Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 7
Ef tekið er annað dæmi með sömu forsendum og
það síðasta nema að því leyti að hlutafé d er kr 500
þús. er útkoman sú sama og áður í ígildiskerfmu og sí-
gilda kerfinu. Utkoman í íslenska kerfinu er hins veg-
ar sýnd í eftirfarandi töflu.
TAFLA3
DÓTTURFÉLAG
Hagnaður d hf 100
Frádráttarbær arður (50)
Skattskyldar tekjur d hf 50
Tekjuskattur d hf (50x33%) (16,5)
Arðsúthlutun (100-16,5) 83.5
MÓÐURFÉLAG
Arðstekjur móðurfélags 83,5
Tekjuskattur m hf (83,5x33%) (27,5)
Tekjur m hf eftir skatt 56
3. Greiðslur á arði frá íslandi
3.1. Bandaríski samningurinn
Framangreind dæmi sýna að íslenska kerfið er ekki
til þess fallið að koma í veg fýrir tvískattlagninu milli
móður og dótturfélaga. Annmarkar íslenska kerfisins
koma þó enn ffekar í ljós þegar um er að ræða greiðsl-
ur á arði úr landi.
Þetta verður sýnt í töflu 4. Forsendur eru þær sömu
og í dæmi 2 og gert er ráð fjrir því að um sé að ræða
bandarískt móðurfyrirtæki. I dæminu er einungis sýnd
skattlagning á Islandi. Samkvæmt 12. gr tvísköttunar-
samningsins milli íslands og Bandaríkjanna má Island
undir þessum kringumstæðum aðeins taka 5 % afdrátt-
arskatt.
TAFLA4 ígildiskerfi Sígilt kerfi íslenskt kerfi
Hagnaður d hfIS 100 100 100
Frádráttarbær arður 0 0 100
Skattsk. tekj. dhf ÍS 100 100 0
Tsk. dhfíS (33) (33) 0
Arðsúthlutun 67 67 100
Arður ffá d f. skatt 67 67 100
Afdráttarsk. 5% (3.4) (3.4) (5)
Tekj. m hf USA effir skatt 63.6 63.6 95
Dæmið í töflu 4 sýnir greinilega muninn á íslenska
kerfinu annars vegar og ígildiskerfinu og sígilda kerf-
inu hins vegar. íslenska kerfið veitir bandaríska móð-
urfélaginu sjálfvirkt hagræði af ffádrættinum hjá ís-
lenska dótturfélaginu á meðan óskertur tekjuskattur
næst af dótturfyrirtækinu í hinum kerfunum tveimur.
Miðað við 34% tekjuskatt félaga í Bandaríkjunum er
reiknaður bandarískur tekjuskattur móðurfyrirtækis-
ins af arðgreiðslum frá íslenska dótturfyrirtækinu kr.
34. Frá þeirri fjárhæð getur bandaríska félagið dregið
íslenska skattinn kr. 5. Það greiðir þannig 5 kr. í ríkis-
sjóð íslands og 29 kr. í ríkissjóð Bandaríkjanna vegna
skatta af 100 kr. arðgreiðslu. Þessi ójafha skipting er
bein afleiðing af íslenska ffádráttarkerfinu og leiðir til
þess að íslenskar skatttekjur tapast. Þá má búast við því
að hagræði ffádráttarreglunnar leiði til þess að erlent
fjármagn leiti fljótt út úr landinu aftur.
Nú má spyrja hvort þetta frádráttarkerfi hvetji ekki
einmitt til bandarískrar fjárfestingar á Islandi? Það
stenst varla vegna þess að bandaríska félagið þarf að
greiða 34 % tekjuskatt hvort sem Island tekur 5% eða
33%. Það skiptir bandaríska fyrirtækið væntanlega
engu máli hvernig ríkissjóðir landanna tveggja skipta
skattpeningunum á milli sín.
Til þess að ffádráttarkerfið íslenska væri hvetjandi
fyrir bandaríska fjárfestingu á Islandi þyrfti tvísköttun-
arsamningurinn við Bandaríkin að innihalda ákvæði
um að bandaríska fyritækið fengi frádrátt ffá banda-
rískum skatti sem væri hærri en næmi þeirri fjárhæð
sem það hefur greitt í skatt á Islandi („Tax sparing
credit“). Það skal tekið fram að bandarísk stjórnvöld
hafa hvergi fallist á „Tax sparing credit“ í sínum tví-
sköttunarsamningum.
3.2. Norræni samningurinn. íslensk
hækkunarregla
Þetta vandamál um misjafna skiptingu skatts milli
Islands og annarra landa vegna 10% reglunnar hefur
verið leitast við að leysa eða jafna með sérstöku ákvæði
sem er að finna í öllum okkar tvísköttunarsamningum
nema samningnum við Bandaríkin.
Sem dæmi má taka tvísköttunarsamning okkar við
hin Norðurlöndin frá 1989. Samkvæmt 10 gr. samn-
ingsins er almenna reglan sú að hlutafjárarður er skatt-
lagður í því ríki sem hluthafinn er heimilisfastur. Rík-
ið þar sem hlutafélagið sem greiðir arðinn er heimilis-
fast má þó taka 15% af vergri fjárhæð ágóðahlutans
sem greiddur er úr landi.
Þetta gildir þó ekki þegar um svokallaða beina fjár-
festingu er að ræða, þ.e. þegar það félag sem móttek-
ur arðinn á a.m.k. 25% eignarhlutdeild í félaginu sem
greiðir arðinn. Þegar urn beina fjárfestingu er að ræða
5