Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 8.–11. apríl 20164 Veitingahús - Kynningarblað
Áningarstaður fyrir hjóla-
fólk, hlaupara og alla aðra
Bike Cave: Rómantískir vesputúrar – Vegan-réttir – fjölbreyttur matseðill og úrvalshráefni
B
ike Cave, Einarsnesi 36,
í Skerjafirði í Reykjavík,
er vinsæll áningarstaður
hjólafólks, jafnt þeirra sem
stunda hjólreiðar og þeirra
sem eru á vespum eða vélhjól-
um. Þar er gott að slaka á og njóta
góðra veitinga á frábæru verði eft-
ir vel heppnaðan túr. Hlauparar og
aðrir sem stunda útivist eru líka
hjartanlega velkomnir, sem og þeir
sem koma akandi á bílum.
Í gegnum Skerjafjörðinn liggja
göngu- og hjólreiðastígar sem ná
alla leið niður í Elliðaárdal og því
er fjöldi hjólreiða- og útvistarfólks
á ferli á svæðinu. Bike Cave er því
einstaklega heppilega staðsettur,
eða eins og Hjördís Andrésdóttir,
eigandi staðarins, segir:
„Við erum við aðalhjólreiða-
braut Reykvíkinga. Fyrir hjól-
reiðafólk er þetta eini staðurinn á
löngum kafla þar sem hægt er að
stoppa, slaka á og fá sér veitingar –
og vera velkominn. Annars staðar
er það ekki vel séð að fólk komi inn
í Spandex-göllum, löðrandi í svita
eða rigningarvatni, og fái sér að
borða. Við erum með frábært verð
á veitingum og einungis úrvals-
hráefni. Við bjóðum einnig upp á
eitthvað af Vegan-réttum, meðal
annars er þetta einn af fáum stöð-
um sem bjóða upp á „All Vegan“-
borgara sem eru gríðarlega vin-
sælir.“
Segja má að veitingarnar á Bike
Cave séu allt í senn fjölbreyttar,
gómsætar og ódýrar.
Rómantískir vesputúrar
Bike Cave er fjölskyldufyrirtæki
í eigu Hjördísar Andrésdóttur og
rekur hún staðinn í samstarfi við
Stefán Bachmann Karlsson. Á
staðnum er góð aðstaða til að gera
við alls konar hjól. Í veitingasaln-
um er sjónvarp á stjórum flatskjá
og þar liggja tímarit um hjól og
hjólamenningu.
Hagstæð vespuleiga er á staðn-
um og mörg
pör nýta
sér hana til að
fara í rómantískan
vesputúr um eitt fegursta
svæði borgarlandsins.
Jafnframt eru til sölu í Bike
Cave hinir margrómuðu mótor-
hjólahjálmar frá Nexx í Portúgal,
sem eru gæðahjálmar á góðu
verði.
Opið er í Bike Cave alla daga
vikunnar frá kl. 9.00 og fram til kl.
23.00. Hægt er að kaupa sér mat og
kaffi allan þann tíma. n
Bambus: Austurlensk
matargerð í Borgartúni
Á
austurlenska veitingahús-
inu Bambus að Borgartúni
16 ræður Betty Wang ríkjum
og sér til þess að ferskleiki
og framandi bragð gleðji ís-
lenska bragðlauka. Betty Wang segir
að kokkurinn hennar, Mr. Zhang Qi-
ana, sé frá Norður-Kína og eigi að baki
átján ára reynslu af matreiðslu sem
hann hafi safnað að sér víðs vegar að
úr Asíu; frá stöðum eins og Nanjing-
borg í Kína, Hong Kong og Singapúr
og einnig starfað um borð í skemmti-
ferðaskipi.
Við erum bæði mjög hrifin af asísk-
um mat og okkur þykir frábært að
geta boðið Íslendingum ferskan slík-
an mat og í leiðinni veitt þeim smá-
vegis innsýn í asíska menningu. Mr.
Zhang Qiana er afskaplega hrifinn af
íslensku hráefni og biður fólk endi-
lega að koma og prófa eldamennsk-
una hans,“ segir hún.
Spennandi, nýr réttur á
matseðlinum
Að sögn Bettýjar er matseðillinn á
Bambus fjölbreyttur og á honum er
ekki bara að finna kínverska rétti held-
ur einnig þá gerð matar sem á rætur
sínar að rekja til hinna ýmsu svæða
í Asíu, eins og t.d. frá Indókína, Ind-
landi og Japan. Þessa dagana kynnir
veitingahúsið Bambus til leiks nýjan
rétt á matseðlinum en það er djúp-
steiktur, íslenskur þorskur, borinn
fram með svörtu baunasósunni sem
er svo vinsæl á Bambus. Allir gestir
elska þessa heimalöguðu sósu sem er
bæði bragðgóð og heilsusamleg.
„Staðurinn okkar er virkilega
smart innréttaður og rúmgóður. Ég
er einnig stolt af þjónustufólkinu
mínu sem er faglegt og með þægilega
nærveru. Allt hráefni úr eldhúsinu
á Bambus er fyrsta flokks og krydd-
blöndurnar einstaklega bragðgóðar,
enda búa kokkar staðarins yfir ára-
langri reynslu af asískri matargerð,“
segir Bettý. Það er ávallt mikið að gera
í hádeginu enda hefur fólk úr við-
skiptalífinu í Borgartúni kunnað vel
að meta þann framandi og spennandi
mat sem borinn er fram á Bambus.
Bambus
Borgartúni 16
105 Reykjavík
Sími: 517-0123.