Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 37

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 37
Stjórn FLE 1994-1995 F.v. Guðmundur Frímannsson, Tryggvi Jónsson, varafor- maður, Þorsteinn Haraldsson,formaður, Hjördís Ásberg, og Sigurður Þórðarson. Stefán D. Franklín gerði grein fyrir störfum rit- nefndar. Stefán þakkaði meðnefndarmönnum sínum samstarfið. Theodór Sigurbergsson gengur nú úr nefndinni. A fundinum fór ffam stjórnarkjör. Tillaga uppstill- ingarnefhdar um Þorstein Haraldsson sem formann til eins árs var borin upp og samþykkt. Tryggvi Jónsson var kjörinn varaformaður til eins árs. Guðmundur Frí- mannsson og Hjördís Asberg voru kjörin meðstjórn- endur til tveggja ára. Helga Harðardóttir og Dýri Guðmundsson voru kjörin varamenn í stjórn til eins árs. Benóní Torfi Eggertsson var kjörinn endurskoð- andi til eins árs og Lárus Finnbogason til vara. Kosning aðalmanna og varamanna í fastanefndir FLE var eftirfarandhí Alitsnefnd voru Olafur Nilsson og Gunnar Sigurðsson kosnir aðalmenn til eins árs en Arni Tómasson sem varamaður til eins árs. I Endur- skoðunarnefnd var Hjörleifur Pálsson kosinn sem að- almaður til þriggja ára og Halldóra Arason sem vara- maður til eins árs. I Reikningsskilanefnd var Geir Geirsson kosinn sem aðalmaður til þriggja ára og Sig- urður B. Arnþórsson sem varamaður til eins árs. I Menntunarnefnd var Jóhann Unnsteinsson kosinn sem aðalmaður til þriggja ára og Björg Sigurðardóttdr sem varamaður til eins árs. I Ritnefnd var Gerður Guðjónsdóttir kosin sem aðalmaður til þriggja ára og Konráð Konráðsson kosinn sem varamaður til eins árs. Þorsteinn Haraldsson fór yfir fyrirliggjandi rekstr- aráætlun 1994/1995 lið fyrir lið. Fram kom að ekki er mikið borð fyrir báru í áætlunni en bent var á að félag- ið hefði haft tekjur umfram gjöld undanfarin ár og að eignastaða félagsins væri sterk, þó að ekki væri ætlun- in að skerða eignir sem til væru komnar vegna sölu fasteignar. Önnur mál: Endurskoðunarnefnd lagði fram til samþykktar til- lögu að leiðbeinandi reglum um skipulag endurskoð- unar. Guðmundur Snorrason gerði grein fyrir tillögu að leiðbeinandi reglum um skipulag endurskoðunar. Hann greindi frá því að tillagan hefði verið tekin til endurskoðunar og breytt frá því sem hún var lögð fram á félagsfundi haustið 1993. M.a. hefði verið tek- ið tillit til framkominna tilagna orðanefndar. Guð- mundur gerði sérstaklega grein fyrir breytingum á tl. nr. 9, 11 og 13 og breyttri uppsetningu með feitletrun- um. Fram kom að engar skriflegar breytingartillögur höfðu borist frá félagsmönnum ffá því. Guðmundur gaf kost á fyrirspurnum eða athugasemdum frá félags- mönnum. Hann þakkaði þá fráfarandi formanni end- urskoðunarnefndar Olafi Kristinssyni gott og ánægju- legt samstarf. Tillagan var samþykkt mótatkvæðalaust. Að lokum þakkaði Þorsteinn félagsmönnum fyrir frábæra ráðstefnudaga og Bryndísi starfsmanni félags- ins fyrir hennar störf auk þess að bjóða nýtt fólk vel- komið til trúnaðarstarfs í þágu félagsins. Fleira var ekki tekið fyrir og sleit fundarstjóri Arni Tómasson fundi. 35

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.