Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 27

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 27
verið lýst, og reyndar líka kerfið, sem næst verður tekið fyrir, verður ávallt tengt nafni bandarísku hagfræðinganna E. O. Edwards og P.W. Bell, sem skrifuðu um þau ítarlega ritgerð, The Theory and Measurement of Business Income, sem út kom árið 1961. 6) Greining þeirra á hagnaði varð svo kveikja að hugmynd um allt önnur og gjörólík reikn- ingsskil, sem eru í ætt við reikningsskil þau, sem hér hafa verið kennd við sviptivirði — starfsmáttarfjármagn. Samkvæmtþessari hug- mynd er ekki jafnræði með gengum rekstrar- hagnaði og þeim geymsluhagnaði, sem mynd- ast á árinu. Til þess að fyrirtækið geti haldið veili, verður það að halda birgðir af vörum (hráefni, rekstrarefnum, fullunnum afurð- um, vörum til endursölu). Fyrirtæki setja sér gjarnan ákveðna stefnu að því er varðar birgðahald, t.d. um það að biðtími birgða skuli vera 2 mánuðir eða 3, þ.e. þessum vörum skuli velt eins og sagt er 6 sinnum eða 4 sinnum á ári. Sömuleiðis er óhjákvæmilegt, að fyrirtæki starfræki ákveðna fastafjármuni (húsnæði, tæki). Þá hækkun, sem verður á verði þessara fjármuna frá kaupdegi til notkunardags sé ekki hægt að telja til hagnaðar. Fyrirtæki, sem skuli halda áfram starfsemi með óbreyttum hætti, sé engu betur sett, þótt þessir fjármunir hækki í verði. Geymsluhagnaðinum svonefnda verði fyrr eða síðar að ráðstafa til að fjármagna endurnýjun fjármunanna. Kastljósið beinist þá að gengum rekstrar- hagnaði sem kjarna eiginlegs hagnaðar. En vaxtagjöldin, sem í rekstrarreikningnum að framan nema 10,50 kr., mega ekki verða útundan. Þegar þau hafa verið dregin frá, kemur út niðurstaða um hagnað að fjárhæð 5 kr. Fyrstu heilsteyptu hugmyndirnar um verðbólgureikningsskil, sem til urðu í Bret- landi fyrir örfáum árum, tillögur Sandilands- nefndar og Morpeth-nefndar, 7) kváðu á um reglur, sem mundu fyrir skýringardæmið, sem hér hefur verið stuðzt við, leiða til niðurstöðu um, að hagnaður hefði verið 5 kr. Á reikningsskilum eru meinlegir gallar. Vaxtagjöldin, sem hafa komið að fullu til frádráttar, eru vegna lánsfjármagns, sem hefur átt þátt í að gera fyrirtækinu kleift að halda fjármuni þá, sem hafa orðið tilefni geymsluhagnaðarins svonefnda. Ef við mæl- ingu hagnaðar skyldi stefnt að varðveizlu kaupmáttar eigin fjár, en ekki alls fjármagns, gagnvart því sérstaka gæðasafni, sem fyrir- tækið byggir starfsemi sína á, ætti að telja þann hluta geymsluhagnaðar, sem lánsfé hefur staðið undir, til hagnaðar, sem óhætt væri að úthluta. í öðru lagi er með þessum reikningsskilum ekki séð við þeirri rýrnun, sem verður á kaupmætti peningalegra fjár- inuna. Loks er þess að gæta, að fyrirtækið getur með vel heppnaðri spákaupmennsku hafa innbyrt geymsluhagnað umfram það, sem nauðsynlegt er talið era til að halda starfseminni gangandi. í þeim brezka staðli um veröbólgureikningsskil, sem að lokum hlaut staðfestingu sem fyrirmynd, hefur verið ráðin bót á öllum þessum annmörkum. Sú hugmynd, að afkomu fyrirtækis verði bezt lýst með gengum rekstrarhagnaði, er ekki ný af nálinni. Þegar á árinu 1929 setti Þjóðverjinn F. Schmidt fram kenningu sína um reikningsskilakerfi, sem hann nefndi „die organische Tageswertbilanz“.8/ Meira en þrír tugir árganga íslenzkra viðskiptafræðinga hafa stofnað til kynna við „organisku“ regl- una, sem svo hefur verið nefnd, m.a. með lestri rita Palle Hansen (Vurderings- og kalkulationsproblemer 9) og O. Sillén og N. Vásthagen (Balansvárderingsprinciper I0)). Að vísu hélt Schmidt sér við endurkaups- verð, fremur en sviptivirði. En hann sá við veigamestu inótbárunum gegn hollustu við gengan rekstrarhagnað, sem áður voru nefnd- ar, þ.e.a.s. þeim sem hljótast af notkun lánsfjármagns og af eigu peningalegra fjár- muna á tímum verðhækkana. Hann hafði uppi tilburði til að leiða rök að því, að á tímum verðbreytinga ætti fyrirtæki að kapp- kosta, að lánsfjármagn væri jafnt peningaleg- 25

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.