Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Qupperneq 39

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Qupperneq 39
Rekstrarreikningur ár 19x1: Hreinar rekstrartekj ur samkv. reikn- ingsskilum kaupverðs—nafnkrónu- fjármagns 29,50 —Álag á kaupverð seldra vara -14,00 —Álag vegna virðisrýrnunar pen- ingalegs rekstrarfj ár -4,00 11,50 Leiðrétting vegna sk'uldsetningar: 30% af 18kr. 5,40 — Vaxtagjöld -10,50 -5,10 Hagnaður 6,40 Efnahagsreikningur lok 19x1: Fjármunir Sjóður 29 Vörubirgðir: 8ein. á 14 kr. 112 141 Fjármagn Langvinnt lán 30 Höfuðstóll 1/1 70 Endurmatsforði 34,60 Hagnaður árs 6,40 111 141 Á niðurstöðu þessara reikningsskila og reikningsskilum sviptivirðis — starfsmáttar- fjármagns, eins og þeim hefur verið lýst hér að framan, er sá einn meginmunur, að sam- kvæmt brezku fyrirmyndinni er með leiðrétt- ingu vegna skuldsetningar ekki tekinn til baka hluti lánardrottins í aukningu óinnleysts geymsluhagnaðar. í fyrra tilvikinu er þessi leiðrétting 12 kr. Þessa tölu mátti fá annað hvort með því að mæla kaupmáttarrýrnun lánsfjár gagnvart verzlunarvöru fyrirtækisins (40% af 30 kr. láni 1/1) eða með því að taka þann hundraðshluta af samtölu geymslu- hagnaðar og álags vegna rýrnunar peninga- legs rekstrarfjár, 40 kr., sem svarar til hlutdeildar lánsfjár 1/1 af heildarfjármagn- inu, þ.e. 30%. Af geymsluhagnaðinum, sem myndazt hefur á árinu, 36 kr., voru aðeins 14 kr. innleystar (= álag á kaupverð seldra vara), en 22 kr. óinnleystar í árslok. Sam- kvæmt brezka staðlinum á aðeins að taka aftur hluta lánsfjármagns af innleystum geymsluhagnaði. Því verður leiðréttingin 30% af 18 kr., þ.e. 14 kr. innleystum geymsluhagnaði svo og 4 kr. leiðréttingu vegna rýrnunar peningalegs rekstrarfjár. í framtíðinni muns vo óinnleystur geymslu- hagnaður myndast að nýju, nema því aðeins að verzlunarvara fyrirtækisins hætti að hækka í innkaupsverði. - í lýsingunni að framan á liðnum „leiðrétt- ing vegna skuldsetningar“ hefur reyndar verið stuðzt við anda brezka staðalsins, en ekki verið farið bókstaflega eftir forskrift staðalsins. Þykir ekki efni til að íþyngja lesandanum með langri greinargerð, sem þyrfti til að ákvæðum staðalsins um þetta efni verði gerð viðunandi skil. Af meðferð skýringardæmisins gæti lesand- inn dregið þá ályktun, að við raunhæfar aðstæður þyrfti að leggja óhemju mikla fyrirhöfn við útreikning vegna „álags vegna virðisrýrnunar peningalegs rekstrarfjár," þar sem þessi liður gæti tekið tíðum breytingum yfir árið. Reyndar er peningalegt rekstrarfé myndað af fleiri og að jafnaði fyrirferðar- meiri liðum en þeim eina, sem fyrir kom í skýringardæminu, en hann var tímabundinn forði handbærs fjár. Peningalegt rekstrarfé tekur líka til útistandandi skulda, skulda við birgja (sem frádráttarlið) og fleiri áþekkra sammtímaliða efnahagsreiknings. Brezki staðallinn veitir heimild til notkunareinfaldr- ar nálgunaraðferðar við útreikning umrædds álags, sem byggir á skoðun stöðu peningalegs rekstrarfjár einungis við upphaf og lok árs. Pessi vinnubrögð eru til marks um það kapp, sem á það er lagt að gera reikningsskilin sem auðveldust viðureignar. Viðbrögð bandarískra reikningshaldara við verðbólguvandanum voru kunngjörð um svipað leyti og niðurstöður brezkra starfs- bræðra þeirra með birtingu „Statement of Financial Accounting Standards No. 33“ í september 1979.16) Bandaríski staðallinn, eins og sá brezki, tekur einungis til stærri 37

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.