingurinn Tim Gurner lét þá hafa eftir sér að ungt fólk ætti einfaldlega að sleppa því að heimsækja hipsterakaffihús og fá sér mörg þúsund króna avó- kadóbrauðsneiðar ef það vildi eiga raunhæfa möguleika á að eignast fasteign. Auðvitað mun enginn pólitíkus taka undir með Gurner, en er þetta ekki hluti vandans? Það verður ekki bæði sleppt og hald- ið. Það að koma undir sig fótunum kostar fórnir. Á meðan er ekki hægt að láta allt eftir sér, og það þarf alltaf að gera málamiðlanir. Fyrsta eignin verður sennilega ekki draumaeignin. Kannski þarf húsnæðisumræðan á Íslandi á smá hreinskilni að halda. Hvar er hinn íslenski Tim Gurner? Fasteign eða avókadó- brauðsneið 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 0 -5 3 2 0 1 C E 0 -5 1 E 4 1 C E 0 -5 0 A 8 1 C E 0 -4 F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.