Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 19

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 19
möguleikarnir um myndun reikningsskila- kerfa miklu fleiri. Á hinn bóginn er á það að líta, að þótt hægt sé að meta sumar tegundir fjármuna samkvæmt einhverri einni þessara reglna, getur verið ótækt að beita reglunni á aðrar tegundir fjármuna. Svo er t.d. um virðingu ýmissa framleiðslutækja til núvirðis sjóðsinnstreymis. Vandinn er í því fólginn, að þegar margar framleiðslunauðsynjar (vinna, hráefni, önnur tæki) í sameiningu með umræddu tæki valda sjóðsinnstreymi, getur verið ógjörningur að úthluta einum geranda, umræddu tæki, sínum hluta af heild sjóðsinnstreymis. Aftur á móti getur verið auðvelt að nota þessa reglu t.d. við mat á virði skuldabréfs. Það er engan veginn sjálfgefið, hvaða matsregla sé bezt. Sem æðsta viðmiðun um, hvað sé bezt í þessu efni, er sú krafa, að upplýsingar um virði fjármuna séu gagnlegar. Um þetta eru menn sammála. En notendur ársreikninga eru ekki á eitt sáttir um, hvaða matsregla gefi gagnlegastar upplýsingar. Að upplýsingar séu gagnlegar felur í sér, að þær séu gagnlegar við töku ákvarðana. Þær ákvarðanir, sem til greina kemur að taka með aðstoð upplýsinga úr ársreikningi, geta aftur verið margs konar. Sem dæmi má nefna 1) mat á frammistöðu æðstu starfsmanna fyrir- tækisins, sem skuli leggja til grundvallar ákvörðun um endurgjald þeim til handa eða um framhald tengsla þeirra við fyrirtækið og 2) ákvörðun einstaklings um, hvort hann skuli kaupa eignarhlut í fyrirtækinu, sem er m.a. grundvölluð á spá hans um afkomu fyrirtækisins í náinni framtíð, en sú spá getur aftur verið byggð á frásögn ársreiknings um afkomuna í náinni fortíð. Vandinn, sem staðið er frammi fyrir við val matsreglna, á sér tvenns konar rætur. Annars vegar er um að ræða fjölbreytileika þeirra ákvarðana, sem studdar skulu upplýsingum úr ársreikningi. Getur vel verið að mat samkvæmt einni reglu hæfi einni tegund ákvörðunar, en mat samkvæmt annarri reglu auðveldi ákvarðanatöku um annað efni. Vegna þessa fjölbreytileika ákvarðana hefur það sjónarmið átt vaxandi fylgi að fagna, að reikningsskil skuli semja eftir fleiri en einum hætti. Það skuli samin tvenn eða jafnvel fleiri reikningsskil fyrir eitt og saman fyrirtæki. Með stöðlum, sem nýlega hafa orðið til í Bretlandi og Bandaríkjunum hefura þessum viðhorfum raunverulega verið hrundið í framkvæmd. Hins vegar er svo vandi, sem stafar af því, að matstölur, sem til verða við beitingu ofangreindra reglna, búa í misríkum mæli yfir ýmsum eiginleikum, sem taldir eru eftirsókn- arverðir. Af kröfunni um, að upplýsingar séu gagnlegar, leiðir, að þær þurfa að vera bæði viðeigandi og áreiðanlegar. Að virðistala sé viðeigandi merkir, að hún skipti máli við spá, sem skal liggja til grundvallar ákvörðun. Við val milli matstalna getur komið til árekstr vegna þess, að ein matsregla hafi ekki ótvíræða yfirburði yrir aðra um báða þessa eiginleika. Til dæmis á kaupverð fjármunar yfirleitt skilið hæstu einkunn fyrir áreiðan- leika, en verður oft að þoka fyrir endurkaups- verði um hinn eiginleikann; það á síður erindi til þess, sem tekur ákvörðun. Örfá orð um möguleikana á öflun upplýs- inga eru við hæfi. í flestum tilvikum er auðvelt að henda reiður á kaupverði fjár- munar. Til vitnis um kaupverð er skjal, sem sýnir, hvað var raunverulega greitt fyrir fjármuninn. Þessi áreiðanleiki upplýsinga um kaupverð er vafalaust meginskýringin á því, hversu lífseig viðkomandi matsregla hefur verið í reikningsskilum. En svona einfalt er málið þó ekki alltaf, þ.e. þegar goldið er fyrir fjármun með öðru en peningum, eða þegar fjármunur (t.d. tæki eða húsnæði til nota við reksturinn) er búinn til innan fyrirtækisins. Um endurkaupsverð (gegnt kaupverð) er það að segja, að af skilgreiningu þess má vera ljóst, að vandasamt og fyrirhafnarsamt getur verið að slá máli á slíkt virði, þegar í hlut á tæki eða bygging og meta verður fjármun út 17

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.