Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 30
20
Fræðsla og upplýsingar
Einn mikilvægasti þátturinn, sem efla þarf til að mæta þeim breytingum sem yfir standa og
framundan eru í íslenskum landbúnaði, er fræðsla og upplýsing. Atvinnulíf landsmanna
krefst síaukinnar þekkingar og menntunarkröfur vaxa og jafnframt eykst hvers konar sérhæft
ffæðsluframboð. Bændafólk er knúið til að taka þátt í menntunarkapphlaupinu og tileinka sér
þá þekkingu og hugsun sem bein samkeppni í framleiðslu eða þjónustu útheimtir.
Margs konar fræðsluframboð vex óðfluga bæði á vegum opinberra fræðslustofnana en
ekki síður á vegum einkaaðila og í ýmsiskonar námsskeiðsformi.
Að mínu mati er það eitt brýnasta verkefnið nú, að stuðla að aukinni fræðslu meðal fólks
í sveitum og beita til þess kröftum, aðstöðu, þekkingu og fjármunum sem landbúnaðurinn
ræður yfir til þróunar og atvinnumála í sveitum. f þessari viðleitni er hægt að hafa samvinnu
við marga aðila, allt eftir aðstæðum og eðli fræðslunnar hveiju sinni. Á þessum vettvangi
gæti hlutverk búnaðarsambandanna orðið stórt við undirbúning og framkvæmd.
í minnisblaði til stjómar Stéttarsambands bænda hef ég velt upp þeirri hugmynd að sett
verði á stofn fræðsluráð landbúnaðarins, tímabundin samráðsvettvangur innan
landbúnaðarins sem hefði það hlutverk að ná heildaryfirsýn yfir ffæðslumál landbúnaðarins
og þörfina á þróun þeirra og gera tillögur um aðgerðir. f þessu sambandi hef ég eðlilega
einkum í huga þá fræðslustarfsemi sem getur síðan ffekar gert fólki í sveitum kleift að takast
á við verkefni sem geti flokkast undir óhefðbundna atvinnustarfsemi í sveitum eða nýsköpun.
Á vegum þessa verkefnis míns og með góðum stuðningi Framleiðnisjóðs hefur verið efnt
til svokallaðra námsstefna um atvinnumál í sveitum. Þær vom haldnar á 4 stöðum á
landsbyggðinni á sl. ári. Þessar námsstefnur byggðust upp á stuttum ffæðslu- og
upplýsingaerindum um þá þætti sem skipta máli við atvinnuþróun og einkum með aðstæður
og hagsmuni í sveitum í huga. Námsstefnumar mæltust vel fyrir og hafa sannfært mig um
nauðsyn öflugs ffæðslustarfs í sveitum.
Innan landbúnaðarins hafa bændaskólamir rekið öflugt og vaxandi fræðslustarf í
námskeiðaformi sem er mjög virðingarverður og mikilvægur þáttur í fræðslumálum
atvinnuvegarins. Þessa starfsemi þarf að efla og einn liður í þvx er að færa fræðsluna að
einhveiju leyti nær fólkinu sjálfu og í samvinnu við aðra viðkomandi aðila.
Sveitimar og meginframleiðslugreinar landbúnaðarins standa nú höllum fæti og engar
líkur em á að hefðbundnar landbúnaðargreinar þarfnist aukins vinnuafls nema síður sé. Eigi
búseta að haldast í sveitum, sem hlýtur að byggja á viðunandi afkomu bændafólks, þarf að
nýta aðstöðu og beita tiltækri þekkingu til annarrar starfsemi. Þar er þekking og fæmi
mikilvæg og því er fræðsla nauðsynleg. í bókinni "Um viðreisn íslands" eftir Pál Vidalín og
Jón Eiríksson sem skrifuð var á tímabilinu ffá 1699 til 1768 segir og getur átt við á okkar
tímum:
"Vankunnátta í vinnubrögðum er miklu hættulegri en fólksfæðin. Þekkingin, og
hún ein, er það, sem skilur mennina frá dýmnum, og hún er hið eina, sem getur skapað