Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 10
almenna reglan varðandi arðstekjur félags í Noregi er-
lendis frá sú, að þær eru skattskyldar í Noregi en skv.
beiðni skattgreiðanda má veita ffádrátt frá norskum
skatti vegna greidds staðgreiðsluskatts erlendis. I
flestum tvísköttunarsamningum Noregs er gert ráð
fyrir slíkum frádrætti.
Ef norskt félag á að minnsta kosti 25% af hlutafé og
atkvæðum í erlendu félagi er einnig veittur frádráttur,
einhliða, vegna erlends tekjuskatts sem lagður er á
þann hagnað þess erlenda félags í heimilisfesturíki
þess sem arðurinn er greiddur af. Aður en frádráttur-
inn er veittur er arðurinn að viðbættum hinum erlenda
skatti talinn til skattskyldra tekna hins norska félags.
5.3. Svíþjóð
Viðamikil endurskoðun heíúr farið ffam á sænska
skattakerfinu á undanförnum árum. Frá 1. janúar
1995 gildir hreint sígilt kerfi varðandi skattlagningu
hlutafélaga og hluthafa en áður hafði ffádráttur vegna
úthlutaðs arðs gilt að vissu marki. Uhlutaður arður er
þannig ekki frádráttarbær hjá félaginu. Tekjuskattur
félaga er 28%.
Arðgreiðslur milli félaga heimiiisfastra í Svíðjóð eru
undanþegnar skatti hjá félaginu sem móttekur arðinn
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. þeim að fé-
lagið sem tekur á móti arðinum eigi a.m.k. 25% at-
kvæðisbærra bréfa í félaginu sem greiðir út arðinn.
Þessi undanþága getur einnig náð til arðs ffá erlend-
um félögum með ákveðnum skilyrðum, m.a. þeim að
hið erlenda félag sem úthlutar arðinum sé í heimalandi
sínu eða þriðja landi háð skattlagningu sem sé sam-
bærileg sænskri skattlagningu sem félagið hefði sætt ef
teknanna hefði verið aflað af sænsku fyrirtæki búsettu
í Svíþjóð.
Þá er Svíþjóð sem ESB- ríki bundin af tilskipuninni
um móðurfélög/dótturfélög eins og Finnland. Sam-
kvæmt sænskum lögum er ákvæðum tilskipunarinnar
framfylgt bæði með undanþágu- og frádráttaraðferð.
Arðurinn frá öðru ESB- ríki er undanþeginn ef móð-
urfyrirtækið á a. m. k. 25% af hlutafé dótturfyrirtæk-
isins og ef hagnaður dótturfélagsins sem arðurinn er
greiddur út af hefur sætt skatti í heimalandinu sem er
sambærilegur sænskum félagaskatti (15% skattur er
álitinn nægjanlegur).
Ef síðasmefnda skilyrðinu er ekki fullnægt þá er
veittur ákveðinn frádrátmr vegna skattsins í dótturfé-
laginu auk frádráttar vegna staðgreiðsluskatts ef um
hann er að ræða.
Fjármagnstekjur einstaklings í Svíþjóð, að meðtöld-
um hlutafjárarði, eru skattlagðar með einni flatri pró-
8
sentu, 30%. Enginn staðgreiðsluskatmr er tekinn af
hlutafjárarði greiddum þeim sem eru heimilisfastir í
Svíþjóð. Arður greiddur erlendis búsetmm sætir 30%
afdrætti, nema samið sé um lægra hlutfall í tvísköttun-
arsamningum eða ESB- reglur leiða til annars.
5.4. Danmörk
Tekjuskatmr félaga í Danmörku er almennt 34%.
Danir höfðu skattígildiskerfi ffá 1977 til 1991 en þá
var það afnumið. Nú er lagður 34% tekjuskattur á
hagnað hlutafélaga og enginn frádrátmr er veitmr
vegna úthlutaðs arðs. Uthlutaður arður er skattskyld-
ur að fullu hjá einstaklingum og er skatthlutfallið 30%
á fyrstu 32.900 d.kr. (65.800 fyrir hjón) en 40% á það
sem umfram er.
30% staðgreiðsluskattur er innheimtur af greiddum
arði hvort sem hann er greiddur hluthöfum búsetlum
í Danmörku eða erlendis búsetmm. Þessi 30% skattur
er endanlegur í staðgreiðslu ef uin er að ræða arð-
greiðslu undir ffamangreindum mörkurn en ella kem-
ur til eftiráálagningar með 40% skatti að frádregnum
30% sem innheimtar voru í staðgreiðslunni.
Fyrir erlendis búsetta er 30% skatturinn endanleg-
ur. Það skatthlutfall er venjulega lækkað í tvísköttun-
arsamningum við önnur lönd eða fallið ffá stað-
greiðsluskattinum skv. ESB- reglum ef um er að ræða
greiðslur til félaga sem fullnægja ákveðnum skilyrðum
Evrópusambandsins.
Arðgreiðslur milli félaga heimilisfastra í Danmörku
eru imdanþegnar skatti hjá félaginu sem móttekur arð-
inn ef það á a.m.k. 25 % hlutafjár í því félagi sem
greiðir arðinn. Þessi undanþága getur einnig náð til
arðgreiðslna ffá erlendu félagi að uppfylltu 25% skil-
yrðinu ef hægt er að sýna fram á að arðurinn stafi frá
hagnaði félags sem er skattlagður samkvæmt ákvæðum
sem ekki eru verulega ffábrugðin þeim sem gilda í
Danmörku.
Ef 25% skilyrðið er elcki uppfyllt varðandi arð-
greiðslur milli félaga heimilisfastra í Danmörku eru
34% af arðinum undanþegin skatdagningu hjá því fyr-
irtæki sem móttekur arðinn. Sama gildir um arð-
greiðslur frá erlendu félagi að því tilskyldu að félagið
sem úthlutar arðinum sæti skatdagningu sem ekki sé
verulega frábrugðin þeirri dönsku.
Danir eru, eins og Finnar og Svíar, skuldbundnir til
þess að létta tvísköttun á arðgreiðslum ffá dótturfélagi
í öðru EBS- landi. Tvísköttun er aflétt ineð svipuðum
aðferðum og lýst er hér að framan.
Félög búsett í Danmörku geta fengið samsköttun ef
eitt félag á öll hlutabréf í öðru félagi. Samsköttun fé-