Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Side 16

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Side 16
Nú skal þess freistað að gefa yfirlit um þá meginkosti, sem til greina koma um reikn- ingsskilakerfi. Til þess að skilgreina reikn- ingsskilakerfi, þarf að kveða á um tvö atriði. Annars vegar þarf að ákveða, hvaða mats- reglu eða virðingarreglu skuli leggja til grundvallar mati einstakra liða fjármuna og fjármagns. Sem dæmi um kosti á þessu sviði má nefna upphaflegt kaupverð fjármunar og kaupverð sams konar fjármunar síðar, þ.e. endurkaupsverð fjármunarins. Hins vegar þarf að kveða á um, hvers eðlis það eigið fjármagn er, sem við skal miðað, þegar hagnaður tímabils er sagður vera sú fjárhæð, sem hægt er að úthluta við loka tímabils án þess aðs kerða þann stofn, sem eigið fjár- magn er. Víkjum fyrst nánar að afstöðunni, sem taka má til þess, hvers eðlis eigið fé er. Við skilgreiningu eigin fjármagns er um að velja tvo meginkosti. Annars vegar er litið á eigið fé sem peningalegt fjármagn til altœkra nota (financial capital), og er þá ýmist, að tekið er tillit til breytinga, sem orðið hafa á verðgildi peninga eða svo er ekki gert. í síðarnefnda tilvikinu er sú krónutala, sem eigið fé í árslok gerir, þegar fjármunir og skuldir hafa verið metin samkvæmt einhverri tiltekinni matsaðferð, borið saman við eigið fé í ársbyrjun, metið á grundvelli sömu matsferðar í krónum, sem búa e.t.v. yfir hærra kaupmætti , og táknar mismunurinn hagnað/tap tímabilsins. Að sjálfsögðu er í svona lýsingu gert ráð fyrir, að á tímabilinu hafi eigið fé hvorki verið aukið með nýjum framlögum né heldur skert með einvhers konar úttektum. Hagnaðarhugtak, sem teng- ist þessu viðhorfi til eigin fjár, má kenna við varðveizlu krónutölu eiginfjár eða varðveizlu nafnkrónufjármagns. í annarri útgáfu þess viðhrofs til eigin fjár, að það tákni peningalegt fjármagn til altækra nota, er tekið tillit til breytinga, sem orðið hafa á verðgildi verðmælisins, krónunnar. Verðgildisbreytingar eru þá mældar með einhverjum almennt viðurkenndum mæli- 14 kvarða svo sem vísitölu neyzluvöruverðs eða vísitölu verðs einkaneyzlu eins og hún kemur fyrir í þjóðhagsreikningum. Til að mæla hagnað tímabils verður þá að byrja á því að endurmeta eigið fé í upphafi tímabils með því að tjá það í krónum með sama kaupmátt og þann, sem árslokakrónur búa yfir. Sömu- leiðis þurfa allir fjármunir í árslok að ahafa verið metnir í krónum með einn og sama kaupmátt, kaupmátt árslokakróna. Hagnað- arhugtakið er í þessu tilviki kennt við varðveizlu altœks kaupmáttar eigin fjár, eða varðveizlu staðkrónufjármagns. Mælingu hagnaðar út frá þessu viðhorfi má skýra með aðstoð skýringardæmisins, sem fyrr var notað og hefur vonandi ekki alveg liðið lesandanum úr minni. Þess er að minnst, að fyrirtækið fór af stað í upphafi árs með veganesti 100 kr. eigin fjár og að altækt verðlag hækkaði á árinu um 15%. Eigið fé í ársbyrjun mælt í staðkrónum (árslokakrón- um) hefur því numið 115 kr. í árslok stendur eigið féð að baki 120 kr. í handbæru fé og 2 eintökum af vöru, sem kostuðu 10 kr. pr. stykki í innkaupi. £/kaupverð skal á annað borð notað við virðingu þeirra fjármuna, sem kaupverð getur átt við, verður að umrita upphaflegt kaupverð í staðkrónur, en það gerist með því að hækka kaupverð varanna til jafns við þá hækkun, sem orðið hefur á altæku verðlagi þann tíma, sein vörurnar hafa verið í geymslu, þ.e. frá ársbyrjun. Pær verða því metnar á samtals 23 kr. í árslok (= 2 ein. á kr. 11,50). Eigið fé í árslok reynist vera kr. 143 og hagnaður ársins kr. 28 (= 143 —115). í stað þess að sjá í eigin fé fyrir sér peningaupphæð til altækra nota má sjá fyrir sér umráð fyrir forða vissra efnislegra gæða (physical capital). Sérstakan áhuga forráða- manna fyrirtækis vekja þær afurðir, sem fyrirtækið selur og þau framleiðslutæki og önnur gæði, sem fyrirtækið notar við starf- semina. í því óbrotna tilviki þegar fyrirtæki verzlar með aðeins eina tegund vöru og það leigir þá fastafjármuni, sem nauðsynlegir J

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.