Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 8.–11. apríl 2016
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Mágur Sigmundar Davíðs í
vinnuskjali Reykjavík Media
Nafntogaðir menn úr stjórnmála- og atvinnulífinu á lista RME
N
öfn Róberts Wessman fjár-
festis, Finns Ingólfssonar
athafnamanns, Eggerts
Skúlasonar, ritstjóra DV, og
Boga Pálssonar, mágs Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar, eru
meðal þeirra sem birtast á lista sem
sjást í fréttaskýringaþættinum Upp-
drag Granskning sem sýndur var í
sænska ríkissjónvarpinu á miðviku-
dagskvöld og á RÚV í gærkvöldi.
Listinn, reyndist vera vinnuskjal
Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, fjöl-
miðlamanns hjá Reykjavík Media, en
hann hefur rannsakað Panama-skjöl-
in síðastliðna tíu mánuði. Þátturinn
fjallaði um skjölin og meðal annars
um tengingu fyrrverandi forsætisráð-
herra, Sigmundar Davíðs, við þau.
Á einum tímapunkti í þættinum
birtist svipmynd af lista sem á eru
nöfn fjölmargra nafntogaðra einstak-
linga úr íslensku viðskiptalífi, umrætt
vinnuskjal úr Panama-skjölunum.
Þetta staðfestir Jóhannes á Face-
book. Þess má geta að ekki er hægt
að leita með hefðbundnum tölvu-
skipunum í gögnunum, því um er að
ræða ljósmyndir af skjölum lögfræði-
stofunnar Mossack Fonseca. Hvergi
er um eiginlegan lista að ræða heldur
skjalasafn, sem telur á 12. milljón
gagna. „Þarna birtast punktar sem
við unnum með á tímabili,“ sagði Jó-
hannes, en Aðalsteinn Kjartansson,
samstarfsmaður hans, staðfesti að
listinn hefði verið birtur fyrir mistök
í þættinum, sem væri óheppilegt, og
að Reykjavík Media hefði ekkert haft
um birtingu hans að segja.
Tekið skal fram að ekki var fjall-
að sérstaklega um nöfnin á umrædd-
um lista í þættinum og DV hefur ekki
upplýsingar um að nöfn allra sem þar
eru tengist aflandsfélögum í skatta-
skjólum – þó draga megi þá ályktun.
DV hafði samband við fjölmarga á
listanum en tekið skal fram að hann
er ekki tæmandi. Þeir sem svöruðu
könnuðust við að hafa komið nálægt
félögum á aflandseyjum.
Fleiri úr fjölskyldunni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
fyrrverandi forsætisráðherra, hefur
nú hrökklast úr embætti vegna upp-
lýsinga sem komu fram í Panama-
skjölunum og birtust í Kastljósi fyrir
tæpri viku. Hann átti félagið Wintris,
sem skráð er í þekktu skattaskjóli á
Tortóla-eyjum, með eiginkonu sinni,
Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Sam-
kvæmt vinnuskjalinu virðist Bogi
Pálsson, bróðir Önnu Sigurlaugar
og mágur Sigmundar Davíðs, einnig
tengjast Panama-gögnunum. Ekki
náðist í Boga við vinnslu fréttarinnar.
Fyrrverandi ráðherra á listanum
Eins og áður sagði eru nafntogaðir
einstaklingar úr íslensku viðskipta-
og stjórnmálalífi á vinnuskjalinu. Í
samtali við DV kveðst Finnur Ing-
ólfsson, sem er fyrrverandi ráðherra
og fyrrverandi varaformaður Fram-
sóknarflokksins, hafa átt aflandsfé-
lag en því hafi verið lokað 2010. Hann
bætti við að umrætt félag á listan-
um hafi hann átt með Helga S. Guð-
mundssyni, fyrrverandi formanni
bankaráðs Landsbankans. Þá er
nafn ritstjóra DV, Eggerts Skúlasonar,
einnig á listanum í vinnuskjalinu.
Eggert segist hafa átt félag erlend-
is, en að félagið sem er tengt nafni
hans á listanum sé ekki umrætt fé-
lag. Hann var til rannsóknar vegna
félagsins hjá sérstökum saksóknara
á árunum 2012–2014, en rannsókn-
in var þá felld niður. Hann vísar til til-
kynningar sinnar frá árinu 2015.
Einnig er að finna á umrædd-
um lista sem birtist í gær Sindra
Sindrason, fyrrverandi stjórnarfor-
mann Eimskips og fyrrverandi for-
stjóra Pharmaco, og Sigþór Sigmars-
son, stjórnarmann
í Novator. Sigþór
vildi ekkert tjá sig
um málið þegar
DV náði tali af hon-
um. „Ég hef ekkert
um málið að segja,
þetta eru gamlar
fréttir.“ Kveðst
Sindri kannast
við að hafa átt
fyrirtæki sem
skráð var í gegn-
um Landsbank-
ann í Lúxemborg,
sem var skráð á
aflandseyjum.
Segir félagið skattlagt á Íslandi
Róbert Wessman var einnig að finna
í vinnuskjalinu. „Róbert Wessman
hefur ávallt tilkynnt um eign sína í
Aceway til skattyfirvalda á Íslandi og
tekjur félagsins hafa verið skattlagð-
ar sem launatekjur hans en ekki sem
fjármagnstekjur hér á landi, jafnvel
þótt skráning þess væri erlendis,“ seg-
ir Halldór Kristmannsson, talsmaður
Alvogen. Róbert stofnaði umrætt fé-
lag, Aceway, í samstarfi við Lands-
bankann í Lúxemborg og var félagið
skráð í Panama, en félagið hélt utan
um eign hans í Actavis.
Þá má nefna að Jóhann Halldórs-
son, sem dró framboð sitt til stjórn-
ar VÍS – klukkutíma fyrir aðalfund
– á miðvikudag, kemur fyrir á vinnu-
skjalinu. Hann segir við fréttastofu
RÚV að málin tengist ekki. Hann
hafi hætt við framboðið vegna átaka
í hluthafahópnum.
Frekari opinberanir handan
við hornið
Boðaðar hafa verið frekari opinber-
anir úr Panama-skjölunum, en þau
verða svo að mestu gerð opinber í
maí og aðgengileg öllum. Það er að
segja að frátöldum gögnum sem ICIJ,
alþjóðasamtök rannsóknarblaða-
manna, telja að eigi ekki erindi til al-
mennings vegna persónuverndar-
sjónarmiða. n
einar@dv.is, arnarorn@dv.is,
baldur@dv.is, astasigrun@dv.is
Finnur Ingólfsson Fyrrverandi ráðherra
Framsóknarflokksins er á lista Jóhannesar.
Róbert Wessman Notaði félag í Panama
til að halda utan um eign sína í Actavis.
Eggert Skúlason Nafn ritstjóra DV er að
finna í vinnuskjalinu. Mynd SIgtRygguR ARI
Bogi Pálsson
Mág Sigmundar
Davíðs er að finna á
listanum. Mynd 365
Listinn Hér má sjá vinnuskjal Jóhannesar.