Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 28
18
lífeðlisfræðilegum lögmálum og eðli hans verður ekki umbreytt, hvað þá á skömmum tíma.
Þar að auki hefur það verið viðhorf meginstjómmálaafla í landinu að byggð skuli viðhaldið
sem víðast um landið og þar sem landbúnaður er víðast einn megin burðarás atvinnulífs
landbyggðarinnar hefur framleiðslu verið haldið uppi allt ffam á síðustu ár. Af þessu hefur
leitt andvaraleysi og síðan að einhveiju leyti úrræðaleysi. Þessi gamli, stolti og merki
meginatvinnuvegur, sem á sér langa menningarlega, sögulega og verklega arfleifð og hafði
lengi afgerandi forystu í stjómmálum landsins, stóð skyndilega frammi fyrir heiftarlegum
áróðri um óhagkvæmni hans, hátt verð á afurðum illa meðferð hans á landinu og óeðlilega
skattbyrði af hans völdum. Þessar harðvítugu árásir kölluðu á harkaleg viðbrögð
bændastéttar og í raun tafði það andrúmsloft, sem þetta skapaði, nauðsynlegar umbætur í
atvinnumálum sveitanna sem nú em svo aðkallandi og þá hugarfarsbreytingu að lífvænlegar
aukabúgreinar og óhefðbundin atvinnustarfsemi í sveitum séu sjálfsagðar og eðlilegar.
Samstarf
Annað lykilatriði verkefnisins leggur áherslu á samstarf. Hér er bæði átt við samstarf
fólks í sveitum (og við fólk í þéttbýli) um afmörkuð viðfangsefni sem geta leitt til atvinnu-
eða verðmætasköpunar og hins vegar um samstarf verkefnisins við önnur
atvinnuþróunarverkefni og starfsmenn þeirra.
Eiginleg, sérstök, opinber atvinnuþróunarverkefni á landsbyggðinni hafa fyrst og fremst
falist í starfsemi iðnþróunarfélaga og starfi svonefndra iðnráðgjafa í flestum kjördæmum,
starfsemi sem almennt hófst um 1980 á vegum ríkis og sveitarfélaga. Það varð eitt
meginverkefni þessara ráðgjafa að aðstoða þann atvinnurekstur, sem þegar var til staðar, við
að takast á við margvísleg rekstrar- og markaðsvandamál, þ.e. að vinna að afkomu þess
atvinnurekstrar, einkum iðnrekstrar, sem þegar var fyrir. Að sögn sumra iðnráðgjafanna fór
mestur tími þeirra í björgunaraðgerðir fremur en þróunarstarf við nýjan rekstur og nýsköpun.
Ef til vill vegna þess hafa komið til staðbundnari verkefni, gjarnan nefnd átaksverkefni,
tímabundið átak, sem miðar að því fyrst og fremst að efla samkennd íbúa viðkomandi byggða
um atvinnu- og framfaramál sín. Hér er vettvangur sem a.m.k. sumsstaðar hefur virkjað
bændafólk til þátttöku enda er þessi vettvangur afar opinn og aðgengilegur öllum sem áhuga
hafa á atvinnulegri þróun og framförum.
I starfi mínu hef ég lagt áherslu á samstarf við þessi verkefni iðnráðgjafana, en enn frekar
átaksverkefnisstjórana. Megin ástæðan er sú, að hugmyndir manna um atvinnuþróun snúa
gjaman fyrst og ffernst að þéttbýli, að þar sé hinn eini raunhæfa staðsetning og grundvöllur
nýs atvinnulífs. Þessi hugsunarháttur skapar þá hættu að viðhorf og skoðanir sveitafólks
týnist og möguleikar sveitanna gleymist. Samstarf er af þessum ástæðum mjög mikilvægt,
m.a. til að minna á sveitimar, og landbúnaðurinn þarf að leggja sig fram um að vera
þátttakandi á hvetjum þeim vettvangi sem snertir hann og framþróun og framtíð atvinnulífs og