Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 31

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 31
ná fram ákveðnum margfeldisáhrifum, þ.e. að þess er vænst að rekstrarárangur félaganna eftir samtengingu verði betri en áður. Slíkt veður hins vegar ekki alltaf raunin. Ef í ljós kemur að samtenging félaga hefur ekki tekist getur verið auðveldara að láta hana ganga til baka með því að selja hlutabréfaeign í dótturfélagi en að selja þær eignir sem viðkomandi félag átti fyrir samruna. Ef félög hafa verið sameinuð með samruna er einungis hægt að láta hann ganga til baka með því að selja þær eignir sem viðkomandi félag átti fyrir samrunann. Annað atriði sem kemur til álita í þessu sambandi er sú staðreynd að hlutafélög eru félög með takmarkaðri ábyrgð hluthafa. Ef félag er hluthafi í öðru félagi ber það aðeins takmarkaða ábyrgð líkt og aðrir hluthafar. Ef eitt félag rennur hins vegar inn í annað við samruna eða með sameiningu verður hið nýja félag skuldari að ölluin skuldum viðkomandi félags. Bókun fjárfestinga í dótturfélögum Meginreglur við bókun á fjárfestingum í dótturfé- lögum eru tvær og eru á ensku nefndar „purchase accounting" og „pooling of interest accounting“ og hafa á íslensku verið nefndar „kaupaðferð“ og sam- legðaraðferð“. Kaupaðferð: Samkvæmt kaupaðferðinni er litið svo á að með- höndla eigi samtengingu félaga sem kaup á eignum án tillits til þess hvernig slík samtenging á sér stað. Eign- ir sem félag eignast við samtengingu með því að greiða fyrir þær með peningum eru færðar í bókhaldi móður- félagsins á því verði sem greitt er fyrir þær. Eignir sem félag eignast við samtengingu með því að gefa út hlutafé sem greiðslu eru annað hvort færðar við gang- verði viðkomandi eigna eða hlutafjárins. Val á því hvor viðmiðunin er notuð byggist á því hversu aðgengileg- ar upplýsingar um verðmæti þessara eigna eru. Eftirfarandi fyrirmæli varðandi skiptingu á kostnað- arverði íjárfestingar samkvæmt kaupaðferð voru sett fram af bandarísku reikningsskilanefndinni (APB op- inion no. 16): „Allar raunverulegar eignir (identifiable assets) sem keyptar eru og yfirteknar skuldir við sam- tengingu skal færa á matsverði á kaupdegi. Það sem kann að vera greitt fyrir félag umfram matsverð eigna að ffádregnum skuldum skal færa sem viðskiptavild.“ Þegar kaup á eignarhluta í félagi fellur undir kaup- aðferðina þarf að meta eignir til markaðsverðs, sem yf- irleitt er hærra en bókfært verð viðkomandi eigna. Þetta yfirverð er síðan afskrifað. Oftast er miðað við að afskrifa yfirverð á áætluðum líftíma þeirra eigna sem það tilheyrir. Einnig hafa verið sett fram fyrirmæli í Bandaríkjunum um að keypt viðskiptavild skuli af- skrifuð á ekki lengri tíma en 40 árum. Samkvæmt lög- um um ársreikninga ber að afskrifa kostnað vegna óeíhislegra réttinda á ekki lengri tíma en fimm árum. Af þessu leiðir að verulegar gjaldfærslur geta fylgt því að nota kaupaðferð í formi afskrifta af yfirverði eigna og viðskiptavildar. I samtengingum félaga sem flokkaðar eru sem kaup verður að ráðstafa þeim mismuni sem er á milli kaup- verðs og hlutfallslegrar eignar í bókfærðu eigin fé dótturfélags á einstakar eignir í samræmi við fyrr- greind fyrirmæli bandarísku reikningsskilanefndarinn- ar. Þessi aðferð krefst þess að eignir og skuldir dóttur- félagsins séu metnar til raunvirðis. Slíkt mat getur ver- ið mjög flókið í framkvæmd. Eftirfarandi reglur voru settar fram af bandarísku reikningsskilanefndinni um mat á raunvirði eigna dótmrfélaga: 1. Markaðsverðbréf skulu metin á innlausnarverði að frádregnum sölulaunum. 2. Viðskiptakröfur skulu metnar á bókfærðu verði að teknu tilliti til áfallinna vaxta að frádreginni niður- færslu vegna hugsanlegra tapa. 3. Birgðir: a. Fullunnar afurðir skulu metnar á söluverði að ffádregnum sölukostnaði og eðlilegri söluþókn- un. b. Vörur í vinnslu skulu memar á söluverði fullunn- inna vara að ffádregnum kosmaði við að ljúka ffamleiðslu og eðlilegum sölukosmaði og sölu- launum. 4. Fastafjármunir: a. Eignir til áframhaldandi nota skulu metnar á endurstofnverði nema notkun þeirra í framtíð- inni bendi til lægra virðis þeirra fyrir kaupanda. b. Eignir sem seldar verða skulu metnar á áætluðu söluverði. c. Eignir sem nota á í skamman tíma og selja síðan skulu metnar á áætluðu söluverði að teknu tdlliti til rýrnunar vegna fyrirhugaðrar notkunar. 5. Óáþreifanlegar eignir, s.s. samninga, einkaleyfi, réttindi o.s.frv., skal meta við áætluðu markaðs- verði. 6. Aðrar eignir s.s. lóðir, náttúmauðæfi o.fl. skal meta við áæduðu markaðsverði. 7. Skammtíma- og langtímaskuldir skulu memar á núvirði að teknu tillliti til vaxtakjara. 29

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.