Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 21

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 21
kennt við gengt söluverð — nafnkrónufjár- magn. Vissulega er líka hægt að miða hagnaðarmælinguna við varðveizlu stað- krónufjármagns. Þessi reikningsskilakerfi verða hér ekki frekar á dagskrá. Loks er að nefna þau reikningsskil, sem kveða á um mat fjármuna til sviptivirðis og miða hagnað við rekstrarhæfi eða starfsmátt eigin fjármagns. Niðurstaða þessa reiknings- skila um hagnað táknar þá fjárhæð, sem óhætt væri að úthluta (í arð, tekjuskatt o.s.frv.) án þess að skerða rekstrarhæfi eigin fjár frá því, sem var í upphafi reiknings- tímabils. Hagnaðurinn er óhjákvæmilega mældur í krónum, sem hafa það verðgildi, sem krónur í lok reikningstímabils hafa. Þessi reikningsskil verða auðkennd sem reiknings- skil sviptivirðis — starfsmáttarfjármagns. Þau hafa stundum verið nefnd gangverðsreikn- ingsskil. Það orð er þýðing á enska heitinu current cost eða current value accounting. Þetta enska heiti, og hafnvel hið íslenzka, hefur líka verið notað um annað gjörólíkt reikningsskilakerfi, sem þegar hefur verið minnzt á þ.e. sviptivirði — nafnkrónufjár- magn, og hefur tviræði um merkingu þessara orða valdið verulegum óþægindum. Því hefur hér verið tekið það ráð að forðast heitið gangverðsreikningsskil. III. Nú er komið að því að kynna með aðstoð skýringardæmis hina helztu þeirra kosta um reikningsskilakerfi, sem til greina geta kom- ið. Fyrirtæki ersett á stofn hinn 1. jan. ár 19x1 með framlagi höfuðstóls, 70 kr., og með andvirði langvinns láns, 30 kr. Lánið er afborgunarlaust á fyrsta ári ober 35% árs- vexti, sem skulu greiddir í lok árs. Öll viðskipti fara fram gegn staðgreiðslu. Þegar í upphafi, hinn 2. jan., eru keyptar 10 einingar af vöru fyrir 10 kr. pr. einingu. Hinn 30. júní eru seldar 7 einingar á 15 kr. stykkið. Endurkaupsverð vörunnar er þá orðið 12 kr. og eru þá þegar keyptar 5 einingar á 12 kr. pr. ein. Á sama tíma, 30. júní, eru greiddar 5,50 kr. í verzlunarkostnað. Engin önnur viðskipti eiga sér stað á árinu. í árslok 19x1 er endurkaupsverð vörunnar komið upp í 14 kr.; það gerir 40% hækkun frá ársbyrjun. Og vísitala verðs vöru og þjónustu hefur hækkað úr 100 stigum 1. jan. í 130 stig íárslok. Á miðju árinu stóð hún í 115 stigum. —Lesandinn ætti að setja á minnið stað þessarar lýsingar á starfsemi fyrirtækisins til að vera við því búinn síðar að rifja staðreyndirnar upp. Vert er að staldra við og íhuga, hversu vel svona skýringardæmi speglar starfsemi dæmi- gerðs raunverulegs fyrirtækis. Það eru eink- um þrjú atriði, sem gætu talizt há þessu dæmi. í fyrsta lagi selur fyrirtækið aðeins eina vörutegund á meðan jafnvel smæstu verzl- unar- og iðnfyrirtæki selja gjarnan mörg afbrigði vöru og jafnvel marga ólíka vöru- flokka. í öðru lagi er viðskiptum ársins þjappað saman í stað þess að þau dreifist meira eða minna á allt árið. Einföldun skýringardæmisins um þessi efni rýrir í engu gildi niðurstaðanna, sem komizt verður að um megineinkenni kerfanna, en gæti óneitan- lega villt mönnum sýn. Við einföldunina verður sem sé ekki vart vissra örðugleika við framkvæmd reikningsskila að því er varðar önnur kerfi heldur en hið hefðbundna. Fyrir raunverulegt fyrirtæki vaknar t.d. sú spurn- ing, ef vörunotkun skal metin út frá endur- kaupsverði, hvort skrá skuli endurkaupsverð sérhverju sinni þegar sala fer fram, eða hvort nægi, að notazt sé við meðaltal endurkaups- verðs á árinu, sem sé fundið út með einhvers konar nálgunaraðferð. Og ef seld eru mörg afbirgði eða tegundir eins og sama vöru- flokks, er þá nauðsynlegt að fylgjast með endurkaupsverði sérhvers afbrigðis eða nægir að velja eitthvert afbrigði úr sem fulltrúa þeirra allra? Hér skal látið við það sitja að taka fram, að reikningshaldarar hafa náð þeim tökum á þessum viðfangsefnum, að almennt mun þykja viðunandi. Hinn þriðji annmarki skýringardæmisins er alvarlegri. 19

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.