Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Síða 32
Helgarblað 18.–21. mars 201628 Sport Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Íslendingahersveitin í norska boltanum n Þrettán Íslendingar voru í hóp í fyrsta leik ársins í Noregi n Helmingurinn um tvítugt Þ rettán íslenskir knatt­ spyrnumenn voru í hóp liðanna í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar sem fram fór um síðustu helgi. Helmingur þeirra, eða sex leikmenn, eru 22 ára eða yngri. Um er að ræða nokkra af efnileg­ ustu knattspyrnumönnum þjóðar­ innar en margir þeirra munu vafa­ lítið eiga sinn sess í landsliði Íslands að nokkrum árum liðnum. Að auki er Rúnar Kristinsson þjálfari eins liðsins; Lilleström. Fjórir íslenskir leikmenn gengu í raðir norskra úrvalsdeildarliða fyrir þetta tímabil; Hannes, Eiður Smári, Adam Örn og Aron Sig. Fimm aðrir; Aron Elís, Daníel Leó, Árni Vil­ hjálms, Kristinn Jóns og Elías Már gengu til liðs við norsk félög á síð­ asta ári. Níu af leikmönnunum þrettán voru í byrjunarliðum sinna liða í fyrstu umferðinni. Tveir þeirra skor­ uðu mörk, Aron Sigurðsson fyrir Tromsö og Björn Daníel fyrir Vik­ ing, en báðir skoruðu gull af mörk­ um. Víst má telja að íslensk mörk í norsku úrvalsdeildinni verða mun fleiri á tímabilinu, enda eru fjórir ís­ lenskir sóknarmenn í deildinni og allnokkrir framsæknir miðjumenn að auki. n Hannes Halldórsson Staða: Markvörður (31 árs) Félag: Bodö/Glimt Kom frá: NEC 2016 n Hannes er nýgenginn til liðs við félagið, sem lánsmaður frá NEC í Hollandi. Hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum en virðist vera klár í slaginn. Hannes hélt hreinu í fyrsta leik og virðist í fantaformi. Björn Daníel Sverrisson Staða: Miðjumaður (25 ára) Félag: Viking Kom frá: FH 2014 n Eftir gott fyrsta tímabil, þar sem Björn lék 29 leiki, meiddist hann illa í fyrsta leik tímabilsins í fyrra. Nú er hann snúinn aftur og það með stæl. Hann skoraði stórbrotið mark í fyrsta leiknum um síðustu helgi. Aron Elís Þrándarson Staða: Miðjumaður (21 árs) Félag: Álasund Kom frá: Víking R. 2015 n Víkingurinn skoraði fimm mörk í 18 leikjum í fyrra, á sínu fyrsta tímabili. Aron var í byrjunarliði í fyrsta leik og þessi efnilegi leikmaður er til alls líklegur á komandi leiktímabili. Adam Örn Arnarson Staða: Varnarmaður (20 ára) Félag: Álasund Kom frá: Nordsjælland 2016 n Adam kom fyrir tímabilið frá Nordsjæl­ land, þar sem hann hafði leikið í tvö ár. Þessi tvítugi strákur fór beint í byrjunarliðið en Adam hefur þótt leika vel á undirbúnings­ tímabilinu. Daníel Leó Grétarsson Staða: Varnarmaður (20 ára) Félag: Álasund Kom frá: Grindavík 2015 n Daníel lék átta leiki fyrir Álasund á síðasta leiktímabili, sínu fyrsta frá því hann gekk í raðir félagsins frá Grindavík. Daníel, sem hefur verið í U21 árs landsliði Íslands, eins og Adam Örn og Aron Elís, lék ekki í fyrstu umferðinni. Árni Vilhjálmsson Staða: Sóknarmaður (21 árs) Félag: Lilleström Kom frá: Breiðabliki 2015 n Blikinn efnilegi er að byrja sitt annað tímabil í Noregi. Hann skoraði 2 mörk í 14 leikjum á síðustu leiktíð og ætlar sér sjálfsagt að gera betur á þessu keppnistímabili. Eiður Smári Guðjohnsen Staða: Sóknarmaður (37 ára) Félag: Molde Kom frá: Shijiazhuang 2016 n Eiður Smári leggur allt kapp á að vera í sem bestu formi þegar EM byrjar í sumar. Molde verður kannski síðasta atvinnumannaliðið sem hann leikur með á ferlinum og okkar maður vill sýna að hann eigi heima í landsliðinu. Guðmundur Kristjánsson Staða: Miðjumaður (27 ára) Félag: Start Kom frá: Breiðablik 2012 n Guðmundur er reynslumesti Íslendingurinn í norsku deildinni. Hefur verið fastamaður í Start síðustu fjögur keppnistímabil og var í byrjunarliðinu í fyrstu umferð þess fimmta. Aron Sigurðarson Staða: Miðjumaður (22 ára) Félag: Tromsö Kom frá: Fjölni 2016 n Aron byrjar frábærlega í Noregi og var valinn maður leiksins eftir sinn fyrsta leik. Þessi ungi Fjölnismaður ætlar sér langt og er óhræddur við að segja það. Hann þykir einn áhugaverðasti nýliði deildarinnar. Hólmar Örn Eyjólfsson Staða: Varnarmaður (25 ára) Félag: Rosenborg Kom frá: Bochum 2014 n Hólmar var fastamaður í liðinu sem vann tvöfalt í Noregi í fyrra og er nú á sínu þriðja tímabili með stórliðinu. Spilar í hjarta varnarinnar og var á sínum stað í byrjunar­ liðinu í fyrsta leiknum í ár. Matthías Vilhjálmsson Staða: Sóknarmaður (29 ára) Félag: Rosenborg Kom frá: Start 2015 n Matthías hefur verið í Noregi frá árinu 2012. Fyrst lék hann með Start í þrjú og hálft ár en skipti svo yfir í Rosenborg. Hann er nú á sínu fyrsta heila tímabili hjá félaginu. Kristinn Jónsson Staða: Varnarmaður (25 ára) Félag: Sarpsborg 08 Kom frá: Breiðablik 2015 n Kristinn gekk nýverið í raðir Sarpsborg eftir að hafa leikið í Pepsi­deildinni í fyrrasumar. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum og festir sig vonandi í sessi í norsku deildinni. Elías Már Ómarsson Staða: Sóknarmaður (21 árs) Félag: Vålerenga Kom frá: Keflavík 2015 n Elías spilaði að jafnaði annan hvern leik á síðasta keppnistímabili, þá tvítugur og á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum um síðustu helgi og festir sig vonandi í sessi í liðinu. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.