Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Qupperneq 28
Helgarblað 18.–21. mars 201624 Fólk Viðtal
gera þetta. En dagurinn er þannig að
hún fer á leikskólann og ég undirbý
mig fyrir sýningu, svo sæki ég hana
og við eigum tvo góða klukkutíma
saman áður en ég fer aftur upp í leik
hús. Maður þarf bara að búa til góðu
stundirnar.“
Búin á því eftir rennslið
Þetta virkar nefnilega alls ekki þannig
að Þórunn mæti upp í leikhús rétt fyrir
sýningu, klæði sig í fötin, fari í smink
og sé þá tilbúin í slaginn. Fyrir svona
krefjandi sýningar þarf aðeins meira
til. „Ég þarf að hugsa mjög vel um
röddina og til þess að gera það þarf ég
líka að hugsa um líkamann. Ég þarf
því að fara í ræktina á hverjum degi,
þjálfa röddina og svo finnst mér gott
að geta hugleitt. Ég þarf einfaldlega
að hugsa vel um sjálfa mig, sofa nóg
og borða rétt. Það er svo mikið álag í
þessari sýningu og stundum erum við
að sýna sjö sýningar á viku. Ég finn að
þegar ég er búin með rennsli þá er ég
algjörlega búin á því, orkan og kraft
urinn í þessari sýningu er svo mikill.
Og við viljum gera vel við áhorfendur
á hverri einustu sýningu. Það skiptir
ekki máli hvort fólk kemur á frumsýn
ingu eða sýningu 39. Þær eiga að vera
jafn geislandi og frábærar.“
Aðspurð segist Þórunn þó alls ekki
vera kvíðin fyrir törninni, hún lítur
einfaldlega á þetta sem skemmtilegt
ferðalag. Þá spillir ekki fyrir hve frá
bærir mótleikarar hennar eru og allir
þeir sem að sýningunni standa.
Stóð á gati á sviðinu
Í ljósi þess að aðeins nokkrir klukku
tímar eru í frumsýningu er ekki úr
vegi að spyrja Þórunni hvort hún sé
orðin spennt. „Frumsýningardagar
eru alltaf sérstakir, en samt svo frá
bærir. Fiðrildin í maganum og orkan
sem maður er með er alveg einstök.
Ég myndi aldrei vilja sleppa henni.
Mér finnst frumsýningardagar vera
hátíðisdagar. Og ég elska hátíðis
daga.“
Þórunn hefur þó passað sig á að
festast ekki í rútínu á frumsýningar
dögum. Hún óttast að þá yrði hún
einfaldlega hrædd ef rútínan brygð
ist. Hún man reyndar bara eftir einu
stóru atviki þar sem hún klúðraði
senu og stóð á gati. Þá gleymdi hún
að koma inn á sviðið á ákveðnum
tímapunkti og vissi ekkert hvað var
að gerast í verkinu loksins þegar hún
óð inn. „Ég er mjög hörð við mig
hvað varðar að gera mistök sem er
ekki nógu gott því mistök gefa manni
bara gjafir. En eftir þetta var ég alveg
í sjokki í tvær vikur. Ég stóð á sviðinu
með 500 manns fyrir framan mig í
salnum, horfði á mótleikarann og
hugsaði að ég vissi ekkert hvað kæmi
næst. Það reddaðist samt allt því ég
var með frábæra mótleikara. Í svona
aðstæðum finnst manni eins og það
líði tíu mínútur en kannski eru þetta
ekki nema tíu sekúndur. Það er svo
gaman að sjá hvað leikhópurinn er
tilbúinn að grípa mann ef maður
gerir mistök. Svona klúður setur bara
líf í leikhópinn. Ég er svo heppin að
vera umkringd góðu fólki, bæði inn
an sviðs og utan,“ segir Þórunn sem
biður ekki um meira en það. Hún
á sér engin óskahlutverk eða neitt
slíkt, vill bara vera hluti af góðum
hópi og fá fjölbreyttar áskoranir.
Lærir að stækka sjálfa sig
„Þetta er þannig vinna að maður er
alltaf að leggja hjarta sitt á borðið,
opna sig endalaust. Svo er maður
mikið fjarri fjölskyldunni. Þannig að
ef þetta er ekki gaman, þá er þetta
ekki þess virði. Og sem betur fer er
oftast gaman. Það sem er líka svo gott
við þessa vinnu er að maður sjálfur er
alltaf að stækka og breytast. Maður
er endalaust í sjálfskoðun og kemst
ekki upp með að flýja vandamál sín.
Ég hef lent í því að vera í verk efni og
allt í einu er eitthvað ljóslifandi beint
fyrir framan mig, sem mér finnst
fjalla um mig og þá verð ég að takast
á við það. Ég held að ef ég væri ekki í
svona skapandi vinnu þá væri ég allt
öðruvísi manneskja í dag. Ég væri
ekki verri manneskja, en örugglega
öðruvísi.“ Stundum hefur Þórunn
talið sig hafa náð fullum tökum á líf
inu en þá kemur eitthvað upp á sem
kallar á meiri sjálfskoðun. Nú er hún
til að mynda í ansi verðugu verkefni.
„Það sem ég er að æfa mig í núna er
að stækka sjálfa mig svolítið. Ég held
mig nefnilega yfirleitt til hlés og er
gefandi fyrir aðra, en gleymi mér. En
það getur stefnt í óefni á endanum ef
maður gleymir sjálfum sér. Ég þarf að
byrja á því að muna eftir sjálfri mér og
leyfa mér að taka plássið mitt. Ég þarf
að læra að þó að ég stækki sjálfa mig
þá er ég ekki að minnka neinn annan
á sama tíma,“ segir Þórunn og held
ur áfram:
„Ég er mjög hlédræg og feimin.
Það er til dæmis svo mikil orka sem
fer í Mamma mia! að ég þarf að passa
að gefa mér tíma til að vera ein með
sjálfri mér til að hlaða batteríin. Mér
finnst það alveg æðislegt. Svo verð ég
að passa að refsa sjálfri mér ekki fyr
ir að vilja ekki alltaf vera innan um
fólk.“
Feimnin stoppar hana stunum
En hefur feimnin aldrei háð henni
sem leikkonu? „Jú, það hefur háð
mér þannig að stundum verð ég
rosakvíðin. En ég kemst oftast yfir
það. Svo stoppar það mig stundum í
að gera allt sem mig langar að gera og
það þoli ég ekki. En þetta er auðvitað
líka hluti af því hvernig ég er og það
er því líka gjöf á einhvern hátt,“ seg
ir Þórunn auðmjúk. En hún vinnur
mikið í þessum þáttum einmitt núna
og viðurkennir að eiga erfitt með að
koma orðum að þessu öllu saman.
„Fólk sem þekkir mig ekki trú
ir því kannski ekki að ég sé feim
in og verði stundum hrædd, enda
fel ég það ágætlega. En í dag skil ég
ekki af hverju ég ætti að vera að fela
það. Auðvitað á maður bara að viður
kenna hvernig manni líður. Þá er líka
auðveldara að fara í gegnum þessar
tilfinningar – viðurkenna kvíðann en
ákveða samt að gera það sem maður
kvíðir fyrir.“ n
„Ég stóð á sviðinu með
500 manns fyrir framan
mig í salnum, horfði á mót
leikarann og hugsaði að ég vissi
ekkert hvað kæmi næst.
Vinnur í sjálfri sér Þórunn er
að vinna í því að stækka sjálfa
sig og tekst jafnframt á við kvíða
sem stundum hellist yfir hana.
í alla bíla
Varahlutir
Við einföldum líf bíleigandans