Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Page 7

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Page 7
Sigurður Tómasson, löggiltur endurskoðandi Arsfundur norræna endurskoðenda sambandsins 1982 Inngangsorð Ársfundur Norræna endurskoðendasam- bandsins (NRF) fyrir árið 1982 var haldinn í Harstad, Noregi dagana 1.-4. júlí. Harstad er ákaflega vinalegur bær í fögru umhverfi í miklum eyjaklasa. Bærinn liggur á 69. breidd- argráðu og er því talsvert fyrir norðan heimskautsbaug. Fundarstaður hafði og ver- ið valinn til að gefa þátttakendum kost á að sjá miðnætursól og bjartar nætur. Og hinir norsku gestgjafar höfðu lofað góðu veðri og sólskini og stóðu svo sannarlega við það — 20-25 stiga hiti og glampandi sólskin alla mótsdagana. Pannig urðu skoðunarferðir þátttakenda um byggðarlagið jafnt að degi sem nóttu öllum eftirminnilegar. Hápunkt- urinn var þó er öllum þátttakendum var raðað um borð í síðutogara og siglt út á sundin útbúin nesti — kartöflur, flatbrauð og veigar með fyrirmælum um að annað nestu yrðu þeir að sjá um sjálfir með aðstoð fiskilínu, sem hver og einn fékk. Og víst er, að enginn fór svangur heim. Þegar hér er komið sögu gætu víst ein- hverjir lesendur farið að halda að ársfund- urinn hafi snúist um heita miðnætursól og veiðitúr. Það er því rétt að snúa sér að því sem ársfundurinn snýst um — ýmsir þættir í starfsemi endurskoðenda á Norðurlöndum. Á fundinum í Harstad voru mættir: Danmörk: Erling Seierup, formaður NRF, John Gath, formaður FSR, Bjarne Nieman Olsen, framkvæmdastjóri FSR. Finnland (CGR): Carl Gustav af Hellström, formaður CGR, Reino Hyyitáinen, varaformaður CGR, Sune Almquist, framkvæmdastjóri CGR. ísland (FLE): Sigurður Tómasson, formaður FLE. Noregur (NSRF): Erling Kr. Andersen, formaður NSRF, Jan Fr. Sönsteby, varaformaður NSRF, Hans Cordt - Hansen, framkvæmdastjóri NSRF. Svíþjóð (FAR): Ulf Gometz, formaður FAR, Björn Mark- land, varaformaður FAR, Bertil Edlund, fulltrúi NRF í UEC, Bo Elshult, fram- kvæmdastjóri FAR. Skýrslur abildarfélaga. Nokkrum vikum fyrir hvern ársfund NRF semur hvert aðildraríki skýrslu um þróun og viðhorf í málum er varða starfsemi endur- skoðenda, félagsmál þeirra og ýmislegt á löggjafarsviðinu er snerta störf þeirra og starfssvið. Skýrslur þessar eru uppbyggðar á sama hátt hjá öllum og dreift meðal aðild- arlandanna nokkrum vikum fyrir ársfundinn og síðan teknar til umræðu á fundinum. Skýrslur þessar gefa góða hugmynd um það 5

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.