Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 40

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 40
umsagnar álitsgerð sína um birgðir. Oskað var eftir umsögn áður en ráðið tæki álitsgerð sína tdl formlegr- ar afgreiðslu. Haldnir voru fundir um efhið og í ffam- haldi af þeim sendi nefndin frá sér umsögn í aprílbyrj- un. Oskað var álits á því hvernig réttast væri að bóka eignarhluta í Sölumiðstöð hraðffystihúsanna hjá fé- lagsaðilum. Nefndin sendi frá sér í mars greinargerð og tillögur um meðferð eignarhlutans. I janúarmánuði fékk nefndin til umfjöllunar erindi ffá Draupnissjóðunum hf. þar sem óskað var eftir til- lögum um útreikning á marksaðsverði hlutabréfa í uppgjörum hlutabréfasjóða og fjárfestingarfélaga. Nefndin sendi ffá sér umfjöllun um efnið í lok janúar. Félagið hefur frá árinu 1991 staðið árlega fyrir könnun á gæðum reikningsskila með því að skoða árs- reikninga félaga. A aðalfundi 1994 var svo komið að nauðsynlegt var talið að breyta um forma á því gæða- eftirliti sem ffamkvæmt var. Fundurinn fól Reiknings- skilanefhd og Endurskoðunarnefnd að vinna saman að ffekari þróun gæðaeftirlits. Akveðið var að stíga fyrstu skref í eftirliti með gæðum endurskoðunar. Af þessum ástæðum og vegna þess að þau lög sem ársreikningar ársins 1994 voru byggðir á eru ekki lengur í gildi var talið rétt að fella niður könnun á gæðum ársreikninga vegna ársins 1994. Ritnefiid I skýrslu síðasta starfsárs er ranghermt að út hafi komið eitt tölublað Álits, tímarits löggiltra endurskoð- enda, hið rétta er að tvö tölublöð falla innan starfsárs- ins 1993 - 1994. Álit kom ekki út á starfsárinu. Næsta tölublað er í vinnslu. Orðanefnd Nefndin hefur unnið áfram að gerð íðorðasafns um endurskoðun og reikningsskil. Unnið er að þýðingu á þriðja þúsund orða, orðasambanda og hugtaka tengd- um viðfangsefhum endurskoðenda. Þá hefur nefhdin verið til aðstoðar við þýðingar á einstökum orðum og hugtökum sem komið hafa til umfjöllunar í tengslum við störf annarra nefnda félagsins. Nefhdin mun skila fyrstu niðurstöðum sínum til prentunar og útgáfu um næstkomandi áramót. Uppstillingamefnd Nefhdin vann í fyrsta sinn að tillögugerð um kjör í félagsstjórn og einstakar nefhdir fyrir aðalfund 1994. Oþarft er að taka það fram að tillögur nefhdarinnar, sem er skipuð af félagsstjórn, eru á engan hátt bind- andi. Sú venja hafði skapast að val á félagsmönnum til trúnaðarstarfa var í reynd á hendi formanns félagsins hverju sinni og nánast óþekkt er að fleiri nöfh en eitt hafi verið nefht til hverrar stöðu á aðalfundi félagsins. Með Uppstillingarnefhd hefur verið skapaður ákveð- inn vettvangur til þess að senda inn ábendingar og til- lögur um einstaklinga til starfa í stjórn félagsins og nefndum og vonast er til að félagsmenn nýti sér það. Skattanefnd Stjórn félagsins samþykkti á fundi í febrúar að skipa sérstaka nefhd til þess að efla og styrkja samvinnu og samráð félagsins við skattyfirvöld. Nefhdin hefur fundað nokkrum sinnum ásamt formanni og varafor- manni og hefur auk þess átt tvo fundi með ríkisskatt- stjóra og deildarstjórum hans. Megintilgangurinn er að koma á formlegum samráðsgrundvelli um skatta- mál almennt þar sem m.a. verði fjallað um effirtalda þætti: • Gildandi lög og reglur um tekju- og eignarskatt. Hugmyndir um atriði sem betur mættu fara. • Aðlögun skattalaga og reglna að nýjum atvinnu- greinum eða breyttum viðskiptaháttum. • Skattaleg framkvæmd af hálfu skattyfirvalda þar sem m.a. verði rætt um samræmi í framkvæmd, óljósar framkvæmdareglur, mismunandi sjónarmið starfsmanna, undirbúning nýrra starfsmanna til að úrskurða í málum o.fl. • Frágang skattframtala og vinnubrögð endurskoð- enda í því sambandi. • Skoðanaskipti um skattalög og skattframkvæmd í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptaríkjum. • Skattundandrátt og leiðir til úrbóta. • Leiðir til hagræðingar og aukinnar skilvirkni bæði hjá framteljendum og skattyfirvöldum, leiðir til að koma í veg fyrir sífelldar endurtekningar, kærur framteljenda og úrskurði skattyfirvalda. Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Tillaga uppstill- ingarnefndar um Tryggva Jónsson sem formann til eins árs var borin upp og samþykkt. Þorvarður Gunn- arsson var kjörinn varaformaður til eins árs. Guð- mundur Frímannsson og Hjördís Ásberg voru kjörin meðstjórnendur til tveggja ára. Olafur Kristinsson var kjörin meðstjórnandi til tveggja ára. Helga Harðar- dóttir og Dýri Guðmundsson vora kjörin varamenn í stjórn til eins árs. Benóní Torfi Eggertsson var kjörinn endurskoðandi til eins árs og Láras Finnbogason til vara. 38

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.