Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Side 25
Helgarblað 18.–21. mars 2016 Kynningarblað - Gæðakaffi 3 Gamla kaffihúsið: Krúttlega kaffihúsið í hverfinu Cafe Adesso, Smáralind Eitt vinsælasta kaffihús landsins C afe Adesso í Smáralind hef- ur um árabil verið geysilega vinsælt kaffihús og veitinga- staður en staðurinn var opnaður 7. apríl 2002. Cafe Adesso er vel sótt af viðskiptavin- um Smáralindar en auk þess venur stór hópur fastagesta komur sínar á staðinn, meðal annars fólk sem vinnur í nágrenninu. Cafe Adesso býður upp á hið rómaða og bragðmikla Chaqwa- kaffi. Chaqwa inniheldur kaffi- baunir frá ýmsum þekktum kaffi- ræktunarhéruðum víðs vegar um heiminn, meðal annars Mið-Ame- ríku, Indlandi, Indónesíu og Afríku. Með kaffinu er gott að snæða franska súkkulaðiköku með rjóma eins og sést á mynd hér. Mikið úr- val er af alls konar gómsætum kök- um sem bakaðar eru á staðnum. Sem fyrr segir er Cafe Adesso í senn kaffihús og veitingastað- ur. Geysilegt úrval af mat er í boði alla daga en matseðla má skoða á heimasíðu staðarins. Meðal annars eru álitleg hádegistilboð alla daga milli kl. 11 og 14 og þar eru Crépes- réttirnir meðal annars vinsælir – ekta kaffihúsamatur. Fjölbreytnin er megináhersla í starfsemi Cafe Adesso þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Er leitun að veitingastað sem býður upp á jafnmikla fjöl- breytni enda kemur fólk til að fá sér allt frá kleinuhring upp í stórsteik. Að ógleymdu kaffinu sem nýtur ómældra vinsælda. Cafe Adesso er opið mánudaga– miðvikudaga frá kl. 10.30 til 19.00, fimmtudaga frá 11.00 til 21.00, föstudaga og laugardaga frá kl. 11.00 til 20.00 og sunnudaga frá kl. 12.00 til 18.00. n G amla kaffihúsið er hlýleg- ur staður í Drafnarfelli í Breiðholti. Unnur Arna Sig- urðardóttir, einn eigenda þess, er ákaflega ánægð með frábærar móttökur viðskiptavina. „Það var brýn þörf á að fá gott kaffihús í hverfið hér sem er rótgróið og rólegt svæði. Hér býr mikið af fólki og alls ekki allir sem vilja fara niður í bæ til þess að fá sér góðan kaffibolla og finnst notalegt að setjast inn hjá okkur,“ segir hún. „Það hefur vak- ið mikla lukku að við bjóðum einnig upp á mat og við erum t.d. alltaf með tvær mismunandi gerðir af súpum í hádeginu og fínan salatbar. Þannig að það má segja að við séum nokkur konar bistró. Hádegismatartíminn stendur yfir frá kl. 12.00–14.00.“ Ljúffengar steikur Unnur segir að matseðillinn sé ekki stór en sætur og með sérvöldum, bragðgóðum réttum. „Gestir hafa verið afar hrifnir af eðalbrauðun- um okkar en þau er tvisvar sinn- um stærri en hefðbundin rúnstykki og fyllt með laxi, kjúklingasalati eða mínútusteik. Eftir kl. 18.00 eru síðan á boðstól- um ljúffengar steikur; nautasteik með bernaise- eða piparsósu og fær fólk sér þá gjarnan rauðvínsglas með máltíðinni og röltir svo satt og sátt heim til sín, í göngufæri. Gamla kaffihúsið okkar er heimilislegt og fólki finnst þægilegt að setjast nið- ur hér og lesa eða spjalla við vina- legan þjóninn. Við erum með bóka- hillu sem fólk getur seilst í og lesið. Fólk getur bæði tekið bækur og gef- ið þær sem það hefur lesið og vill að aðrir njóti.“ Kökuhlaðborð á sunnudögum „Á sunnudögum er alltaf kökuhlað- borð hjá okkur upp á gamla móðinn á milli kl. 15.00–17.00 en það kostar aðeins 2000 kr. og er kaffi þá inni- falið. Þetta er nokkuð sem fólk hef- ur saknað og þykir dásamlegt að geta tekið upp þennan skemmtilega gamla sið að fara í kaffihlaðborð á sunnudagseftirmiðdögum,“ segir Unnur og brosir hlýlega um leið og hún kemur því á framfæri að hún þakki innilega fyrir frábærar mót- tökur gesta. n Gamla kaffihúsið, Drafnarfelli 18, 111 Reykjavík. Sími: 511 – 1180.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.