Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Síða 44
40 Fólk Helgarblað 18.–21. mars 2016 V inkonurnar Sigríður Þór- unn Þorvarðardóttir og Guðrún Ósk Gunnarsdótt- ir búa á Höfn í Hornafirði. Sigríður Þórunn er nýút- skrifuð úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og Guðrún lýkur námi þaðan í vor. Fyrir ári kom Guðrún út úr skápnum sem lesbía en vinkonurnar segja það mikil tíðindi í litlu sjávarþorpi eins og Höfn. Vildi vera öðrum samkyn- hneigðum fyrirmynd „Ég kom út úr skápnum með það í huga að þá væri þetta komið upp á yfirborðið og þá mátti tala um það. Ég hafði fundið fyrir því að fólk grunaði þetta og að þegar einhver umræða kom upp varð- andi samkynhneigð í kringum mig þá fannst fólki það svo vandræða- legt. Svo vildi ég líka vera öðrum samkynhneigðum einstaklingum á Hornafirði fyrirmynd, sem ég hefði óskað þess að hafa haft sjálf,“ segir Guðrún Ósk. Sigríður tekur undir með vin- konu sinni og segir að orðræðan varðandi Guðrúnu hafi verið mjög sérstök og jafnvel ljót á tímabili. „Það var svo mikil þöggun í gangi og orðræðan í skólanum í tengslum við samkynhneigð var orðin svo sérstök. Það kom til dæmis tími þar sem reynt var að þröngva Guðrúnu út úr skápnum. Svona getur þetta orðið í litlu sjávarþorpi. Ég myndi ekki segja að þetta væru fordómar, heldur lítil vitneskja um þessi mál sem veldur svona miklum vand- ræðagangi.“ Guðrún Ósk áttaði sig á kyn- hneigð sinni í 7. bekk en kom ekki út úr skápnum fyrr en rúmum sex árum síðar, á sínu öðru ári í fram- haldsskóla. Stelpurnar segjast meðvitaðar um að svona sé þetta ekki endilega alls staðar á Íslandi en að í svona litlu samfélagi sé það að koma út úr skápnum bæði hug- rakkt og fréttnæmt. Setti kynhneigð sína á samfélagsmiðla „Við þekktum engan annan í sveitarfélaginu sem hafði kom- ið út úr skápnum þegar ég ákvað að gera það. Þess vegna var þetta risastórt skref fyrir mig. Ég ætlaði aldrei að segja neinum þetta enda var ég ákveðin í að flytja héðan burt og koma aldrei aftur. En þegar ég kynntist Siggu þá eignaðist ég vin- konu sem ég fann að ég gat treyst almennilega fyrir þessu. Stuðning- ur hennar og annarra vinkvenna minna hjálpaði mér afskaplega mikið og þann 7. apríl í fyrra héld- um við vinkonurnar svona „út úr skápnum-partí“ þar sem við enduðum með því að setja það á samfélagsmiðla að ég væri lesbía.“ Viðtökurnar komu vinkonunum á óvart þar sem flestir tóku frétt- unum mjög vel en þær sáu samt ástæðu til þess að kalla eftir fræðslu frá Samtökunum '78 fyrir samnem- endur sína. „Hér er ennþá allt svo svart og hvítt og þess vegna vild- um við fá fræðslu frá Samtökunum '78 í kjölfar þess að Guðrún kom út úr skápnum. Við fundum ekki fyr- ir neinum fordómum meðan á fyr- irlestrinum stóð og hann var mjög þarfur. En eftir á skein fáfræðin í gegn og sumir skildu ekki alveg hvað í þessu fólst. Það var líka mikið rætt um hvort þetta væri ákvörðun eða meðfætt og jafnvel hvort Guð- rún upplifði sig sem strák.“ Guðrún segir samt að flestir hafi reynt að skilja hana og að fólk hafi komið upp að henni og óskað henni til hamingju með þessa ákvörðun. Eins segist Guðrún vera stolt af því að kalla á þessa mikilvægu um- ræðu í samfélaginu. „Auðvitað er til fleira samkynhneigt fólk frá Horna- firði en það var ekki fyrr en eftir að ég steig sjálf út úr skápnum að ég komst að því. Þetta var falið, alla- vega fyrir okkur yngri kynslóðina. Ég er samt stolt af því að hafa von- andi tekið þátt í breytingum hvað það varðar og gert það auðveldara fyrir aðra að koma út úr skápnum hér í framtíðinni. “ Stofnuðu Femínistafélag FAS Og vinkonurnar hafa brallað ýmis- legt fleira en að hafa áhrif á viðhorf samfélagsins til samkynhneigðar því í fyrra stofnuðu þær Femínista- félag Framhaldsskóla Austur- Skafta fellssýslu ásamt því að vera forsprakkar fyrir Druslugöngunni á Höfn. „Já, í framhaldsskólanum var byrjað að kenna kynjafræði sem kallaði á mikla femíníska umræðu hérna. Okkur fannst því mikilvægt að stofna femínistafélag við skól- ann eins og svo margir aðrir fram- haldsskólar á landinu. Í fyrstu héldum við að við myndum verða örfáar í félaginu en í það skráðu sig 30 manns. Sem er mjög gott í 120 manna framhaldsskóla.“ Félagið hefur verið starfandi í tæpt ár og staðið fyrir alls konar uppákomum. Til dæmis fræðslu og fyrirlestrum, sent frá sér ályktan- ir um femínísk málefni sem betur mega fara í samfélaginu og margt fleira. Vinkonurnar horfa björt- um augum fram á veginn og stefna báðar á lýðháskóla í Svíþjóð í haust og Guðrún tekur það sérstaklega fram að nú geti hún vel hugsað sér að snúa aftur á Höfn að loknu námi. n „Ákveðin í að flytja burt og koma aldrei aftur“ n Guðrún kom út úr skápnum fyrir ári síðan sem lesbía n Vildi vera öðrum fyrirmynd Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Fyrirmynd Vildi vera öðrum samkynhneigðum sú fyrirmynd sem hana vantaði. Guðrún (t.h.) og Sigríður (t.v.). Ný námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Námskeið í apríl 2016 • FJÁRMÁL - hefst 4. apríl • TÖK Á TILVERUNNI - hefst 5. apríl • ÚFF! ÚR FRESTUN Í FRAMKVÆMD - hefst 5. apríl • TÖLVUR 1 - hefst 5. apríl • SJÁLFSTYRKING - hefst 6. apríl • HEILbRIGT LÍFERNI - hefst 25. apríl Er ekki kominn tími til að gera eitthvað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.