Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 64
54
smitsjúkdóma og vernda þannig heilbrigði manna, dýra og plantna. Hins vegar að koma í veg
fyrir, að ríki geti misnotað heilbrigðisreglur og viðhaldið þannig viðskiptahöftum á fölskum
forsendum.
Meginreglan verður sú, hvað smitsjúkdóma varðar, að til þess að geta bannað
innflutning á tiltekinni afurð, þarf að sýna fram á með vísindalegalegum rökum, að
heilbrigðisástand í útflutningslandinu sé lakara en í innflutningslandinu. Þess verður krafist,
að rannsókn hafi leitt í ljós, að ákveðinn sjúkdómur sé ekki fyrir hendi í innflutnigslandinu,
áður en reglur eru settar til að hindra að sá sjúkdómur berist með afurðum til landsins. A
sama hátt verður útflutningsland, sem hnekkja vill innflutningsbanni á þessum forsendum, að
sanna með rannsóknum að sjúkdómurinn sé ekki til staðar í útflutningslandinu. Þannig verða
aðildarríkin að starfrækja víðtækt rannsókna-og eftirlitskerfi sem uppfyllir ákveðin skilyrði til
þess að geta staðfest rfkjandi heilbrigðisástand á hverjum tíma.
Stefnt er að sem mestri samræmingu heilbrigðisreglna í aðildarlöndunum. Þó geta
einstök ríki haldið uppi strangari heilbrigðiskröfum en önnur og hafnað innflutningi afurða
frá löndum sem hafa slakari reglur og eftirlit, t.d. hvað varðar notkun lyfja við framleiðsluna
eða leyfilegt hámark lyfjaleifa og aukaefna í afurðunum.
Kærar um réttmæti heilbrigðisreglna munu lagðar í dóm sérfræðinga sem
alþjóðastofnanir tilnefna.
Hér á landi er nú bannaður innflutningur lifandi dýra og ósoðinna slátur- og
mjólkurafurða á grundvelli heilbrigðisreglna. Að mati yfidýralæknis munu GATT-reglumar,
ef til koma, veita okkur nokkurra ára aðlögunartíma til að koma á framangreindu eftiriitskerfi
með heilbrigði dýra og plantna. Eftir þann tíma er staða okkar óljós, en sterk rök hníga að
því, að við áhættumat verði tekið tillit til þess, að ísland er eyland, landbúnaður okkar byggist
að mestu á kvikfjárrækt og búfjárstofnamir næmir fyrir smitsjúkdómum vegna aldalangrar
einangranar.
MARKAÐSAÐGANGUR
Ákvæði samningsdraganna um markaðsaðgang era fems konar og er þeim ætlað að auðvelda
og auka alþjóðaviðskipti með búvörur.
a) Tollun í stað hafta.
b) Lækkun og binding tolla.
c) Lágmaksaðgangur, þar sem innflutningur er lítill eða enginn.
d) Viðhald núverandi aðgangs.