Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Page 10
10 Fréttir Helgarblað 18.–21. mars 2016 LJÓSASPEGLAR Á TILBOÐI FRAM AÐ PÁSKUM 30% afsláttur! Besta eggið er frá Nóa síríus n Útlendingar kunna ekki að meta lakkrísblandað súkkulaði n Vildi þýskan dómara H reina páskaeggið frá Nóa Síríus vann yfirburðasigur í páskaeggjasmakki DV í ár. Dómnefndin var eingöngu skipuðu útlendingum sem komu frá Englandi, Indlandi, Ástr- alíu og Bandaríkjunum. Um var að ræða atvinnumenn í skák sem höfðu nýlokið þátttöku sinni á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk síðastliðið miðvikudagskvöld. Egg frá þremur framleiðendum Umgjörð bragðprófsins var með öðru sniði en undanfarin ár. Í stað þess að prófa allar tegundir á mark- aðinum var tekin ákvörðun um að fá álit útlendinga á hvaða framleiðandi byði upp á besta hreina súkkulaði- eggið frá þremur helstu framleið- endum páskaeggja hérlendis, Nóa Síríus, Góu og Freyju. Að auki voru þátttakendurnir látnir bragða á lakk- ríseggjum þessara þriggja framleið- enda enda Íslendingar annálaðir lakkrísunnendur og því fróðlegt að fá álit útlendinga á þeim. Eggin voru framreidd af handahófi og var nokk- uð um það að þátttakendur báðu um viðbótarflísar af tilteknum eggj- um til þess að bera þau saman. Forfallinn kaffiunnandi formað- ur dómnefndar Formaður dómnefndar var ástr- alski skákmeistarinn Manuel Weeks. Hann sá um að lýsa skákum í beinni útsendingu á mótinu auk þess sem hann var að þjálfa einn sterkasta skákmann Ástralíu sem tók þátt í mótinu. Weeks er kaffiunnandi af guðs náð og titraði af tilhlökk- un yfir því að prófa kaffi hjá Reykja- vík Roasters sem hann sagði að væri heimsfrægt meðal kaffiunn- enda. Það kom því fáum á óvart að Weeks er forfallinn áhugamað- ur um súkkulaði og í ljós kom að eiginkona hans starfaði hjá hand- verkssúkkulaðigerð í heimalandi þeirra. Mótmæli út af fjarveru þýskumælandi dómara Aðrir í dómnefndinni voru enski stórmeistarinn Gawain Jones, bandaríska landsliðskonan Tatev Abrahamyan og indversku snill- ingarnir Abihjeet Gupta og Tania Sachdev. Gupta stóð uppi sem sigur- vegari Reykjavíkurmótsins með 8,5 vinninga af 10 mögulegum og Tania vann hug og hjörtu allra viðstaddra með frábærri frammistöðu sem skilaði henni áfanga að stórmeist- aratitli. Það var því glatt á hjalla á meðan bragðprófunin fór fram og vakti hún talsverða athygli meðal annarra þátttakenda. Þýska landsliðskonan Elizabeth Paehtz fór mikinn á hliðarlínunni og gagnrýndi harðlega þá ákvörðun blaðamanns að bjóða ekki þýsk- um eða svissneskum skákmönnum sæti í nefndinni enda hefðu þessi lönd yfirburðaþekkingu á súkkulaði. „Hvaða þekkta súkkulaðivörumerki kemur frá Indlandi?“ sagði sú þýska og var fátt um svör. Til þess að kæfa andófið fékk Paehtz leyfi til þess að maula það sem útaf gekk af eggjun- um og heyrðist vart múkk í henni eftir þá hárnákvæmu strategísku ákvörðun framkvæmdaraðila. Nói Síríus skaraði fram úr Niðurstöður smakksins voru á þá leið að Nói Síríus þótti skara fram úr með hreina súkkulaðieggið sitt. Dómnefndin gaf egginu meðal- einkunn upp á 7,7 af 10. Hreina egg- ið frá Góu var í öðru sæti með 6,7 í einkunn og hreina eggið frá Freyju var með 6,3 í einkunn. Þess má geta að Freyju-eggið fæst aðeins í stærð 2, ólíkt fyrrnefndu tegundun- um sem fást í fjölmörgum stærðum. Sláandi niðurstaða bragðprófan- anna var sú að útlendingarnir voru alls ekki hrifnir af lakkríseggjun- um. Þannig þótti Apollo-lakkrísegg Góu skást með 5,4 í einkunn og næst kom lakkríseggið frá Nóa Síríus með 5,2 í einkunn. Draumaegg Freyju rak lestina með 5,0 í einkunn. Þessi niðurstaða var síðan í raun staðfest því að aðrir erlendir skákmenn létu greipar sópa um afgangana og voru yfirleitt á einu máli um að lakkrís- blandað súkkulaði væri ekki málið. Fyrir sigurvegarann Nóa Síríus kom sennilega mesta hrósið frá hollenska skákblaðamanninum Lennart Oot- es. Hann nældi sér í bita og heyrðist síðan muldra við vin sinn: „Þetta er súkkulaði sem ég myndi vilja þegar ég stæði í sambandsslitum.“ n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Dómnefnd að störfum Frá vinstri: Enski stór- meistarinn Gawain Jones, bandaríska landsliðskonan Tatev Abrahamyan, ástralski skákmeistarinn Manuel Weeks, indverski stórmeist- arinn Abhijeet Gupta og Tania Sachdev, alþjóðlegur skákmeistari frá Indlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.