Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Side 27
Helgarblað 18.–21. mars 2016 Fólk Viðtal 23 „Stundum verð ég rosakvíðin“ annars á fiðlu og píanó, sem og söng. Þá tók hún þátt í öllum leiksýningum sem settar voru upp. „Fyrsta hlut- verkið mitt var óbreyttur þorpsbúi í Kardimommubænum með Litla leikklúbbnum þegar ég var níu ára. Það var alveg æðislegt og þá var ekki aftur snúið. Ég hafði alltaf horft öf- undaraugum til Reykjavíkur þar sem verið var að setja upp sýningar á borð við Bugsy Malone eða Söngva- seið. Í þessum sýningum voru börn á sviði í atvinnuleikhúsunum og það hafði mig langað svo mikið til að gera,“ segir hún einlæg. En Þórunn dó ekki ráðalaus. Hún stofnaði sinn eigin leikklúbb fyrir vestan ásamt vinkonum sínum og þær settu upp fjölda sýninga fyrir vini og ættingja. Hún segir metnað- inn hjá þeim stöllum hafa verið mik- inn og telur sig hafa haft gott af því að gera hlutina sjálf með þessum hætti. „Ég þurfti ekkert að vera barn í sviðs- ljósinu í Reykjavík til að blómstra. Fyrir mér var Ísafjörður nafli al- heimsins. Mér fannst æðislegt að búa þarna. Fjöllin, fólkið og orkan. Ég er mjög þakklát fyrir þessi fyrstu tuttugu ár.“ En tvítug hélt Þórunn suður til Reykjavíkur til að mennta sig í listinni sem hafði gjörsamlega heltekið hana. Síðan þá hefur hún reyndar verið mjög dugleg að heimsækja Ísa- fjörð, enda búa foreldrar hennar fyrir vestan. Á því er hins vegar að verða breyting, því þau stefna á flutning í borgina í haust. „Ég er örlítið kvíð- in fyrir því, en á sama tíma er ég of- boðslega þakklát fyrir að þau skuli vera að koma í bæinn. Koma nær mér. Það er samt erfitt að horfa á eftir æskuheimilinu og eiga ekki lengur þennan örugga stað fyrir vestan. En þetta eru breytingar sem maður verður bara að sætta sig við og verða eflaust af hinu góða.“ Sjö ár í Listaháskólanum Þegar Þórunn kom til borgarinnar á sínum tíma sótti hún bæði um söng- og leiklistarnám í Listaháskólanum en komst ekki inn í leiklistarnámið. Hún hóf því nám í klassískum söng, en draumurinn um að verða leik- kona var alltaf til staðar. Hún reyndi í annað sinn að komast inn í leiklistar- námið, án árangurs, og svo það þriðja þegar söngnáminu var að ljúka, og hafði þá erindi sem erfiði. „Í dag er ég svo þakklát fyrir að hafa ekki komist fyrr inn. Þetta átti að fara svona. Ég var búin að fá tvisvar höfnun og sú síðari var sérstaklega erfið því þá hafði ég komst í loka- hóp. Það var hrikalega erfitt að kom- ast næstum því inn. Það tók mig smá tíma að finna hugrekkið til að sækja um einu sinni enn. Þegar ég sótti um í þriðja sinn fór ég með opnari huga en áður, ég var búin að ákveða að hvað sem yrði þá ætlaði ég ekki að gefa þennan draum upp á bátinn, enda væri skólinn hér heima ekki eini möguleikinn.“ Þórunn segist að sjálfsögðu ekkert hafa gefið eftir þegar hún fór í prufurnar í þriðja skiptið. Það skipti hana ekki lengur öllu máli hvort hún kæmist inn í þennan skóla, hún myndi komast inn í einhvern skóla. „Þessi hugsanabreyting gerði kannski gæfumuninn. Þegar ég var í lokahópnum árið áður þá ætlaði ég mér svo mikið inn að það var það eina sem komst að. Ég átti líklega bara að komast inn á þessum tíma,“ segir Þórunn sem eyddi því samtals sjö árum í Listaháskólanum. „Ég hélt að ég gæti allt“ Hún hefur heldur betur haft nóg að gera frá því hún útskrifaðist og hefur ekki einu sinni tölu yfir fjölda þeirra sýninga sem hún hefur tekið þátt í hjá leikhúsunum. Yfirleitt hefur hún verið með mörg járn í eldinum á sama tíma, en hefur fundist hún hálf aðgerðarlaus þegar hún er bara í einu verkefni. Þetta er þó aðeins að breytast. „Mér finnst betra núna að geta einbeitt mér að fáum verkefnum í einu og gera þau vel, ekki vera í stresskasti og alltaf að biðja leikstjóra um leyfi til að hlaupa af æfingum í önnur verkefni. Það tætir mann svo- lítið. Ég er búin að læra það á þess- um sex árum frá útskrift að maður þarf ekki að gleypa allan heiminn í einu. Þegar maður er nýútskrifað- ur þá langar mann svo í alla bitana, í stærstu hlutverkin og allt það. En það er mjög gott að þetta komi ekki allt til manns á færibandi. Að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Það er líka gott að geta sagst ekki hafa tíma. Ég var ekki mjög góð í því fyrstu árin. Ég hélt að ég gæti allt,“ segir Þórunn hreinskilin. En hún átti sér á þessum tíma ekkert líf fyrir utan leikhúsið. Það var hvort tveggja vinnustaður hennar og heimili. „Vinnan tók allan tímann minn, en svo eignast maður barn og þá stækkar heimurinn rosalega mikið,“ segir hún og ljómar öll þegar talið berst að dótturinni. Í sömu andrá rekur maðurinn hennar, Vignir Rafn Valþórsson, nefið inn í stofuna: „Eru þið að tala um mig?