Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 197
187
byggingarmálum, þ.e.a.s. hönnuðum aðaluppdrátta og séruppdrátta, byggingarfulltrúum og
öðrum embættismönnum, skipulagsnefndum, byggingamefndum, sveitarstjómum, byggingar-
stjómm og iðnmeisturum.
Ýmis ákvæði byggingarreglugerðarinnar geta þó valdið misskilningi eða skortir
nauðsynlega nákvæmni og em því túlkuð á mismunandi hátt, allt eftir skilningi þeirra sem
túlka hana hverju sinni.
Með þetta í huga og vegna óska ffá Félagi byggingarfulltrúa ákváðu
Félagsmálaráðherra og Skipulagsstjóri ríkisins að láta vinna skýringar við byggingar-
reglugerðina.
Með skýringunum er stefnt að eftirtöldum meginmarkmiðum:
Að miða þær við helstu þarfir hönnuða, bygggingarfulltrúa, byggingarnefnda,
skipulagsnefnda, sveitarstjóma, byggingarstjóra, iðnmeistara og annara sem starfa við
byggingarframkvæmdir eða eftirlit með þeim.
Að úr hverjum kafla séu valdar út einstakar greinar eða fleiri saman, sem reynslan
sýnir að sérstaklega þurfa skýringar við og fjallað utn þær í texta og skýringarmyndum
eftir efni þeirra. Þetta er gert með það að leiðarljósi að yfirsýn fáist yfir
byggingarreglugerðina og samhengi milli hinna ýmsu greina og kafla.
Að leggja áherslu á að farið sé eftir byggingarreglugerðinni ásamt öðrum lögum og
reglugerðum sem við eiga, við hönnun og alla málsmeðferð byggingarleyfisumsókna,
svo og við byggingarframkvæmdimar sjálfar, frá byijun til lokaúttektar.
Að stuðla að því að reglugerðin verði ekki túlkuð á mismunandi hátt eftir hagsmunum
á hverjum stað.
í framhaldi af gerð skýringanna er ætlunin að lög og reglugerðir um skipulags- og
byggingarmál, ásamt skýringum og leiðbeiningum, verði gefin út í lausblaðamöppu, í
samvinnu við útgáfu RB-blaða. Þar verða einnig ýmis önnur lög og reglugerðir sem snerta
skipulags- og byggingarmál. Með útgáfunni er stefnt að því að fá heildaryfirsýn yfir þessa
málaflokka á einum stað og auðvelda viðkomandi aðilum að tileinka sér innihald þeirra og
nota við störf sín.
Þessar skýringar em fyrst og fremst ætlaðar hönnuðum, sveitarstjómum,
byggingamefndum og byggingarfulltrúum.
Vegna fyrirsjáanlegra laga- og reglugerðarbreytinga á næstu ámm, t.d. á skipulags- og
byggingarlögum, reglugerð um bmnavamir og bmnamál, gildistöku staðla vegna samvinnu