Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 23

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 23
eftirlitsaðila um atriði sem hann kemst að við fram- kvæmd endurskoðunar hjá fjármálastofnun og: - varða brot á lögum og reglum sem stofhunin starf- ar efirir, - hafa áhrif á áframhaldandi rekstur stofnunarinnar, - myndu leiða til neikvæðrar árimnar endurskoðanda eða áritunar með fyrirvara. Sama á við varðandi atriði sem endurskoðandi kemst að við endurskoðun á fyrirtæki sem fjármála- stofhunin hefur náin tengsl við (close links) á grund- velli ráðandi stöðu (control relationship). Upplýs- ingaskylda endurskoðanda samkvæmt ffamansögðu telst ekki brot á þagnarskylduákvæðum sem kunna að vera til staðar í öðrum lögum ef hann er í góðri trú með upplýsingagjöfina. Framangrein ákvæði voru lög- tekin hér á landi vorið 1996. Af hálfu Svía var gerð grein fyrir nýlegum tillögum (mars 1995) sem varða upplýsingaskyldu ytri endur- skoðenda til Finansinspektionen. Tillögurnar gera ráð fyrir að Finansinspektionen geti lagt fyrir endur- skoðanda fjármálastofnunar að á komandi endurskoð- unartímabili nái endurskoðunin m.a. yfir nánar tiltek- in athugunarsvið sem fella skal inn í endurskoðunará- ætlunina. Endurskoðanda ber síðan að gefa eftirlitínu skýrslu um niðurstöður endurskoðunar á þessum til- teknu sviðum innan ákveðins tíma eftir nánara sam- komulagi við eftirlitið. Gert er ráð fyrir að Finansin- spektionen boði til fundar (planeringsmöte) með end- urskoðendum þeirra fjármálstofnana sem eftirlitið tel- ur ástæðu til að athuga sérstaklega á árinu t.d. vegna stærðar, sérstakra vandamála eða vegna þess að við- komandi stofnun hefur lent í úrtald. Slíkur fundur skal skoðast sem eðlilegur þáttur í ffamkvæmd endur- skoðunarinnar. Endurskoðendum annarra fjármálastofnana en þeirra sem Finansinspektionen telur ástæðu til að at- huga sérstaklega yrði síðan bréflega sendar óskir eftir- litsins um tiltekin athugunarsvið og hvernig skýrslu- gerð skuli háttað en gert er ráð fyrir að um verði að ræða fráviksskýrslur, þ.e. eingöngu þurfi að gefa skýrslu um þau atriði sem sýna frávik frá eðlilegri starfsemi en endurskoðandinn skuli þó einnig gefa skýrslu um þau atriði sem hann telur að hafi þýðingu fyrir eftirlitið. Með ffamangreindum hætti gerir þessi sænska tillaga ráð fyrir að takmarka megi skýrsluflæð- ið til eftirlitsins. Sænska tillagan gerir ennfremur ráð fyrir að eftirlit- ið geti óskað effir að endurskoðandi fjármálastofnunar afli upplýsinga sem eftirlitið telur nauðsynlegt að fá við reglubundið eftirlit enda fái endurskoðandi slíkar óskir með góðum fyrirvara. Slíkar verkbeiðnir til end- urskoðanda eiga að skoðast sem eðlilegur þáttur í end- urskoðuninni og þarf ekki að afla sérstaks leyfis ffá viðkomandi fjármálastofnun. Sænska tillagan gerir ráð fyrir að Finansinspektionen fái heimild til að til- nefna endurskoðanda eða nýta sér utanaðkomandi ráðgjafa vegna sérstakra verkefha. Reyndar gera nú- gildandi reglur ráð fyrir að Finansinspektionen skuli tilnefha endurskoðanda með fjármálastofhun en slíkt fyrirkomulag er ekki talið heppilegt sem aðalregla. Sænska tillagan felur í sér útvíkkun á skyldum endur- skoðenda fjármálastofhana og gerir þá upplýsinga- skylda gagnvart eftirlitinu. Nauðsynlegt er að gera til- teknar lagabreytingar af þessu tilefhi. Ekki er gert ráð fyrir að hin nýja skipan sem tillagan gerir ráð fyrir hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir bankakerfið. Aætl- að er að lög og reglur samkvæmt efni tillögunnar taki gildi á miðju ári 1996.

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.