Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 14
sér og krystallast í samþykkt og tilkomu „Sáttmála
skattgreiðandans" fyrir nokkrum árum og útfærslunni
á þeim sátmiála með tilkomu umboðsmanns skatt-
greiðenda, en það embætti var sett á fót árið 1991.“
Skattprósentan aðalatriðið
Auðvelt er að sjá, að hin aukna áhersla á neytenda-
væn sjónarmið hjá breskum skattyfirvöldum samfara
opnara kerfi sem felst
m.a. í greiðari aðgangi að
upplýsingum, innanhúss-
reglum og fleiru, hafi
auðveldað skattgreiðend-
um og sérfróðum ráðgjöf-
um þeirra störfin. En hef-
ur þessi breyting ekki
orðið til þess að auðvelda
mönnum að komast hjá
því að borga skatt, þar
sem menn vita nú jafhvel
enn betur en áður hvar
skattyfirvöld eru líkleg að
bera niður í athugunum
sínum?
„Sannast sagna veit ég ekki svarið við þessu,“ segir
prófessor Christie. En það væri vissulega fróðlegt að
skoða gögn ffá síðustu tveimur áratugum eða svo til að
sjá hvort merkja megi einhverjar breytingar í skatt-
heimtunni með hliðsjón
af þessu. Það sem við vit-
um hins vegar, er að und-
anþágur og reglur um
skattaafslætti og frádrætti
hafa alltaf verið nýttar
eins og nokkur kostur er.
Það sem mest áhrif hefur
á tilraimir manna til að
komast undan skatt-
greiðslum er þó að mínu
mati ekki þetta atriði. Það
er skatthlutfallið sem
skiptir mestu. Eg tel mig
geta fullyrt nokkuð ör-
ugglega, að skattprósent-
an ræður miklu meiru um
vilja manna til að komast
undan skattgreiðslum,
heldur en opin og frjáls-
leg viðhorf eða vinnu-
brögð hjá skattyfirvöldum. Skattprósentan var mjög
há í Bretlandi á áttunda áramgnum og þá var þrýsting-
urinn á endurskoðendur margfalt meiri en nú, að finna
smugur til að komast undan skattgreiðslum.“
Mikil breyting á áratug
Prófessor Christie segist ekki kunna aðra skýringu
á þeirri breytingu, sem orðið hefur á afstöðu breskra
skattyfirvalda til við-
skiptalmanna sinna en
þá, að aukin áhersla á
bætta þjónustu sé boðorð
sem er mjög víða á ferð-
inni í viðskiptalífinu.
Hann segist telja að
skattyfirvöld hafi einfald-
lega fylgt straumnum
hvað þetta varðar því al-
mennt sé og hafi verið
áberandi að þjónustusæk-
in fyrirtæki af öllu tagi
standi sig betur en önnur.
Þá sé auðvitað líka ljóst
að pólitískur þrýstingur
hafi komið upp sem knúði á um svipaða hluti. „Og ég
held að á einhverju tilteknu stigi hafi menn einfaldlega
áttað sig á því að ákveðin atriði úr þessari þjónustu-
sinnuðu hugmyndafræði - sem menn rökm velgengni
fyrirtækja til - mætti yfir-
færa á opinbera þjónustu,
m.a. í skattkerfinu,“ segir
prófessor Christie, sem
kýs síðan - að hætti hins
þjálfaða háskólafyrirles-
ara - að lýsa þessari
breytingu aftur, og nálg-
ast málið frá öðram og
hversdagslegri sjónarhól:
„Að sjálfsögðu breyttust
þessir hlutir ekki í einu
vetfangi, heldur er hér
um hægfara þróun að
ræða. En engu að síður er
breytingin mjög greinileg
gagnvart okkur, sem
þurfum að eiga við skatt-
inn. Þá er ég að vísa til
srnárra hluta eins og það
hvernig þeir svara orðið í
Sáttmáli skattgreiðandans
- bresk skattayfirvöld gáfu út sérstakan sáttmála
árið 1991
Þú átt rétt á því að skattayfirvöld:
- séu réttlát
- veiti þér skilvirka þjónustu
- taki ábyrgð á því sem þau gera
í staðinn ætlast yfirvöld til þess af þér:
- að þú sért heiðarlegur
- gefir okkur nákvæmar upplýsingar
- borgir skattinn þinn á réttum tíma
Umboðsmaður skattgreiðenda
• Skipaður í maí 1993
• Markmið hans er að auka þjónusm við
skattgreiðendur
• Verkefni hans er að sinna umkvörtunum,
sem skattgreiðendur telja sig ekki hafa
fengið afgreiddar hjá skattyfirvöldum
• Hlutlaus dómari - heyrir ekki undir
skattayfirvöld
• Gefur út ársskýrslu með tölfræðilegum
upplýsingum og tillögum til úrbóta
• Getur krafist fébóta af skattyfirvöldum til
handa þeim, sem til hans hefur Ieitað
12