Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 124
114
1. tafla. Skoskar áburöaiforskriftir fyrir tómata, gúrkur og papriku og rósir í perlusteini.
Tómatar Gúrkur Paprika Rósir
N "Upphafslausn" 126 ppm N "Ræktunarlausn" 215 ppm N
P 40 ppm 40 ppm 40 ppm
K 300 ppm 250 ppm 250 ppm
Ca 120 ppm 150 ppm 175 ppm
Mg 35 ppm 35 ppm 35 ppm
Fe 2 ppm 2ppm 1,5 ppm
Zn 1 ppm 0,5 ppm 0,3 ppm
Mn 0,5 ppm 0,75 ppm 0,3 ppm
B 0,4 ppm 0,4 ppm 03 ppm
Cu 0,2 ppm 0,1 ppm 0,1 ppm
Mo 0,05 ppm 0,05 ppm 0,05 ppm
fram í pottum með netbotni (þ.e. nánast botnlausir) gæti reynst erfitt að hindra vikurinn í að
hrynja niður úr pottunum þegar þeir eru færðir til.
Ef uppeldið fer fram í steinull, verður að hafa í huga hve mikill munur er á
eðliseiginleikum steinullar og vikurs, þ.e. sogkraftur vikurs er mun meiri en steinullar. Hafi
uppeldið verið í steinull, verður því að vökva mjög oft en lítið í einu, á meðan rætumar eru
að vaxa út úr steinullinni og út í vikurinn, annars er hætta á að vikurinn sogi allt vatnið úr
steinullinni. Fyrir þá sem eiga erfitt með að vökva svo oft með áburðarlausn, eða að
erfiðleikar eru með stífluð dropastæði, er uppeldi í torfmold mun betri valkostur en uppeldi
í steinull.
Vaxtarstýring tómata
Við ræktun á tómötum er einkum spilað inn á 3 þætti með vökvun og áburðargjöf, en það eru:
Halda ákveðnu jafnvægi á milli grænvaxtar og aldinmyndunar; hindra sýrustigsbreytingar; og
ná sem mestri og bestri uppskeru. Þar sem um grundvallarmun er að ræða á þeim leiðum að
þessum markmiðum, við ræktun í moldarjarðvegi og í óvirkum rótarbeðsefnum, er rétt að
skoða þessi atriði nánar.
Algengt vandamál hér á landi fyrst eftir útplöntun er að grænvöxturinn vill verða of
kröftugur í lélegri birtu síðla vetrar. Erfitt getur verið að ná stjóm á slíkum plöntum, fijóvgun
þeirra vill vera léleg og fyrsta uppskeran því oft rýr, bæði að magni og gæðum.
Grænvöxturinn eflist á kostnað aldinmyndunar þegar birtan er léleg og vandamálið stóreykst,
þegar plöntumar hafa nægan aðgang að vatni og miklu köfnunarefni. Til að halda
grænvextinum í skefjum, kæmi því til greina að draga annað hvort úr vatnsupptökunni eða
upptöku köfnunarefnis.