Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 33

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 33
un við nafnkrónufjármagn í viðmiðun við staðkrónufjármagn að felast leiðrétting, sem samanlagt gerir gjöld að fjárhæð 21 kr., þ.e. gjöld, sem eru jöfn íslenzku verðbreytingar- færslunni. í rekstrarreikningi dreifist þessi leiðrétting á marga liði, og skal hér ekki hirt um að tína þau brot saman. En hagnað tímabils má líka finna með samanburði eigin fjár við upphaf og lok tímabils, og þess er nú að minnast, að fyrir þessi reikningsskil fólu leiðréttingar efnahagsreiknings 1/1 í sér hækkun eigin fjár um 21 kr. Eigið fé þannig hækkað í staðkrónur ársloka skyldi koma til frádráttar eigin fé í árslok við mælingu hagnaðar. Áður hefur verið staðhæft, að reikningsskil sviptivirðis - staðkrónufjármagns gefi sanna mynd af afkomu fyrirtækis í mikilvægum, gagnlegum skilningi. Á reikningsskil kaup- verðs - staðkrónufjármagns má líta sem hagnýta viðleitni til að nálgast sömu niður- stöðu. í skýringardæminu mundu þessi tvenns konar reikningsskil hafa leitt til einnar og sömu niðurstöðu, ef vísitala altæks verð- lags og verð verzlunarvöru fyrirtækisins hefðu hækkað jafnmikið. Við frekari athug- un íslenzku reikningsskilanna skal hér aðeins litið á reikninsskil kaupverðs - staðkrónufjár- magns til samanburðar. Bæði í þeim reikn- ingsskilum og hinum íslenzku ræðst útkoman um afkomu af tilbúinni matstölu vörubirgða, þ.e. tölu sem ákveðin er út frá allt öðrum sjónarmiðum en þeim, sem varða markaðsað- stæður og viðhorf á reikningsskiladegi. Sú spurning vaknar, hvort sá gífurlegi munur á afkomu, sem fram kemur í skýring- ardæminu, sé dæmigerður um mismun á útkomu samkvæmt þessum tveim kerfum. Svo er ekki. Svona mismunur kemur aðeins fyrir á fyrsta rekstrarári. Ef t.d. athugaður er rekstur fyrirtækis, sem á tímum samfelldra verðhækkana á í viðskiptum, sem dreifast jafnt á árið, og fyrirtækið heldur hverju sinni fast magn birgða, er hægt að sannfærast um, að afkoma eftirfarandi ára (ár 2, 3 o.s.frv.) verður mæld nákvæmlega hin sama. Aukning mismunar á matsvirði vörubirgða, sem leiðir til hærri útkomu um hagnað í reikningsskilum kaupverðs - staðkrónufjármagns, fæst ná- kvæmlega vegin upp í mismun á annars vegar leiðréttingu eigin fjár 1/1, í reikningsskilum kaupverðs - staðkrónufjármagns, og íslenzku verðbreytingarfærslunni hins vegar. Allan mismuninn á fyrsta rekstrarári má sem sagt setja í samband við mismun á birgðamati, sem lætur svo ekki að sér kveða eftir það. Þessi munur ræðst af tvennu: annars vegar af magni vörubirgða í hlutfalli við umsvif á árinu, hins vegar af hraða verðhækkana. Segjum t.d., að innkaup fyrir- tækis dreifist jafnt á árið og að það haldi að staðaldri birðgir, sem svari til þriggja mánaða notkunar. Gefum okkur jafnframt, að vísi- tala altæks verðlags og verð verzlunarvör- unnar hafi hækkað í sama mæli, t.d., um 4% á mánuði. Upphaflegt kaupverð vörueining- anna, sem fyrirtækið á í birgðum í árslok, er að meðaltali jafnt innkaupsverðinu eins og það var einum og hálfum mánuði fyrir árslok. Metnar á upphaflegu kaupverði gera vöru- birgðirnar um áramót um 6% lægri fjárhæð (= Wi x 4%) heldur en þær mundu gera, ef þær væru metnar á kaupverði umreiknuðu í staðkrónur (= endurkaupsverð í árslok í þessu dæmi). Ef biðtími vörubirgða væri 2 mánuðir mundi frávikið vera 8%. Auk mismunar á birgðamati er svo annað atriði, sem getur valdið verulegu fráviki á fyrsta ári. Ef fyrirtækið í skýringardæminu hefði verið stofnað rétt eftir ársbyrjun 19x1, fremur en rétt fyrir lok árs 19x0, hefði það ekki notið neinnar gjaldfærslu vegna verð- breytinga við ákvörðun tekjuskattsstofns, og árið 19x1 hefði komið út með 19 kr. hagnað; það ræður sem sagt úrslitum, hvenær á árinu fyrirtæki er stofnað, ogverið getur að fyrir- tæki fái ekki neina gjaldfærslu, eða tekju- færslu, ef henni væri til að drifa, fyrir allt að því fyrsta heila rekstrarár sitt. Verði sú breyting síðar á lífsferli fyrirtækis, 31

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.