Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 31

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 31
eigin fjár Iiðurinn endurmatsforði. Um er að ræða endurmat á eigin fé 1/1, þ.e. þá krónutölubreytingu, sem verður á þeirri fjárhæð, sem stendur fyrir óbreyttan sérgild- an kaupmátt eigin fjár. Fjárhæð endurmats má fá með því að upphækka eigið fé 1/1 með þeirri breytingu, sem orðið hefur á verði vörunnar: 70x0,40 = 28. Bókfærslulega hefur þessi fjárhæð drðið til með eftirfarandi hætti: 14 (mótbókun við álag á vörunotkun) + 4 (álag vegna virðisrýrnunar peningalegs rekstrarfjár) + 22 (aukning óinnleysts geymsluhagnaðar) - 12 (leiðrétting vegna skuldsetningar). Ástæða er til að árétta, að á niðurstöðunni um hagnað, 13 kr., verða ekki gerðar neinar gagnlegar aðgerðir. Það kemur ekki til greina álíka aðgerð og efnt var til, þegar reiknings- skil, sem byggð eru á nafnkrónufjármagni, eru ummynduð í reikningsskil staðkrónufjár- magns. 12) Efnahagsreikningur í árslok er í krónum með kaupmátt árslokakróna. Pótt sumir liðir rekstrarreiknings séu ekki í krón- um með kaupmátt árslokakróna, gera aðrir liðir að verkum, að útkoman um hagnað hefur þann eiginleika, sem til er ætlazt. Það er aðalatriðið. Ef gera skyldi samanburð milli ára um einhverja stærð þessara reiknings- skila, t.d. um hagnað eða tekjur af vörusölu, verður vissulega að nota einhverja verðvísi- tölu til umreiknings í samanburðarhæfar tölur. Sá tilgangur, sem vakir fyrir athugand- anum, ræður vali hans á vísitölu. IV. íslenska kerfið. Kerfið, sem farið var að nota við gerð reikningsskila árið 1979 grund- vallast á 1) ákvæðum bókhaldslaga ( nr. 51/1968), 2) lögum um hlutafélög (nr. 32/ 1978) og 3) ákvæðum laga um tekju- og eignarskatt (núgildandi lög nr. 75/1981). Afskipti skattalaga byggjast á ákvæði til bráðabirgða XI um að „öllum bókhaldsskyld- um aðilum (sé) heimilt að miða gerð ársreikn- inga sinna við ákvæði þessara laga að því er varðar endurmat, fyrningar og færslu vegna verðbreytinga. Lögin raska þó ekki ákvæðum tilvitnaðra laga (þ.e. laga um bókhald og fl.) um að eignir í ársreikningi skuli ekki tilfæra með hærra verði en raunverulega svarar til verðmætis þeirra.“ Ólíkt því sem gerzt hefur í nágrannalöndunum (t.d. Bretlandi og Bandaríkjum N.Am.) hafa breytingar á reglum um ákvörðun tekjuskattsstofns hér á landi orðið samferða breytingum á reglum um reikningsskil til andsvars við verðbólgu. Skýringardæmið eitt sér er ekki sem bezt fallið til notkunar við samanburð íslenzka kerfisins við önnur kerfi, sem hér hafa verið kynnt. Óhjákvæmilegt er, að gefnar verði forsendur, sem ekki hefur reynt á til þessa. Forsendurnar eru þessar: 1) Fyrirtækið hefur verið sett á stofn í tæka tíð fyrir árslok 19x0, en ekki hinn 1/1 ár 19x1 eins og gert hefur verið ráð fyrir til þessa. Ef stofndagur hefði ekki verið þannig færður til, mundi ekki á fyrsta rekstrarári reyna á þá svokölluðu verðbreytingarfærslu, sem er eitt helzta sér- kenni kerfisins. 2) Vísitala byggingarkostn- aðar og vísitala altæks verðlags, sem svo hefur verið nefnd, breytast í nákvæmlega sama mæli. Vísitala byggingarkostnaðar er höfð með, vegna þess að skattalögin mæla fyrir um notkun hennar við útreikning verð- breytingafærslunnar og við endurmat af- skriftagrunns fastafjármuna og þar með við endurmat afskrifta. 3) Þá er loks gert ráð fyrir, að hækkun meðaltalsbyggingarvísitölu milli áranna 19x0 og 19x1 hafi numið 30%, þ.e. sömu tölu og hækkunin árið 19x1. Við getum hugsað okkur, að í gangi hafi verið, sé og muni verða verðbólga, sem sé 30% á hverjum 12 mánuðum. Þá hefur orðið 30% hækkun á byggingarvísitölu frá 30/6 19x0 til 30/6 ár 19x1. Nauðsyn forsendu um þetta efni helgast af þeirri forskrift, sem fylgt skal við útreikning verðbreytingarfærslu. Ekkert er því nú til fyrirstöðu, að samin verði reiknings- skil fyrir 19x1. 29

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.