Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Side 25

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Side 25
fastafjármunir hafa verið umritaðir í krónur með núgildandi kaupmátt, þarf að gefa gaum að sviptivirði þeirra og gera viðeigandi ráðstafanir, ef nauðsynlegt er. “5) Alveg eins og í hefðbundnum reikningsskilum er í því kerfi, sem hér er til meðferðar, litið með velþóknun á vanmat fjármunar, en hvers konar ofmat fordæmt. í reikningsskilakerf- inu, sém nefnt er sviptivirði — staðkrónu- fjármagn og lýst verður innan skamms, er gerð atlaga að þessari hlutdrægni í virðingu. Sviptivirði—nafnkrónufjármagn. Hagnað- arhugtak þessara reikningsskila er hið sama og hagnaðarhugtak hefðbundinna reiknings- skila (kaupverð — nafnkrónufjármagn). í báðum tilvikum er hagnaður miðaður við varðveizlu nafnkrónufjármagns. Þaö sem ber á milli þessara kerfa er, að nafnkrónur eigin fjár eru mældar á ólíkan hátt. í öðru kerfinu ræðs mæling eigin fjár af virðingu fjármuna til sviptivirðis, í hinu af virðingu þeirra til kaup- verðs. í skýringardæminu er eigið fé í upphafi 19x1 hið sama samkvæmt báðum þessum gerðum reikningsskila. í árslok hafa leiðir skilið. Skal hér talið, að hafið sé yfir efa, að sviptivirði vörubirgða í árslok sé jafnt endur- kaupsverði. Sú ályktun felur í sér, að forráðamenn fyrirtækisins hafa sannfært sig um, að vænt hreint söluverð sé hærra en endurkaupsverð. Rekstrarreikningur ár 19x1 Rekstrartekjur: Vörusala Rekstrargjöld Vörunotkun: 7ein. á 12kr. Ýmis verzlunarkostnaður Gengur rekstrarhagnaður Innleystur geymsluhagnaður: 7ein.á2kr. Aukning óinnleysts geymslu- hagnaðar: 3ein. á4kr. = 12 5ein. á2kr. = 10 Vaxtagjöld Hagnaður 105 84 5,50 89,50 15,50 14 22 36 51,50 ______ 10.50 41,00 Efnahagsreikningur lok 19x1 Fjármunir Sjóður 29 Vörubirgðir: 8ein. á 14kr. 112 141 Fjármagn Langvinntlán Höfuðstóll 1/1 Hagnaður árs 30 70 41_ 111 141 Ein niðurstaða þessara reikningsskila er sú, að hagnaður ársins hafi numið 41 kr. Ársreikningurinn sýnir sitthvað fleira um árangur starfseminnar, og sýnist sitt hverjum um, hvað af því sé athyglisverðast. Lítum nánar á smærri drætti í myndinni. Vörunotk- un, aðalgjaldaliður rekstrarreiknings, fæst með því að margfalda fjölda seldra eininga með sviptivirði seldra vara, þ.e. endurkaups- verði, á söludegi. Vörunotkun hefur verið mæld 14 kr. hærri en í reikningsskilum, sem byggjast á notkun kaupverðs. Þessi tilbúni 14 kr. gjaldaliður kemur svo síðar í rekstra- reikningum fram sem sérstakur tekjuliður undir heitinu innleystur geymsluhagnaður. Geymsla fjármuna er eitt af þeim hlutverk- um, sem fyrirtæki fer með. Af öðrum hlutverkum verzlunarfyrirtækis má nefna upplýsingamiðlun, staðarbreytingu ( flutning vöru frá iðnfyrirtæki í átt til notanda) og sundurhlutun (keypt í stórum stíl, selt í smáum), og fyrir iðnfyrirtæki mundi bætast við formbreyting aðfanga í afurðir. í þeim reikningsskilum, sem hér eru til meðferðar, er virðisaukinn (eða skerðingin), sem verður við geymslu, einangraður. Geymsluhagnaður er kallaður innleystur, þegar hann hefur orðið að veruleika við sölu. En auk 14 kr. innleysts geymsluhagnaðar, hefur á árinu myndazt 22 kr. geymsluhagnaður, sem er 23

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.