Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 154
144
Fundist hafa viðarkolalög í jarðvegi frá landnámsöld í kringum bæjarstæði, sem benda
til sviðnings á skógi (Sigurður Þórarinsson, 1944, 1948; Grétar Guðbergsson, 1975). Sviðn-
ingur á skógum mun ekki hafa staðið lengi hér á landi, þar sem endurvöxtur var mjög hægur
og skóga í byggð tók að þverra fljótt eftir landnám. Sviðningsræktunin gat hins vegar haldið
áfram, enda þótt hún væri á nokkum annan hátt en áður. Hefur sinubrenna í mýrum og móum
að vorlagi, til þess að bæta beitiland, sennilega verið stunduð jafhframt sviðningsræktun eða
komið í kjölfar hennar og hún verið viðhöfð, þar sem víðlendar mýrar og flóar voru í sveitum.
f lagabókum okkar er gert ráð fyrir því, að sina sé brennd og þar eru ákvæði fyrir því,
að sá biðji um leyfi hjá nágrönnum sínum, sem ætlar sér að brenna sinu (Grágás). Valdi
sinubruninn tjóni, er þess jafnvel krafist að greitt sé fyrir það, ef ekki hefur áður fengist leyfi
nágranna (Jónsbók).
Ekki virðast vera til miklar heimildir um sinubrennur fyrr á tímum og sést ekki hvort
hér er um að ræða fastan lið í búskap landsmanna eða hvort sina var aðeins brennd í ákveðn-
um byggðarlögum. Annálar geta þess aðeins, sé um óvenjulega atburði að ræða samfara þeirri
athöfn. Skal hér vitnað til tveggja frásagna.
í Skarðsárannál stendur þetta við árið 1632:
„Sinubruni um vorið og brunnu löndin víða mjög til skemmda og skaða, skógar og
hrifhrís (svo), því það bar svo við, eldurinn varð óvíða stilltur. Þessir brunar urðu og
af eldi þeim, sem með var farið milli bæja, og óvarlega niðurfelldur".
(Annálar 1400 -1800,1,1922, Jón Espólín 1827).
í Sjávarborgarannál stendur þetta við árið 1639:
„í Majo vildi bóndinn á Langholti í Flóa, Hallur Jónsson að nafni, brenna sinu af
þeirri jörð, og sem hann lagði eldinn í, læsti hann sig víðara út á annarra manna jarðir,
svo hann brenndi lönd á næstu 13 jörðum, er lágu til útsuðurs, því vindur stóð af
landnorðri etc., og sem hann var átalinn hér fyrir af þeim, er skaðann fengu, þá féll
honum það svo þungt, að hann hljóp út í Hvítá og vildi fyrirfara sér. Það sá einn
maður. Sá reið á sund eftir honum og gat náð honum, en nokkrum dögum síðar, þá
hljóp hann sjálfkrafa ofan í einn djúpan hylpytt, drekkti sér svo þar og fannst dauður"
(Annálar 1400 - 1800, IV, Reykjavík 1940).
Sina hefur helst verið brennd að vorlagi um sunnan- og suðvestanvert landið. Hefur
gildi sinubrennu verið nokkuð til umræðu á seinni tímum og virðist ekki vanþörf á að
rannsaka, hvort raunvemlega sé hagur af sinubrennu, eða hvaða áhrif hún hefur á þann gróður
sem sviðinn er.