Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 17

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 17
kunna að vera til starfseminni verði haldið í gangi, beinist öll athyglin að verzlunarvöru fyrirtækisins. í stað þess að tjá eigið fé þess í krónum er hægt að tjá það í fjölda eintaka af vörunni. Eigið fé er hverju sinni jafnvirði einhvers ákveðins fjölda eintaka af vörunni. Hagnaðarmæling, sem tengist þessu viðhorfi til þess, hvað eigið fé sé í raun og veru, er þá fólgin í því að mæla þá breytingu, sem verður á reikningstímabilinu á þeim eintakafjölda, sem eigið fé veitir umráðarétt yfir. Sé t.d. eigið fé eða skuldlaus eign í upphafi árs jafngildi 10 eininga og í lok árs jafngildi 12 eininga, hefur hagnaður numið 2 einingum, sem má svo tjá í krónum með því að margfalda eintakafjöldann með viðeigandi einingarverði eins og það er í lok tímabilsins. Þetta er nákvæmlega sá útreikningur, sem efnt var til hér að framan í tilefni skýringar- dæmisins, sem notað var til þess að vekja athygli á annmörkum hefðbundinna reikn- ingsskila. Málið verður vissulega flóknara, þegar fyrirtækið framleiðir eða verzlar með margar ólíkar afurðir og notar safn sundurleitra fjármuna við starfsemina. Eigið fé fyrirtækis og reyndar allt fjármagn þess er bundið í ákveðnu safni fjármuna, sem gera því kleift að selja eitthvert ákveðið magn eða virði afurða. Sú starfhæfi, sem eigið fé táknar, er samslungið fyrirbrigði, sem erfitt getur verið að henda reiður á. Vandinn er sá að finna einhlítan mælikvarða á þessa starfhæfi. Reikningshaldarar og hagfræðingar sums staðar erlendis hafa boðið þessum vanda birginn og telja sig hafa fundið nothæfan mælikvarða. í Bretlandi hefur nýlega orðið til staðall um reikningsskil, sem byggir á mæl- 'ngu starfshæfi, og verða meginefni þess reikningsskilakerfis gerð nánari skil síðar. ^að hagnaðarhugtak, sem tengist umræddu viðhorfi til eigin fjár, er gjarnan kennt við varðveizlu sérgildis kaupmáttar, eða varð- veizlu kaupmáttar gagnvart sérstöku gæða- safni. Þá má líka kenna það við varðveizlu starfshæfi fyrirtœkisins eða varðveizlu starfs- máttarfjármagns. Hér að framan hefur verið greint frá tveim ólíkum viðhorfum til þess, hvað hagnaður/- tap sé. Frá því hefur þegar verið skýrt, að til þess að lýsa megineinkennum reikningsskila- kerfis nægir ekki að tiltaka hagnaðarskil- greininguna, heldur verður og að taka fram, hvaða matsreglu er beitt við virðingu ein- stakra fjármuna. Reikningsskilakerfi fær sér- kenni sín af þeim ákvörðunum, sem teknar eru um þessi tvö efni. Þar sem það kann að koma á óvart, að ekki sé nóg að tiltaka merkingu hagnaðar, skal hér tekið einfalt dæmi, áður en gert verður heillegt yfirlit um þá kosti um matsreglur, sem helzt þykja koma til greina. Til þessa hlutverks er kjörið að nota skýringardæmið sem stuðzt var við í I. hluta. Það skal rifjað upp, að í lok árs, fyrir úthlutun hagnaðar, átti fyrirtækið 120 kr. í sjóði og 2 einingar af vöru. Kunnugt er umt vo eiginleika þessara vörueintaka, það er upphaflegt kaupverð, sem var 10 kr. og endurkaupsverð í árslok, sem var 12 kr. Ef gefin skal skýrsla umfyrirtækið á grundvelli aðeins eins reikningsskilakerfis, verður að velja á milli þessarar tveggja eiginleika. Látum rökin fyrir skynsamlegu vali liggja á milli hluta um sinn. Þá blasa við tveir möguleikar um virðingu vörubirgða. Ef hagn- aðarhugtakið skal vera það, sem miðar við varðveizlu nafnkrónufjármagns og ákveðið er að nota kauðverð við virðingu, er eigið fé í árslok talið nema 140 kr. (= 120 kr. í handbæru fé og 2 einingar af vöru á 10 kr. pr. ein.). Þar sem eigið fé í ársbyrjun var ótvírætt 100 kr., verður hagnaður talinn hafa verið 40 kr. Hér er ekki verið að lýsa neinu öðru en niðurstöðu hefðbundinna reikningsskila. Ef hins vegar er ákveðið að virða vörubirgðir út frá endurkaupsverði á reikningsskiladegi fæst bersýnilega niðurstaða um 44 kr. hagnað; endurkaupsvirði vörubirgða er 4 kr. hærra en upphaflegt kaupvirði. Nú liggur fyrir að gera nokkra grein fyrir 15

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.