“ spyr hann kím- inn, en er farinn aftur áður en hann fær svarið. Vignir er líka leikari, og leikstjóri, og þau Þórunn hafa ver- ið saman um árabil. „Þetta getur því orðið ansi skrautlegt þegar við erum bæði í törn,“ segir hún og vísar þar til vinnunnar, sem telst líklega ekki mjög fjölskylduvæn. Með dótturina sex vikna á æfingum Á meðan Þórunn var ólétt fannst henni hún ekki vera að gera neitt, en þegar hún hugsar til baka, um öll verkefnin sem hún sinnti á þessum tíma, þá sér hún að það var ekki al- veg rétt. Hún var bara ennþá svo föst í því að þurfa að vera í öllu og alls staðar. „Lífið fór í svo mikla pásu, en samt var ég að æfa sýningar og fór til útlanda með sýningu og gerði alveg heilmargt. En af því að ég var ekki í 200 prósent vinnu þá fannst mér þetta eitthvað lítið. Ég öfund- aði kollega mína sem voru á fullu. Ég naut þess alveg að vera ólétt en mér fannst erfitt að þurfa að stoppa. Í leikhúsinu er heldur aldrei réttur tími til að verða ólétt. Þegar það ger- ist þá þarf maður bara að takast á við það. Það er svo oft eitthvað sem maður sér í hillingum, eða eitthvað sem maður gæti kannski verið að fara að gera. Þetta var samt dásam- legur tími en ég þurfti aðeins að læra að slaka á.“ Miðað við hve illa Þórunni gekk að gíra sig aðeins niður á meðgöngunni kann eflaust engan að undra að hún tók ekki langt fæðingarorlof. Dóttir hennar var aðeins sex vikna þegar hún var komin aftur upp í leikhús á æfingar. „Ég sé samt alls ekki eft- ir því að hafa ekki tekið lengra or- lof. Ég náði að vera afskaplega mikið með barninu mínu, þrátt fyrir þetta.“ Þórunn æfði sýninguna Litla prins- inn alveg fram að fæðingu dóttur- innar, fór í upprifjun og rennsli þegar dóttir hennar var sex vikna og svo var verkið frumsýnt þegar hún var tveggja mánaða. Þórunn ætlaði reyndar að taka sér mánaðarhvíld eftir að æfingum lauk og fram að fæðingu dótturinnar en hún var ekki á sama máli og kom í heiminn tæpri viku eftir að Þórunn hætti að vinna. Nánar mæðgur í dag „Þetta hljómar kannski illa, að ég hafi farið að vinna þegar hún var sex vikna, en ég fór alls ekki á fullt. Hún var með mér á æfingum og maðurinn minn eða ættingjar tóku hana, fóru í göngutúra og komu svo aftur með hana og hún fékk brjóst. Allir sem að sýningunni komu hugsuðu svo vel um okkur mæðgurnar, svo sagan er falleg og boðskapurinn. Mér leið svo vel með barnið, að vinna í þessu verki. Ég veit ekki hvort ég hefði ver- ið til í að fara út í ofbeldi, dramatík eða einhvern ljótleika, en þetta var einmitt rétta verkið og rétta fólkið,“ segir Þórunn einlæg, en Litli prins- inn var sýndur í nokkra mánuði og svo var hún komin í sumarfrí. Hún fór því ekki aftur í fulla vinnu fyrr en um haustið, þegar dóttirin var orðin sjö mánaða. „Þá fór ég í að æfa leik- rit, taka upp bíómynd og sjónvarps- þætti á sama tíma og það var smá geðveiki. Með hana á brjósti líka,“ segir hún hlæjandi. En fólkið í kringum Þórunni þekk- ir hana vel og veit að hún unir sér best þegar hún hefur nóg fyrir stafni. Maðurinn hennar og fjölskylda lögð- ust því öll á eitt til að þetta gæti geng- ið upp. „Annars var eiginlega alveg dásamlegt að vera með barn á brjósti í svona mikilli vinnu, því þá hafði ég afsökun fyrir því að hitta hana oft yfir daginn. En nú er hún orðin tveggja ára og þegar ég horfi á hana þá hugsa ég ekki að ég hafi þurft að gefa henni meiri tíma. Því þegar ég var ekki að vinna þá gaf ég henni allan tímann minn. Við erum ofboðslega nán- ar í dag, en auðvitað verður hún stundum sár út í mig þegar ég er mikið í burtu og refsar mér pínu fyrir það, en ég næ henni alltaf til baka á endanum.“ Þórunn viðurkennir að þetta geti orðið ansi erfitt í þeirri miklu vinnutörn sem framundan er í Mamma mia!. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að „Ég held að ef ég væri ekki í svona skap- andi vinnu þá væri ég allt öðruvísi mann- eskja í dag Mátulegur Abba-aðdándi Þórunn er ekki forfallinn aðdáandi hljómsveitarinnar Abba, en textarnir höfða vel til hennar. MyNdir ÞorMAr VigNir guNNArSSoN Nóg að gera Þórunn vill hafa nóg að gera og fannst erfitt að þurfa að hægja aðeins á sér á meðgöngunni. Hún var komin með dótturina á æfingar þegar hún var sex vikna. Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.