Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 34
24
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Atvinnuuppbygging í dreifbýli
Stefán Skaftason
Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga
Erindi þetta, sem ég hef valið nafnið Atvinnuuppbygging í deifbýli, fjallar um nauðsyn þess
fyrir dreifbýlið að tekin séu upp ný hugsun og ný vinnubrögð við að efla nýsköpun
atvinnutækifæra í dreifbýli. Erindið byggir að hluta á efni sem ég aflaði mér í ferð minni til
Finnlands sl. haust á sumarskóla á vegum FAO um þróun og nýsköpun atvinnutækifæra í
dreifbýli, sem þar var haldinn í héraðinu Mikkeli.
fsland hefur á síðustu hundrað árum þróast úr sveitasamfélagi, sem byggði á
hefðbundnum atvinnugreinum, í nútíma, tæknivætt samfélag, þar sem fólkið hefur flutt úr
sveitum landsins til þéttbýlisstaða sem þá mynduðust víða um landið. í seinni
heimsstyrjöldinni varð mikil fjölgun fólks á Reykjavíkursvæðinu og síðan þá hefur
Reykjavíkursvæðið dregið til sín fólkið. Þar hafa flest atvinnutækifærin skapast.
Landbúnaðurinn hefur á þessum sama tíma breyst úr heimanytjabúskap, þar sem sala
framleiðslunnar á markaði hafði lítil áhrif, í mjög tæknivæddan búskap, sem í flestum
tilfellum er algjörlega háður markaði, þar sem framleiðslan býr við samkeppni, sem oftast
hefur verið og er mjög óvægin. Við erum líka farin að sjá það á prenti og heyra það í
umræðu fólksins í þjóðfélaginu að bændasamfélagið sé liðið undir lok og að pólitísk áhrif
bændastéttarinnar sé á miklu undanhaldi. Sjaldan lýgur almanna rómur, segir máltækið.
Þjóðinni hefur fjölgað mjög ört á þessari öld og nýsköpun í atvinnugreinum verið að
sama skapi ör, því það hefur tekist að útvega öllum þeim mannafla vinnu, sem hefur komið
inn á vinnumarkaðinn. En þrátt fyrir að störfum hafi fjölgað mikið þá hefur fækkað þeim
störfum sem tengjast frumatvinnugreinum þjóðarinnar, landbúnaði og fiskveiðum. Það er
öllum ljóst, sem vilja hugsa þessi mál af raunsæi að mannafla í þessum atvinnugreinum mun
halda áfram að fækka í náinni framtíð.
Skipulegar aðgerðir ríkisvaldsins til að hafa áhrif á þróun byggðar mun hafa byrjað
eftir 1960. Þrátt fyrir mikið fjármagnsstreymi til þessara hluta og ítrekaðar aðgerðir í
byggðarmálum hefur ekki tekist með varanlegum hætti að stöðva fólksflutninga til
Stór-Reykjavíkursvæðisins. Hlutfall þjónustgreina í heildar atvinnuuppbyggingu í landinu